Engan asa Einar Áskell | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Engan asa Einar Áskell

    Einar Áskell er mættur í Hörpuna.

    Einar Áskell er ósköp venjulegur strákur sem býr með pabba sínum í úthverfi, einhvers staðar í heiminum. Hann er ekki stór. Hann er ekki sterkur. En hann er hugrakkari en þú heldur! Bækurnar 26 um Einar Áskel, eða Alfons Åberg eins og hann heitir á sænsku, eru skrifaðar og myndskreyttar af Gunillu Bergström og hafa verið gefnar út á 45 tungumálum og selst í tæplega 20 milljónum eintaka.

    Nú loksins gefst íslenskum leikhúsgestum á öllum aldri, einstakt tækifæri að njóta feðganna á leiksviði í glænýrri íslenskri leikgerð byggð á tveimur af þekktustu bókunum úr bókaflokknum sívinsæla.

    Það er kominn morgunn og Einar Áskell þarf að drífa sig í skólann. En fyrst ætlar hann bara að klæða dúkkuna sína, laga bílinn, kíkja í stóru dýrabókina og… Er hann ef til vill að flýta sér of mikið og gera of mikið í einu? Inni í eldhúsi fer pabbi með spakmæli um að best sé að gera einn hlut í einu. En þegar á hólminn er komið, hver er það þá sem gerir of mikið í einu?      

    Sýningin er um það bil 40 mínútur að lengd og án hlés. Hentar vel fyrir börn frá þriggja ára aldri.

    Leiksýningin Engan asa, Einar Áskell, er byggð á bókunum Engan asa, Einar Áskell og Flýttu þér, Einar Áskell eftir Gunillu Bergström.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!