maí | 2017 | Leikhus.is

Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

Nafn:

Netfang:

Fæðingarár:

Símanúmer:

Kyn: KarlKona
 
Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

Svar:

 
Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015.

Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.
 

Archive from maí, 2017

Mávurinn til Kína

maí 23, 2017   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

mavurinn stór

Mánudagsmorguninn 22. maí lagði hópur frá Borgarleikhúsinu af stað í tíu daga ferð til Macao í Kína. Þar mun hópurinn sýna leikritið Mávinn eftir Anton Tsjékhov í þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur, sem var settur upp í húsinu leikárið 2015-16 í leikstjórn Yana Ross, á leiklistarhátíðinni Macao Cultural Arts Festival (MAF). Þau munu sýna verkið tvisvar á hátíðinni, laugardaginn 27. maí og sunnudaginn 28. maí.

Þetta er í þriðja skiptið sem hópurinn fer erlendis til að sýna þetta verk, en í þetta skiptið var hópnum boðið út af forsvarsmönnum leiklistarhátíðinnar í Macao. Áður hafði hópurinn farið til Póllands á Kontakt-hátíðina í Torun og til Tampere í Finnlandi. Verkið verður sýnt á íslensku en þýtt fyrir leikhúsgesti jafn óðum.

Leikarar í verkinu eru þau Björn Stefánsson, Hilmir Snær Guðnason, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Jóhann Sigurðsson, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Hjörtur Jóhann Jónsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Waraporn Chanse og Guðrún Snærfríður Gísladóttir. Leikstjóri er Yana Ross, leikmyndarhönnuður er Zane Pihlström, búningahönnuður er Filippía Elísdóttir, ljósahönnuður er Björn Bergsteinn Guðmundsson, tónlist Gísli Galdur Þorgeirsson, hljóðmynd Baldvin Þór Magnússon, myndbandhönnun Algirdas Gradauskas, hár og förðun Árdís Bjarnþórsdóttir, og aðstoðarleikstjóri er Hlynur Páll Pálsson.

Þess má geta að hópurinn verður með daglegar færslur og myndir frá ferðinni á Facebook-síðu Borgarleikhússins og þá mun hópurinn einnig vera virk á SnapChat aðgangi Borgarleikhússins, @borgarleikhusid.

Þura Stína Kristleifsdóttir

maí 10, 2017   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

VIÐTALIÐ: BAK VIÐ TJÖLDIN

Hver ert þú og hvað ertu að gera í dag?
Ég er grafískur hönnuður á daginn á Brandenburg. DJ SURA á kvöldin og plötusnúður í hljómsveitunum Reykjavíkurdætur og Cyber.

Í hvaða stjörnumerki ertu?
Bogmaður.

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
Söngkona.

Hver er þinn helsti kostur og helsti galli?
Ég er óþægilega stundvís og ef ég tek að mér verkefni verð ég að gera þau 100%.
Helsti galli er kannski að ég kann nánast ekki að segja nei og langar að gera allt. Get líka stundum verið aðeins of mikið skipulagsfrík.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Pizza, pasta, rauðvín og bara allt ítalskt sko.

Hvaða sýningu sástu síðast í leikhúsi?
Fór seinast á Sölku Völku og hún var frábær. Þá sérstaklega Blær.

Hvaða áhugamál áttu þér?
Allt það skemmtilega sem ég vinn við, hönnun, tónlist og tónlist og svo skútusiglingar – sem ég þrái að fara að gera aftur. Auðvitað ferðalög líka og nýjir staðir.

Hvernig tónlist hlustar þú mest á?
Hlusta mest á hiphop en ég er með rosalega víðan tónlistarsmekk svo það er mjög erfitt fyrir mig að svara þessu. Hlusta t.d. nánast aldrei á hiphop í vinnunni sem eru alveg 8 tímar á dag.

Hvað fer mest í taugarnar á þér?
Fólk sem virðir ekki tíma og vinnu hjá öðrum ok ég er mjög bitur út í óstundvíst fólk, það fer ekkert mest í taugarnar á mér. Reyni að láta sem minnst fara í taugarnar á mér, ef það tengist fólki eða neikvæðri orku reyni ég frekar að umgangast það minna eða losa það frá mér ef það virkar ekki að breyta því í jákvæða orku.

Hver er þinn uppáhaldsstaður á Íslandi?
Ég er mest á Suðurlandi og elska að fara í sumarbústaðinn minn. En held ég verði að segja Seyðisfjörður og toppurinn á öllum fjöllum í Vestmannaeyjum á sumrin.

Hver er þinn uppáhaldsstaður erlendis?
Ég sá ekkert annað en New York þegar ég var yngri og man ekki hvað ég hef farið oft. En ég væri mest til í að flytja í lítið hérað í Ítalíu og bara vera.

HRAÐASPURNINGAR

Flytja til London eða New York?
New York.

Eiga hund eða kött?
Hund.

Borða heima heima eða úti daglega?
Úti.

Finnst þér betra að vinna á morgnanna eða kvöldin?
Morgnana.

Hvort drekkurðu bjór eða vín með matnum?
Hvorugt.

Hvort finnst þér skemmtilegra að lesa eða horfa á sjónvarp?
Sjónvarp.

Hvort manstu betur: Nöfn eða andlit?
Andlit.

Veldu: Sturtu eða bað?
Sturtu.

Veldu: RÚV eða Stöð 2?
Rúv.

Ef þú ættir að lýsa þér í einu orði – hvaða orð væri það?
Ákveðin.

Er eitthvað sem þú vilt segja að lokum?
Verið velkomin á RVKDTR the show í Borgarleikhúsinu!

Úti að aka

maí 1, 2017   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

úti að aka stor

Úti að aka er farsi eins og þeir gerast bestir. Jón Jónsson, leigubílstjóri, er ekki allur þar sem hann er séður; hann á tvær eiginkonur, þær Guðrúnu í Hafnarfirði og Helgu í Mosfellsbæ. Guðrún veit ekki af Helgu og Helga hefur ekki hugmynd um Guðrúnu og Jón brunar sæll og glaður milli bæjarfélaga til að sinna báðum heimilum. En Adam var ekki lengi í Paradís! Börnin hans, af sitt hvoru hjónabandinu, kynnast fyrir slysni á Facebook og plana stefnumót. Til að afstýra stórslysi kokkar Jón upp fjarstæðukenndan lygavef þar sem enginn veit lengur hvað snýr upp og hvað niður. Á endanum er ekki ljóst hver hefur leikið á hvern eða hver er í rauninni úti að aka.

Höfundurinn Ray Cooney er farsælasta gamanleikjaskáld samtímans. Borgarleikhúsið hefur áður sýnt verk hans við gríðarlegar vinsældir og metaðsókn, Viltu finna milljón, Nei, ráðherra! og Beint í æð! Gísli Rúnar Jónsson íslenskaði og staðfærði öll verkin við afbragðs viðtökur.

Í Úti að aka er einvala hópur leikara undir stjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar.

Úr gagnrýni:

,,Þær Ilmur og Halldóra voru mjög góðar í sínum hlutverkum” – Víðsjá, Rúv.

,,… hér var sett upp sýning af fagmennsku, leikurinn góður og mikið hefur verið lagt í sýninguna sjálfa” – Víðsjá, Rúv.

,,Og Bergur Þór Ingólfsson stelur hreinlega senunni” – SBH. Morgunbl.

,,Þetta er alveg eiturhresst” – SB. Kastljós.

,,Leikararnir njóta sín mjög vel þarna. Þetta eru náttúrlega súper leikarar” – HA. Kastljós.

,,Skemmtileg kvöldstund” – SB. Kastljós.

,,Bergur Þór kann augljóslega sitt fag” – SJ. Fréttablaðið.

 

loading