mars | 2020 | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Archive from mars, 2020

    Stella í orlofi

    mar 4, 2020   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Hin óviðjafnanlega og óborganlega Stella í orlofi eftir Guðnýju Halldórsdóttur kemur, sér og sigrar leikhúsið!
    Um er að ræða glænýja leikgerð Gunnars Gunnsteinssonar og Leikfélags Hólmavíkur en Gunnar sjálfur leikstýrir verkinu.

    Uppsetningin er samstarfsverkefni Leikfélags Hólmavíkur og Grunn- og tónskóla Hólmavíkur og nýtur stuðnings Fjórðungssambands Vestfjarða og Strandabyggðar.

    Miðaverð er litlar 3500 kr en frítt er fyrir áhorfendur sem ekki tala íslensku.
    Miðapantanir eru hjá Ágústi í síma 841-0929.
     „Free entrance for those who do not speak Icelandic.“

    Ekki láta þetta einstaka tækifæri allra aldurshópa til að kitla hláturtaugarnar framhjá þér fara.

    Djákninn á Myrká í Tjarnarbíó

    mar 2, 2020   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Sýningin Djákninn á Myrká, sagan sem aldrei var sögð var frumsýnd í Samkomuhúsinu á Akureyri í maí 2019.

    ,,Við erum stödd í gamla daga, nánar tiltekið fyrir löngu síðan.” 

    Vegna fjölda áskorana verður þessi sprenghlægilega og farsakennda meðhöndlun á þekktustu draugasögu Íslandssögunnar sýnd í Tjarnarbíói í vor!

    Leikararnir Jóhann og Birna draga fram hverja pórsónuna á fætur annari, lesa á milli línanna og skálda í eyðurnar.

    Hér er á ferðinni hryllilegt gamanverk sem fær áhorfendur til að veltast um af hlátri.

    Síður:«12
    loading

    Takk fyrir að skrá þig!