nóvember | 2015 | Leikhus.is

Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

Nafn:

Netfang:

Fæðingarár:

Símanúmer:

Kyn: KarlKona
 
Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

Svar:

 
Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015.

Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.
 

Archive from nóvember, 2015

300 sýningin!

nóv 29, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

howtobecomeicelandicin60min

Laugardaginn 28. nóvember 2015 var 300 sýningin af How to become Icelandic in 60 minutes sýnd í Hörpu.

Höfundur verksins er Bjarni Haukur Þórsson og leikstjóri er Sigurður Sigurjónsson. Leikarar eru Karl Ágúst Úlfsson og Örn Árnason.

Þetta er fjórða árið sem verkið hefur verið í sýningu í Hörpu. How to become Icelandic in 60 minutes er sambland af söguleikhúsi og uppistandi þar sem reynt verður að kenna þeim sem sýninguna sækja að verða Íslendingar. Þetta er sprenghlægileg klukkustundarlöng sýning sem ætluð er öllum þeim sem vilja læra hvað það er að vera Íslendingur. Samstarf Bjarna Hauks og Sigurðar ætti að vera íslensku þjóðinni vel kunnugt enda hefur samstarf þeirra getið af sér þrjár vinsælar sýningar; Hellisbúann, Pabbann og Afann.

Þetta er grín, án djók í Hörpuna.

nóv 20, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

þetta er grín án djóks stór

Þetta er grín á leið í Hörpuna, án djóks.

Menningarfélag Akureyrar mun senn fara með verkið Þetta er grín, án djóks í leikferð í höfuðborgina, en leikritið verður flutt í Eldborgar-sal Hörpu þann 28.nóvember. Þetta er grín án djóks, er sviðsetning Leikfélags Akureyrar í samstarfi við Menningarhúsið Hof og er samið af þeim Dóra DNA og Sögu Garðarsdóttur sem jafnframt leika aðalhlutverkin. Leikstjóri er Jón Páll Eyjólfsson.

Saga og Dóri eru uppistandarar og þau eru líka kærustupar. Þau elskast, rífast, semja brandara og eru ósammála um hvort betra sé að fara til New York eða á Hornstrandir til að rækta sambandið. Dóri og Saga eru kaldhæðin, upptekin af sjálfum sér og of mikið á netinu. Það er ekkert grín að vera einstaklingur í sjálfhverfu sambandi og í samkeppni við einu manneskjuna sem skilur mann. Það eina sem þau óttast er að segja óviðeigandi brandara og verða fyrir vikið jörðuð á öllum miðlum. En hvað er óviðeigandi brandari? Er grín ekki alltaf leikur á línunni? Og hversu óviðeigandi þarf mjög fyndinn brandari að vera til að maður sleppi honum? Er grín einhvern tímann ókeypis? Meira að segja fimm aura brandarar hafa verðmiða og hvað kostaði þá Grínverjinn?

Sýningin hefur verið sýnd fyrir fullu húsi í Hofi á Akureyri í haust og hefur hún hlotið einróma lof gagnrýnenda og áhorfenda. Nú gefst höfuðborgarbúum tækifæri til þess að njóta hennar.

Aðeins þessi eina sýning er fyrirhuguð í Reykjavík. Miðasala er hafin og hægt er að nálgast miða á vef Hörpu og á tix.is.

Improv Ísland ásamt Anthony Atamanuik

nóv 19, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

improv ísland antony stór

Improv Ísland ásamt Anthony Atamanuik – AÐEINS EIN SÝNING!
Einn besti spunaleikari New York, Anthony Atamanuik mun sýna með spunaleikurum frá Improv Ísland mánudagskvöldið 7.desember.
Anthony er í einum þekktasta spunaleikhóp Bandaríkjanna, Asssscat, ásamt Amy Poehler, Tinu Fey og fleirum. Hann hefur m.a komið fram í Broad City og 30 Rock og sýnir reglulega og kennir í UCB leikhúsinu í NY.

Stórkostlegir gestir koma fram með okkur sama kvöld:

Ingvar E leikur sitt hlutverk úr senu, á móti Anthony sem veit ekki um hvað senan er og spinnur á móti. Einnig kemur Ari Eldjárn og fer með sannsögulegan mónólóg út frá einu orði frá áhorfendum, og leikhópurinn spinnur sýningu ásamt Anthony inspireraða af því.

Karl Olgeirsson spilar undir frumsömdum söngleik.

Takmarkaður miðafjöldi í boði!

Næstu sýningar Improv Ísland eru ekki fyrr en í febrúar.

Miðasala á midi.is eða leikhusid.is

Öldin okkar

nóv 18, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

öldin okkar stór

Félagarnir Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson í hljómsveitinni Hundur í óskilum setja upp, í tilefni af 20 ára afmæli sveitarinnar, glænýtt leik- og tónverki sem kallast  Öldin okkar.

Hundinum er náttúrlega ekkert íslenskt óviðkomandi; hann gefur sig í tali og tónum að mannlífinu til sjávar og sveita, ræður í gjörðir stjórnmálamanna og spyr allra spurninganna sem brenna í brjóstum leikhúsgesta.

Frábær skemmtun með helstu tvenndarleikurum landsins!

Leikstjórn er í höndum Ágústu Skúladóttur, Axel Hallkell Jóhannesson sá um leikmynd og búninga og Björn Bergsteinn Guðmundsson sá um lýsingu. Sýningin er sýnd á Nýja sviði Borgarleikhússins.

Yfir til þín – Spaugstofan

nóv 9, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

spaugstofan stórFyrir 30 árum mynduðu fimm kumpánar hóp sem tók að hittast reglulega og hafa í flimtingum flest milli himins og jarðar. Sumir kölluðu þá rugludalla, aðrir kölluðu þá snillinga, enn aðrir dóna, klámhunda og guðlastara. Sjálfir kölluðu þeir sig Spaugstofuna. Þetta samstarf reyndist í meira lagi vanabindandi – og enn hefur þeim ekki tekist að hætta.

Nú birtast þeir á Stóra sviði Þjóðleikhússins með sýninguna Yfir til þín – Spaugstofan og hafa líklega aldrei verið ruglaðri. Að minnsta kosti er þeim ennþá ekkert heilagt.

Höfundar og leikarar: Karl Ágúst Úlfsson, Pálmi Gestsson, Randver Þorláksson, Sigurður Sigurjónsson, Örn Árnason

Söngtextar og bundið mál: Karl Ágúst Úlfsson

Tónlist: Karl Ágúst Úlfsson, Örn Árnason, Gunnar Þórðarson og fleiri

Tónlistarstjórn: Jónas Þórir Þórisson

 

Tímans Gestur í FG

nóv 6, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

tímansgestur stórLeikfélagið Verðandi, leikfélag Fjölbrautarskólans í Garðabæ stendur nú fyrir barnasýningu til að styrkja menningarleg tengsl við yngri deildir grunnskóla ásamt því að hafa fjáröflun fyrir leikfélagið sjálft, sem ætlar að setja upp söngleikinn South Park: Bigger, Longer & Uncut í leikstjórn Agnars Jóns Egilssonar.

Nemendur Fjölbrautarskólans í Garðabæ koma aðeins að verkinu. Tímans Gestur er eftir Reginn Tuma Kolbeinsson, Urði Bergsdóttur og Unni Agnesi Níelsdóttur. Verkið segir frá tímaflakkaranum Gesti, hann ferðast um tímann í kistu, sem ung stúlka að nafni Emilía á. Eitt kvöldið hittast þau og ferðast fram og aftur í tímann, þau hitta t.d. risaeðlur, vonda drottningu, dreka og fara meðal annars á tunglið.

Leikstjóri er Unnur Agnes Níelsdóttir. Tíu leikarar eru í sýningunni og bregða þau sér í ýmis hlutverk. Tímans Gestur verður frumsýnt þann 7. nóvember næstkomandi.

Tímans Gestur er bráðskemmtilegt og ævintýralegt verk sem hentar öllum börnum frá 1.-7. bekk í gruunskóla.

Upplýsingar um komandi sýningartíma og leikfélagið sjálft má finna á facebook síðu þeirra: https://www.facebook.com/verdandi?fref=ts

 

Aukasýning á Nazanin

nóv 3, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
nazanin stór
Aukasýning 18. nóvember!
Nazanin Askari er ung írönsk kona sem flúði frá Íran aftir Grænu byltinguna sem varð í kjölfar forsetakosninganna árið 2009. Ahmadinejad, þá sitjandi forseti, sigraði í kosningunum en talið var víst að svindlað hefði verið við talningu. Þjóðin þusti út á göturnar til að mótmæla, margir voru handteknir og fjöldi yfirgaf landið. Nazanin átti yfir höfði sér fangelsivist. Því flúði hún og tók ferðalagið um 2 ár.
Nazanin er pólitískur flóttamaður, hefur nú búið á Íslandi í rúmlega þrjú ár og bíður eftir ríkisborgararétti. Hún er menntuð ung kona frá góðum bakgrunni og átti farsælt líf í Íran þar til hún fór að skipta sér af stjórnmálum og brjóta þær reglur sem gilda um konur.
Nú stígur Nazanin á svið og segir sögu sína í eigin persónu. Hún er hreinskilin og afdráttarlaus í skoðunum og veitir okkur innsýn inní menningarheim sem er okkur í senn bæði fjarlægur og nálægur.
Ég fæddist fyrir 28 árum. Það eru liðin 36 ár síðan íran varð íslamskt ríki, síðan öllum konum var gert að ganga með slæður, ritskoðun komið á og frelsi borgara skert. Fyrir 36 árum breyttist allt í mínu landi. Það sem áður var slæmt, varð einungis verra. Draumar um betra líf eftir byltinguna 1979 urðu að engu.
Áhrifarík saga sem lætur fáa ósnortna.
Höfundur og leikstjóri
Marta Nordal
Flytjandi
Nazanin Askari
Videolist
Helena Stefánsdóttir
Aðstoðarkona
Hanna Steinmair
loading