apríl | 2016 | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Archive from apríl, 2016

    Vinnslan

    apr 9, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    vinnslan stor

    Vinnslan #10 verður haldin þann 9. apríl í Tjarnarbíó!

    Þetta verður sannkölluð listahátíð en um 30 listamenn og hópar sýna verk sín í vinnslu fyrir áhorfendur.

    Vinnslan mun fylla leikhúsið af myndlist, lifandi tónlist, gjörningum, dansi, leikhúsverkum, videólist og fleiru!

    Þau enda svo kvöldið með tónleikum og þá er tilvalið að dansa af sér veturinn!

    Komdu og upplifðu það ferskasta sem er að gerast í listum í dag!

    Dagskrá frá kl: 19:30-23:00

    Húsið og barinn opna klukkustund áður en viðburður hefst.

    Miðaverð er 2000 kr. og miðasala fer fram á Miði.is.

    vinnslan.com

    ≈ [um það bil]

    apr 8, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    umþaðbil stór

    Glænýtt verk eftir þekktasta samtímaleikskáld Svía, bráðfyndið og harkalegt í senn.

    Sýningin er sýnd í Kassanum í Þjóðleikhúsinu.

    Hvað færðu há laun fyrir vinnu þína? Í þágu hvers ertu að vinna? Í þessu nýja verki kynnumst við fjölskrúðugum hópi fólks þar sem hver og einn glímir við markaðslögmálin með sínum hætti.

    Margrét lætur sig dreyma um að sleppa út úr hagkerfinu, Máni vill rústa því. Andrej vill fá vinnu, Freyja vill hefnd. Þau fjárfesta í frímerkjum og furuhnetum, draumórum og ilmvötnum, barnavögnum og hugsjónum.

    Hvernig hefur hagkerfið sem við lifum í áhrif á okkur, á það hvernig við horfum á hlutina, hvernig við notum tungumálið, hvernig við beitum líkama okkar?

    ≈ [um það bil] eftir Jonas Hassen Khemiri er í senn bráðfyndið og ágengt verk þar sem er leitast við að veita áhorfendum sem fjárfest hafa í leikhúsupplifun kvöldsins hæsta mögulega skemmtunarvirði á hvern keyptan miða. Hvað þarf raunverulega til, til þess að leikrit sé miðaverðsins virði?

    Verkið var frumsýnt á Dramaten í Stokkhólmi á liðnu hausti og hefur notið gífurlegra vinsælda í Svíþjóð.

    Hægt er að kaupa miða hér: https://midi.is/kaupamidas=%252fImKipYAVizBNYV%252fsPXL6fu9mLkFJ95k%252brtP4lqB2G2Xv8byFiAZo

    Borgarleikhúsið leitar að dansandi og syngjandi börnum

    apr 6, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    blaihnötturinn stor

    Borg­ar­leik­húsið leit­ar nú að 22 börn­um til að fara með hlut­verk í Sög­unni af bláa hnett­in­um eft­ir Andra Snæ Magna­son. Verkið verður fyrsta upp­færsla næsta leik­árs og leik­stýrt af Bergi Þór Ing­ólfs­syni sem jafn­framt sem­ur leik­gerð en tón­list­in verður í hönd­um Kristjönu Stef­áns­dótt­ur. Æfing­ar hefjast í maí en áætluð frum­sýn­ing er 17.sept­em­ber.

    Leitað er að börn­um sem geta sungið, dansað og leikið, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá leik­hús­inu. Öllum krökk­um á aldr­in­um átta til fjór­tán ára er boðið að taka þátt í pruf­un­um sem fara fram dag­ana 7. Til 15. apríl. Skrán­ing fer fram í Borg­ar­leik­hús­inu miðviku­dag­inn 6. apríl klukk­an 16.

    Sag­an af Bláa hnett­in­um eft­ir Andra Snæ hef­ur komið út á 12 tungu­mál­um og hlaut ís­lensku bók­mennta­verðlaun­in árið 1999, Jan­usz Korczak hon­orary aw­ard 2000 og Vestn­or­rænu Barna­bóka­verðlaun­in 2001. Hún seg­ir frá blá­um hnetti lengst úti í geimn­um þar sem búa hálf­gerð villi­börn sem full­orðnast ekki.

    Eitt kvöldið þegar Brim­ir og Hulda eru stödd í Svörtu­fjöru birt­ist stjarna á himni sem stefn­ir beint á þau. Stjarn­an lend­ir í fjör­unni með mik­illi spreng­ingu en í reykn­um mót­ar fyr­ir skugga­legri veru sem star­ir út í myrkrið. Þá hefst hættu­legt æv­in­týri sem leiðir börn­in um myrka skóga, djúpa dali og loft­in blá. Reyn­ir þá sem aldrei fyrr á vináttu og ráðsnilld barn­anna á bláa hnett­in­um.”

    Yfir strikið

    apr 5, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    yfirstrikid

    Stúdentaleikhúsið kynnir:

    Spennið beltin, læsið mæður ykkar inni og haldið ykkur fast því að Stúdentaleikhúsið ætlar yfir strikið.

    Við ætlum að segja allt sem má ekki segja. Allt sem ykkur langar til að sjá og heyra.
    Við bjóðum upp á söng, dans, show og gulan glamúr. Bara aðeins of mikið af öllu.

    Miðapantanir á studentaleikhusid@gmail.com

    Yfir strikið er leikstýrt af Ólafi S. K. Þorvaldz og er leikrit um fordóma án fordóma.

    Sýningar:
    Föstudaginn 15. apríl – FRUMSÝNING – UPPSELT
    Laugardaginn 16. apríl kl. 20:00 og 22:00
    Fimmtudaginn21. apríl kl. 20:00
    Föstudaginn 22. apríl kl. 20:00
    Laugardaginn 23. apríl kl. 20:00 og 22:00
    Miðvikudaginn 27. apríl kl. 20:00
    Fimmtudaginn 28. apríl kl. 20:00
    Laugardaginn 30. apríl kl. 20:00

    Sýnt í Gömlu Kartöflugeymslunum við Rafstöðvarveg. Kartöflugeymslurnar sjást á hægri hönd þegar ekið er upp Ártúnsbrekkuna.

    Hystory – sýnt á Akureyri

    apr 2, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Hystory stor

    Hystory – Sýnt í Hofi á Akureyri 1. og 2 apríl.

    ÞRJÁR VINKONUR SEM ERU EKKI VINIR Á FACEBOOK HITTAST OG DREKKA LANDA.

    Dagný, Begga og Lilja voru bestu vinkonur í grunnskóla. Þegar þær voru fimmtán ára hættu þær að tala saman. Síðan eru liðin tuttugu ár.

    Þær mætast stundum á förnum vegi: í Melabúðinni, á Ægisíðunni eða í ræktinni úti á Nesi. Þær brosa, kinka kolli, segja: Sæææl … en hendurnar dofna og þær verkjar í hjartað. Dagnýju finnst kominn tími til að þær hittist svo hún sendir þeim skilaboð á Facebook og býður þeim heim til sín í kaffi. Hana langar til að hreinsa andrúmsloftið en Beggu finnst ekki vera hægt að laga til í minningum annarra og Lilja man ekki neitt.

    Kristín Eiríksdóttir er myndlistarmenntaður rithöfundur. Fyrsta bókin hennar, Kjötbærinn, kom út árið 2004. Á eftir fylgdu svo ljóðabækurnar Húðlit auðnin (2006) og Annarskonar sæla (2008). Árið 2010 kom út smásagnasafnið Doris deyr og haustið 2012 sendi hún frá sér sína fyrstu skáldsögu, Hvítfeld – fjölskyldusaga. Hún hefur einnig skrifað tvö leikrit: Karma fyrir fugla ásamt Kari Ósk Grétudóttur, sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu í febrúar 2013 og Skríddu sem sett var upp í Borgarleikhúsinu í apríl 2013.

    Djúp spor

    apr 1, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    djúpspor stor

    Selma og Alex hafa ekki hist í fimm ár. Fyrir tilviljun hittast þau aftur og þurfa þá að gera upp drauga fortíðar, ákveða hvort þau séu tilbúin til að axla ábyrgð á gjörðum sínum og fyrirgefa.

    Smám saman raðast saman sú atburðarrás sem varð til þess að þau slitu sambandi og er ástæða þess að þau eiga erfitt með að halda áfram með líf sitt. Er hægt að fyrirgefa þeim sem þú elskar glæp sem framinn er í gáleysi?

    „Það er erfitt að hata einhvern þegar þú þarft mest á honum að halda.“

    Djúp spor er nýtt heimildarverk um baráttuna við ástina, áföll og fyrirgefninguna. Verkið er unnið út frá viðtölum við einstaklinga sem þekkja afleiðingar ölvunaraksturs af eigin raun. Við horfum á báðar hliðar málsins, þar sem við kynnumst bæði gerandanum og aðstandanda fórnarlambsins.

    Verkið er unnið og leikið af Jennýju Láru Arnórsdóttur og Jóel Sæmundssyni. Byggir það á raunverulegum atburðum, en Jenný Lára hefur áður unnið verkið Elska með þessari aðferð. Elska var unnið upp úr viðtölum varðandi hugmyndir fólks um ástina og sambönd. Það var sýnt víða á norðurlandi, í Reykjavík og á Act Alone leiklistarhátíðinni og hlaut góðar viðtökur.

    Leikstjóri er Bjartmar Þórðarson en hann hefur komið víða við sem leikstjóri, dramatúrg og leikari, nú síðast með eigin verki, Gripahúsinu, í Tjarnarbíói og í 90(210) Garðabæ í Kassa Þjóðleikhússins. Jóel hefur aðallega verið að vinna við sjónvarpsþætti og kvikmyndir undanfarið en síðast þýddi hann og setti upp Glerlaufin sem sýnt var í Norðurpólnum á Seltjarnarnesi.

    AÐSTANDENDUR
    Höfundar: Jenný Lára Arnórsdóttir og Jóel Sæmundsson
    Leikstjóri: Bjartmar Þórðarson
    Leikarar: Jenný Lára Arnórsdóttir og Jóel Sæmundsson
    Búningar: Sandra Hrafnhildur Harðardóttir
    Tónlist og hljóð: Mark Eldred
    Ljós: Arnar Ingvarsson
    Markaðssetning: Jenný Lára Arnórsdóttir, Katla Rut Pétursdóttir og Þórunn Guðlaugsdóttir
    Grafískur hönnuður: Sigurður Hólm

    SÝNINGARDAGAR
    31. mars, 20:30
    3. apríl, 20:30
    10. apríl, 21:00
    15. apríl. 20:30
    24. apríl, 20:30


    Verkefnið er styrkt af Minningarsjóð Lovísu

    Síður:«12
    loading

    Takk fyrir að skrá þig!