Samfarir Hamfarir | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Samfarir Hamfarir

    samfarirhamfarir stór

    Samfarir Hamfarir er nýtt sviðlistaverk eftir Natan Jónsson og Þórunni Guðlaugs í uppsetningu Leikfélagsins Hamfarir.

    Allt gengur á afturfótunum hjá Þórunni. Við ferðumst inn í hugarheim hennar en nýliðnir atburðir hafa þvingað hana til þess að gera upp fortíð sína. Hún reikar úr einni minningu yfir í aðra þar sem samskipti hennar við hitt kynið í gegnum tíðina eru dregin upp á yfirborðið á fyndinn jafnt sem sorglegan máta.

    „Aldrei datt mér í hug að ég myndi sofa hjá Búra.”

    Upprunalega kemur hugmyndin á bak við verkið frá Þórunni Guðlaugs. Sagan er sögð útfrá fyrstu persónu og er Þórunn því að túlka Þórunni á sviðinu. Margar af minningunum sem hún flakkar á milli koma frá henni sjálfri og eru úr hennar lífi en aðrar eru annað hvort sögur frá fólkinu í kringum hana og Natan eða eru hreinn skáldskapur. Áhorfandinn veit því aldrei hvað er byggt á raunveruleika og hvað ekki.

    Samfarir Hamfarir snertir á ýmsum flötum af því hvernig ung kona upplifir sig í nútímasamfélagi og hversu mikil áhrif atvik úr fortíðinni hafa á hana enn þann dag í dag. Það er árið 2015 en ennþá þurfa konur að passa upp á dyggð sína ef þær vilja vera metnar af verðleikum sínum.

    Hvað þýðir það að vera kona? Afhverju er það oft á tíðum svona mikil barátta? Hvers vegna megum við ekki haga okkur eins og karlmenn án þess að fá á okkur einhvern stimpil?

    Aðstandendur:
    Handrit: Natan Jónsson, Þórunn Guðlaugs
    Leikstjórn: Natan Jónsson
    Leikur: Þórunn Guðlaugs, Ársæll Níelsson, Aðalsteinn Oddsson
    Vídeó & Grafík: Frímann Kjerúlf Björnsson, Siggeir Magnús Hafssteinsson aka Sig Vicious
    Tæknimeistari: Kristinn Ágústsson
    Tónlist: Einar Sv. Tryggvason

    Sýningar:
    21 janúar 2016 – Kl. 20.30
    24 janúar 2016 – Kl. 20.30
    28 janúar 2016 – Kl. 20.30
    31 janúar 2016 – Kl. 20.30


    Nánar á tjarnarbio.is/256-samfarir-hamfarir.html



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!