Óvitar

Leikfélag Sauðárkróks undirbýr nú af krafti sýningu á leikritinu Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur.
Verkið er einstaklega skemmtilegt og frumlegt – þar sem börn leika fullorðna og öfugt. Áhorfendur fá innsýn í hvernig börn skynja heim hinna fullorðnu og sjá oft hluti sem við sjálf tökum ekki eftir. Í gegnum söguna þróast fallegur og óvæntur vinskapur sem sprettur upp úr erfiðum aðstæðum.
„Þetta er lífleg og fjörug sýning með dýpri merkingu – sannkölluð fjölskyldusýning,“ segir leikstjórinn Eysteinn Ívar. Feykir ræddi við Eystein, sem hefur haft nóg fyrir stafni, enda styttist í frumsýningu sem er 10. október. Miðasalan er hafin og mikill áhugi – fyrstu tvær sýningarnar eru þegar uppseldar, svo það er um að gera að tryggja sér miða sem fyrst.
Miðasala í síma 849-9434




