apríl | 2017 | Leikhus.is

Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

Nafn:

Netfang:

Fæðingarár:

Símanúmer:

Kyn: KarlKona
 
Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

Svar:

 
Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015.

Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.
 

Archive from apríl, 2017

Agnes Wild

apr 27, 2017   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

VIÐTALIÐ: BAK VIÐ TJÖLDIN

Hver ert þú og hvað ertu að gera í dag?
Ég er leikstjóri og leikkona.
Ég rek Miðnætti sviðslistahóp. Núna þessa dagana er ég ásamt miðnætti að leikstýra sýningunni ‘Á eigin fótum’ sem verður frumsýnd í Tjarnarbíó 29. apríl.
Á eigin fótum er falleg, fræðandi og fjörug Bunraku brúðusýning ætluð börnum frá tveggja ára og fjölskyldum þeirra.

Í hvaða stjörnumerki ertu?
Ég er vog.

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
Ég ætlaði alltaf að verða forseti.

Hver er þinn helsti kostur og helsti galli?
Minn helsti galli er hvað ég á erfitt með að vakna á morgnanna og minn helsti kostur myndi ég segja er að ég get sofnað við nánast hvaða hávaða sem er.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Forsoðnar kartöflur.

Hvaða sýningu sástu síðast í leikhúsi?
GRRRRRLS í Tjarnarbíói, sýningin er alveg æðisleg. Ég er búin að sjá hana þrisvar sinnum núna og hún er alltaf jafn frábær.

Hvaða áhugamál áttu þér?
Ég stunda líkamsrækt mjög mikið.

Hvernig tónlist hlustar þú mest á?
Ég er allgjör alæta á tónlist en ég hlusta mikið á söngleiki. Núna er í uppáhaldi já mér Zanaka platan sem Jain.

Hvað fer mest í taugarnar á þér?
Slabb.

Hver er þinn uppáhaldsstaður á Íslandi?
Hornstrandir.

Hver er þinn uppáhaldsstaður erlendis?
York í Bretlandi.

HRAÐASPURNINGAR

Flytja til London eða New York?
London.

Eiga hund eða kött?
Hund.

Borða heima heima eða úti daglega?
Úti.

Finnst þér betra að vinna á morgnanna eða kvöldin?
Kvöldin.

Hvort drekkurðu bjór eða vín með matnum?
Hvorugt.

Hvort finnst þér skemmtilegra að lesa eða horfa á sjónvarp?
Sjónvarp.

Hvort manstu betur: Nöfn eða andlit?
Andlit.

Veldu: Sturtu eða bað?
Sturtu.

Veldu: RÚV eða Stöð 2?
Rúv.

Ef þú ættir að lýsa þér í einu orði – hvaða orð væri það?
Subba.

Er eitthvað sem þú vilt segja að lokum?
Allar upplýsingar um Á eigin fótum má finna hérna:

Á eigin fótum

Hlakka til að sjá sem flesta í Tjarnarbíói í Apríl og Maí.

Mamma Mia enn í gangi

apr 25, 2017   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

mammamia stór

Yfir 54 milljónir manna um allan heim hafa hrifist með og fallið fyrir persónum, sögu og rífandi fjörugri tónlist ABBA í söngleiknum heimsfræga MAMMA MIA. Enn fleiri hafa séð bíómyndina með Meryl Streep í aðalhlutverki en sagan segir frá einstæðri móður sem undirbýr brúðkaup einkadóttur sinnar. Forvitni dótturinnar ungu um uppruna sinn verður til þess að hún býður á laun þremur gömlum kærustum móður sinnar í brúðkaupið í því skyni að komast að því hver þeirra sé faðir hennar. Nú eru góð ráð dýr; feðurnir vilja allir eiga dótturina og móðirin þarf að horfast í augu við skrautlega fortíð sína – úr verður syngjandi skemmtilegur tilfinningarússíbani fyrir alla viðstadda.

Forsalur Borgarleikhússins opnar kl 18:30 fyrir sýningar þar sem tónlist, kokteilar og glæsilegur leikhúsmatseðill er. Þörf er að panta sumt af matseðli með dagsfyrirvara. Sjá nánar hér 

Unnur Ösp Stefánsdóttir tekst hér á við einn frægasta söngleik allra tíma með einvala hóp listamanna sér við hlið. Saman bjóða þau okkur uppá ómótstæðilega gleðisprengju, sannkallaða stórsýningu sem hrífur unga sem aldna!

Catherine Johnson (1957) er breskur leikrita- og handritshöfundur, best þekkt fyrir handrit sitt að kvikmyndinni og söngleiknum Mamma mia sem farið hefur sigurför um heiminn.

ABBA (1972) var sænsk popphljómsveit sem sló í gegn um allan heim á áttunda áratugnum. Hljómplötur þeirra eru með söluhæstu hljómplötum allra tíma.

Úr gagnrýni:

„Sýningin er alveg með ólíkindum fagleg og flott.“ SA – tmm.is

„dúndurfjör frá upphafi til enda“ HA. Kastljós

„Stórkostlegt“ HA. Kastljós

Lokasýning Improv Íslands

apr 25, 2017   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

improvisland stór

Á morgun, 26. apríl verður lokasýning Improv Íslands í Þjóðleikhúskjallaranum.

Á síðasta leikári var fullt á nær allar spunasýningar Improv Ísland í Þjóðleikhúskjallaranum og stór hluti áhorfenda kom aftur og aftur enda eru engar tvær sýningar eins og engum leiðist að hlæja!

Í október og nóvember býður hópurinn upp á fjölbreyttar og ófyrirsjáanlegar grín-spunasýningar í Þjóðleikhúskjallaranum á hverju miðvikudags- og föstudagskvöldi. Hópurinn sýnir ólík spunaform og fær til sín ýmsa þjóðþekkta gesti. Í leikhópnum eru rúmlega 30 spunaleikarar sem skiptast á að sýna í hverri viku.

Dóra Jóhannsdóttir er listrænn stjórnandi Improv Ísland. Undirleikarar með spunnum söngleikjum eru Pálmi Sigurhjartarson og Karl Olgeirsson. Frekari upplýsingar um hópinn er að finna á improviceland.com

Improv festival

apr 25, 2017   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

improvisland stór

IMPROV FESTIVAL 2017

Forsala hafin, 4900kr öll 4 kvöldin.

MIÐVIKUDAGUR 5.APRÍL – ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARINN  Kl 20:00
IMPROV ÍSLAND (IS)
Improv Ísland sýnir á hverjum miðvikudegi í Þjóðleikhúskjallaranum. Þau sýna á fyrstu sýningu alþjóðlega langspunafestivals Íslands með sýningu þar sem hópurinn kemur fram ásamt sérstökum gestum.
Improv Iceland was founded in 2015. The group consists of 20 improvisers. In their shows they do musicals, Harolds and other longforms. Featuring special guests.
FIMMTUDAGUR 6.APRÍL – ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARAINN Kl 20:00
PHIL LUNN IS (UK)
Phil Lunn kemur frá London, hann spinnur kabarettlög einn síns liðs.
Phil Lunn from London improvises songs in character as a cabaret singer.
ANDREW SISTERS (US)
Andrew Sisters koma frá New York og dúettinn mynda Andrew Cornelius og Andrew Fafoutakis.
‘Time Out New York Critics’ Pick’ The Andrews Sisters formed in the fall of 2010. As a duo, they’ve played many stages and festivals both nationally and internationally including New York City, Philadelphia, Boston, Barcelona, Finland, and many more.
BIG FAT FATTIES (US)
Big Fat Fatties eru nokkrir af bestu spunaleikurum UCB í New York.
Langan Kingsley is a writer and performer based in Los Angeles, CA. She has performed improv and sketch comedy at UCBNY and UCBLA, and currently is a writer for Funny or Die.
Josh Sharp is a NYC-based comedian who was named a Comedy Central „Comic to Watch“ and included on Vulture’s „Comics You Should Know“. With Aaron Jackson,  he recently optioned his lewdy crudey queer musical „Fucking Identical Twins“ to 20th Century Fox and is currently writing the feature adaptation.
Aaron Jackson is a writer and performer based in NYC. He’s appeared on ‘Broad City’ and ‘The Detour.’ With Josh Sharp, he is currently writing the feature adaptation of their show ‘Fucking Identical Twins.’
FÖSTUDAGUR 7.APRÍL – ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARINN Kl 19:00
NICK JAMESON (US/IS)
Nick Jameson spinnur fyrir áhorfendur eins manns söngleik. Nick hefur spunnið söngleiki í 27 ár.
Nick Jameson is an improvisor who’s moved to Iceland from LA. He spent many years performing the Harold with Second City and Interplay, and has done every kind of improv with groups such as Theater Sports, Acme Comedy Theater, Off The Wall, Improv Olympic etc.. He specializes in musical improv.
NOTHING BUT THE TRUTH (SE)
Scent ID er sænskur spunahópur sem kemur hingað með sýninguna sýna Nothing but the truth. Sýningin gerist í dómssal og áhorfendur eru kviðdómur.
Scent ID comes from Sweden. The audience is the jury in the improvised trial of the century. Nothing but the Truth is a surrealistic court room drama, where the audience is the jury.
BRONSON IMPROV (US)
Bronson Improv er hópur frá New York og þau spinna sýningu í anda hasarbíómynda.
Bronson is a house team at the Reckless Theatre (established by Christian Capozzoli, celebrated author of „The Aerodynamics of Yes“) in New York City. They perform improvised action movies.
SVANURINN (IS)
Svanurinn er sjálfstæður hópur innan Improv Ísland. Þeir sýna svokallað ,,Monoscene,, sem gerist á einum stað, á einum tíma.
Svanurinn is a team from Improv Iceland. They perform a Monoscene.
LAUGARDAGUR 8.APRÍL – KASSINN Kl 19:00
GREAT GRANDKIDS (IS/US)
Great Grandkids er hálf íslenskt/hálf amerískt spunalið. Þau urðu til í Berlín Comedy Café í Berlín. Þau hafa spunnið víða um Berlínarborg og eru nú í fyrsta sinn að koma fram í Reykjavík.
Great Grandkids is a team of Icelandic and American improvisers. They formed at the Comedy Cafe in Berlin. They are performing for the first time in Reykjavik.
CIE LE THEATRE (FR)
Cie Le Theatre koma frá Frakklandi. Þau eru þekkt fyrir langspuna tækni sína og söngleiki sem byggist á tækni . Þau hafa ferðast víða um heim og eru hingað komin með sýninguna sína, Random.
Cie Le Theatre from France performs their show Random. Random is a freeform Improv Show From . With no suggestion, actors and musicians bring you on board into different universes.
YOUTHS (US)
Youths koma frá The Magnet Theatre í New York. Þau eru þekkt fyrir ærslafullar og orkumiklar spunasýningar.
Youths is a house team at The Magnet Theatre in New York. They perform silly, high-energy long form improv.
NORTH COAST (US)
North Coast koma frá New York og munu flytja fyrir áhorfendur hip hop spuna.
With a cast of improv comedy veterans in New York City, North Coast’s explosive performances have been packing comedy venues, universities, and festivals nationwide since 2009. The show’s improvised scenes escalate into full-blown hip-hop songs, facilitated by resident beatboxer, Ethan “Exacto” Scott. With their seamless melding of comedic timing and freestyle rapping abilities, North Coast frequently blurs the line between comedy show and concert, drawing audiences from the comedy, hip-hop, and theater communities for an experience that has been hailed as “mind-blowing” and “next level” by critics and audiences alike.
Named one of the “Top Ten Best Comedy Shows”  by Time Out New York, North Coast has been featured on Vh1, in Slate’s Podcast The Gist, The Village Voice, and The New York Times Comedy Listings. Currently, you can catch them performing every Saturday night in New York City at The Peoples Improv Theater.

Tímaþjófurinn

apr 9, 2017   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

tímaþjófurinn stor

Einstakt verk um ástina – um óslökkvandi þrá, höfnun og missi.

Hin vel ættaða, sjálfsörugga og glæsilega Alda Ívarsen, tungumálakennari við Menntaskólann í Reykjavík, sem ætíð hefur boðið heiminum byrginn, reynist varnarlaus þegar ástin loks grípur hana fyrir alvöru, óvænt og miskunnarlaust.

Steinunn Sigurðardóttir er einn virtasti rithöfundur þjóðarinnar. Skáldsaga hennar Tímaþjófurinn hefur átt miklum vinsældum að fagna bæði hér heima og erlendis frá því hún kom út árið 1986. Nú birtist verkið í fyrsta sinn á leiksviði.

Einstakt skáldverk um leynilegt ástarævintýri, höfnun og missi, og þá sársaukafullu þráhyggju sem ást í meinum getur orðið. Verk sem er skrifað af djúpum mannskilningi og meitluðum húmor.

Í uppsetningu Unu Þorleifsdóttur öðlast skáldsaga Steinunnar nýtt líf á leiksviðinu á einstakan og hrífandi hátt. Samspil texta, tónlistar og sviðshreyfinga skapar margslunginn heim ástar, höfnunar og þráhyggju.

„Vígvöllur ástarinnar er áþreifanlegur í þessu flotta verki og það má með sanni segja að skáldsaga Steinunnar Sigurðardóttur fái það rými sem hún á skilið á sviði Þjóðleikhússins.“

GB, Víðsjá

„alveg svakalega vel gert“

„Alveg svakalega vel gert … þeim tekst að skapa mjög áhugaverða og spennandi leiksýningu, sem er af mjög miklum listrænum gæðum … eitthvað sem mér finnst að fólk eigi bara að fara að sjá“

HA, Kastljós

„einn af okkar færustu leikstjórum“

„Una Þorleifsdóttir hefur sýnt undanfarin ár að hún er einn af okkar færustu leikstjórum og er Tímaþjófurinn fullkomið dæmi um hvernig hægt er að aðlaga eitt listaverk og skapa úr því nýtt verk sem getur staðið eitt og sér og á sínum eigin forsendum.“

GB, Víðsjá

„glæsilegt listaverk“

„…skapa glæsilegt listaverk á sviðinu þar sem hvað styður við annað á áhrifamikinn hátt … Aðdáendur skáldsögunnar flykkjast nú í leikhúsið en óskandi er að þangað rati líka nýir njótendur og sökkvi sér í unaðinn og kvölina í ástarsorg Öldu Ívarsen“

SA, tmm.is

„hnitmiðuð og eftirminnileg sýning“

„… hnitmiðuð og eftirminnileg sýning … Una heldur fast utan um framvinduna, vinnur vel með gríðarsterkum leikhópi…“

SJ, Fbl.

 

Álfahöllin

apr 9, 2017   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

álfahöllin stor

Ný sýning eftir Þorleif Örn Arnarsson, unnin í samvinnu við listafólk Þjóðleikhússins.

Á Stóra sviði Þjóðleikhússins, í álfahöllinni miðri, sviðsetur Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri og samverkafólk hans þætti úr sögu íslenskrar leiklistar.

Er leikhúsið síðasti raunverulegi samkomustaður samfélagsins, á tímum netvæddra samskipta og einstaklingstækja? Er leikhúsið staður þar sem er hægt að brúa bilin í samfélagi okkar?

Listafólk leikhússins leggur af stað í óvissuferð, með gleði, sköpunarkraft og mennsku í farteskinu, og býður þjóðinni upp á tækifæri til þess að hittast og skoða sjálfa sig í spegli listarinnar.

loading