júlí | 2022 | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Archive from júlí, 2022

    Flokkstjórinn – Einleikur

    júl 17, 2022   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Hólmfríður Hafliðadóttir í einleiknum Flokkstjórinn

    Útileikhús um unglinga og illgresi.

    Illgresið er okkar óvinur. Þetta eru kraftmiklar og frekar plöntur sem ógna því gróðurfari sem þegar er til staðar. Þær geta spírað mjög snemma á vorin og því berum við ábyrgð á að uppræta illgresið áður en það nær að mynda fræið. En ræturnar ná oft djúpt ofan í jarðveginn, og þá þarf meira til en litlar skóflur, einfara og hrífur.

    Leiksýningin „Flokkstjórinn“ byggir á reynslu Hólmfríðar sem flokkstjóri í unglingavinnu en starfið veitti innsýn í samskipti unglinga, eineltismenningu og hve grimm mannskepnan getur verið þegar hún þráir ekkert heitar en að tilheyra hópnum. Er til slæmt fólk? Eða einungis slæm hegðun? Þarf virkilega alltaf að stíga í spor karlmanna til að öðlast virðingu? Jafnvel óvæntasta fólk getur brotið þig niður, sama hversu mikil völd þú ert með í rýminu.

    Einleikurinn er sýndur á hringleikahúsinu Grandahvarfi, Kópavogi í júlí. Verkefnið er hluti af Skapandi sumarstörfum í Kópavogi og er styrkt af Kópavogsbæ. Panta þarf miða á tix.is, en frítt er inn á sýninguna!

    Sviðið er staðsett á horni Elliðahvammsvegar og Grandahvarfs. Strætó 28 stoppar hjá hringleikahúsinu, á biðstöð sem heitir Elliðahvammur. Einnig er nóg er af bílastæðum við sviðið. Verkið er sýnt utandyra, komið klædd eftir veðri. Áhorfendur sitja á grasþöktum tröppum. Sniðugt er að koma með pullur, tjaldstóla eða hvað annað sem þægilegt er að sitja á á meðan sýningunni stendur.
    Lengd: 40 mín.

    Höfundar:
    Hólmfríður Hafliðadóttir og Magnús Thorlacius

    Leikkona:
    Hólmfríður Hafliðadóttir

    Leikstjóri:
    Magnús Thorlacius

    Tónlist:
    Iðunn Einars

    Aðstoð við plakat:
    Tómas Óli K. M.

    Myndbönd:
    Hákon Örn Helgason

    Sérstakar þakkir:
    Vinnuskólinn í Kópavogi, Starfsfólk Molans, Steinunn hjá Starfsleikni, Soffía hjá Kópavogsbæ, fyrrum flokkstjórar, vinir og allir unglingarnir

    loading

    Takk fyrir að skrá þig!