MonoAkt vinahátíð Act alone

Hin einstaka og árlega einleikja og listahátíð Act alone verður haldin hátíðleg á Suðureyri dagana 6. – 10. ágúst. Dagskráin er einstaklega fjölbreytt og vegleg með sannkölluðu listahlaðborði fyrir öll. Leiksýningar, tónleikar, dans, grímusmiðja, barnadagskrá, sirkus, myndlist, ritlist og alls konar list. Alls verður boðið uppá nærri 30 listviðburði á Act alone í ár og að vanda er frítt inná allt. Dagskrá Act alone er á heimasíðu hátíðarinnar www.actalone.net
Fyrr í sumar eignaðist Actið, einsog gárungarnir kalla Act alone, einstakan vin í austri eða MonoAkt einleikjahátíðina í Prishtina í Kosovó. Listrænn stjórnandi Act alone Elfar Logi Hannesson og leikhússtjóri Kómedíluleikhússins Marsibil G. Kristjánsdóttir voru einstakir gestir MonoAkt í júní liðnum. Auk þess sýndi hið kómíska leikhús á hátíðinni einleikinn Ariasman er fjallar um hin hrottalegu Baskamorð á Íslandi árið 1615. Tókust upp einstök kynni við stjórnanda hátíðarinnar Mentor Zymberaj því hann mætir nú sem sérstakur gestur á Actið auk þess að sýna einleik sinn The Chest.
Act alone og MonoAkt eiga margt sameiginlegt ekki bara að vera einleikjahátíðir heldur og að vera haldnar á smáu mál- og landsvæði. Actið er nokkrum árum eldri en MonoAkt, Actið hóf göngu sína árið 2004 en MonoAkt 5 árum síðar eða árið 2009. Báðar hátíðarnar hafa verið haldnar árlega síðan meira að segja í heimsfaraldri.
Einstaklega gaman er að hefja þessa einstöku vinavegverð millum Act alone og MonoAkt á hinu einstaka ári 2025 og gaman verður að sjá hvert þetta einstaka ævintýri mun leiða þessar tvær einstöku hátíðir. Actið hyggst halda áfram að tengjast fleiri einleikjahátíðum sem eru haldnar víða um heim. Enda er miklu betra að vinna saman en pukrast í horni sínu.




