febrúar | 2020 | Leikhus.is

  Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

  Nafn:

  Netfang:

  Fæðingarár:

  Símanúmer:

  Kyn:

  KarlKona

   
  Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

  Svar:

   
  Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

  Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

  Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

   


  Archive from febrúar, 2020

  Litla Hryllingsbúðin á Húsavík

  feb 6, 2020   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  Þann 25. janúar frumsýndi Leikfélag Húsavíkur leikritið Litla Hryllingsbúðin eftir Howard Ashman og Alan Menken í leikstjórn Völu Fannell í Samkomuhúsinu á Húsavík.

  Litla Hryllingsbúðin er sígildur rokksöngleikur, fyrir alla fjölskylduna, fullur af húmor, kraftmikilli tónlist, heillandi persónum og krassandi söguþræði. Verkið fjallar um erkilúðan Baldur sem lifir frekar óspennandi lífi. Hann eyðir fábrotnum dögum sínum við vinnu í blómabúðinni hans Markúsar. Hann lætur sig dreyma um ástir Auðar sem vinnur með honum í búðinni. Dag einn uppgötvar Baldur undarlega plöntu sem hann nefnir Auði II í höfuðið á sinni heittelskuðu. Plantan vekur óskipta athygli og viðskiptin blómstra sem aldrei fyrr og Baldur verður stöðugt vinsælli. Kvöld eitt kemur í ljós að plantan getur talað og hún lofar Baldri frægð og frama, gulli og grænum skógum. En sá galli er á gjöf Njarðar að plantan nærist á mannablóði og vill helst fá ferskt mannakjöt að borða. Inn í söguna blandast svo kærasti Auðar, tannlæknir með kvalarlosta og atburðarrásin tekur óvænta stefnu.

  Leikfélag Húsavíkur fagnar í ár 120 ára afmæli og besta afmælisgjöfin væri sú að allir þeir sem vettlingi geta valdið komi til okkar í Gamla Samkomuhúsið, skemmti sér yfir Litlu Hryllingsbúðinni og fagni um leið með okkur 120 ára afmælinu.

  Er ég mamma mín?

  feb 5, 2020   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  Tvær sögur – eða alltaf sama sagan?
  Borgarleikhúsið – Einn daginn neitar húsmóðirin að leika hlutverk sitt og hættir að sinna heimilinu. Hún fer í verkfall, leggur niður störf og leirtauið safnast upp. Hvernig tekst heimilisfólki að aðlagast breyttum hlutverkum kynjanna og nýjum valdahlutföllum? Verkið er fjölskyldusaga sem sögð er á tveimur mismunandi tímabilum með áherslu á áhrif hverrar kynslóðar á þá næstu og samskipti hjóna í blíðu og stríðu. Er hægt að brjótast undan hlutverkunum? Eða verður þú alltaf mamma þín?

  María Reyndal hefur á undanförnum árum getið sér gott orð sem höfundur og leikstjóri. Kvenfélagið Garpur, sem setur upp verkið í samstarfi við Borgarleikhúsið, hefur áður vakið athygli fyrir Mannasiði og Sóleyju Rós, ræstitækni sem hlaut fimm Grímutilnefningar og tvenn Grímuverðlaun árið 2017 fyrir leikrit ársins og leikkonu ársins í aðalhlutverki. Mannasiðir var páskamynd RÚV 2018 og hlaut 4 Eddutilnefningar og var valið besta leikna sjónvarpsefni ársins 2018. 

  Verkið er styrkt af Leiklistarráði, Starfslaunasjóði listamanna og Reykjavíkurborg.

  Alladín og töfralampinn

  feb 5, 2020   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  Nemendamótsnefnd Verzlunarskóla Íslands setur upp ár hvert stórglæsilegan söngleik.Í ár varð söngleikurinn Alladín og töfralampinn fyrir valinu sem er byggður á Disney teiknimyndinni Aladdin sem var gefin út árið 1992 og endurgerð leikin útgáfa árið 2019.

  Þessi söngleikur hefur aldrei verið settur upp af þessari stærðargráðu á Íslandi. Söngleikurinn verður sýndur í Austurbæ og er það Agnar Jón Egilsson sem leikstýrir sýningunni. Listrænir stjórnendur eru annars Pálmi Sigurhjartarson tónlistarstjóri og Rósa Rún dansstjóri.  Allir listrænir stjórnendur sýningarinnar hafa veigamikla reynslu og þekkingu á sínu sviði og verður öllu til tjaldað.

  Söngleikurinn í ár segir frá Alladín sem er fátækur þjófur sem einn daginn hittir fyrir slysni prinsessuna Jasmín án þess að gera sér grein fyrir því hver hún er. Hann varð ástfanginn af henni við fyrstu sýn en uppgötvar síðan seinna hvert hennar raunverulega hlutverk er. Alladín heldur að hann gæti bara verið með henni ef hann væri konungsborinn sem hann er svo sannarlega ekki. Hann leitar margra lausna og finnur að lokum töfralampa sem veitir honum þrjár óskir. Alladín reynir að nýta óskirnar til að heilla Jasmín og fjallar söngleikurinn um hvernig hann fer með óskirnar og í hvaða ævintýri töfralampinn leiðir hann.

  Þitt eigið leikrit II – Tímaferðalag

  feb 5, 2020   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  Þitt eigið leikrit er glæný tegund af leikhúsi sem varð til í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu árið 2019. Með þar til gerðum fjarstýringum stjórna áhorfendur sjálfir atburðarásinni!

  Í kjölfarið á sýningunni Þitt eigið leikrit I – Goðsaga, kemur ný sýning, Þitt eigið leikrit II – Tímaferðalag. Nýja sýningin er enn lengri og viðameiri en sú fyrri, og nú er haldið af stað í æsispennandi ferð um rúm og tíma!

  Ef þú gætir ferðast hvert sem er, fram eða aftur í tíma, – hvert myndirðu fara? Myndirðu reyna að hafa áhrif á fortíðina eða viltu kannski skoða framtíðina? Viltu eignast gæludýr sem er grameðla, reyna að bjarga einhverjum úr fortíðinni eða skjótast út í geim eftir hundrað ár? Valið er þitt!

  Leiksýningin Þitt eigið leikrit I – Goðsaga var tilnefnd til Grímunnar sem barnasýning ársins 2019.

  Aldursviðmið: 7-14 ára.

  Sjö sóttu um stöðu Borgarleikhússtjóra

  feb 5, 2020   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  Samkvæmt tilkynningu frá stjórn LR voru sjö sem sóttu um stöðu Borgarleikhússtjóra, sem auglýst var til umsóknar þann 16. janúar síðastliðinn. Stjórn Leikfélags Reykjavíkur mun nú vinna úr umsóknunum og birta niðurstöðu sína á næstu vikum, að því er fram kemur í tilkynningunni. Listi yfir umsækjendur  mun ekki verða birtur.

  Seinna ráðningartímabil Kristínar Eysteinsdóttur, núverandi Borgarleikhússtjóra, rennur út í júlí 2021. Umsóknarfrestur rann út þann 30. janúar síðastliðinn en í auglýsingu um umsóknarferlið var tekið fram að stjórn LR vildi undirbúa ráðningu eftirmanns Kristínar tímanlega.

  Kristín hefur verið leikhússtjóri frá árinu 2014. Nýr leikhússtjóri mun þó byrja að vinna með Kristínu strax í upphafi árs 2021.

  Síður:«123
  loading

  Takk fyrir að skrá þig!