október | 2015 | Leikhus.is

Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

Nafn:

Netfang:

Fæðingarár:

Símanúmer:

Kyn: KarlKona
 
Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

Svar:

 
Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015.

Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.
 

Archive from október, 2015

(90)210 Garðabær

okt 31, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

90210 garðabær stór

Það eina sem varpar skugga á annars fullkomið fjölskyldulíf í 210 Garðabæ er félagsmálaíbúð í stórri blokk í bænum. Þegar sonur Sóleyjar, fyrirmyndarhúsmóður, er lagður í einelti efast hún aldrei um hvar sökudólginn er að finna. Sóley og tvær bestu vinkonur hennar ákveða að taka málin í sínar hendur og banka upp á hjá „félagsmálapakkinu“ í blokkinni í Hrísmóum. Inngrip þeirra fer þó á allt annan veg en þær ætluðu sér í upphafi og skyndilega er hið fullkomna líf þeirra allra komið úr skorðum.

Meinfyndið og spennandi verk um hvað leynist undir sléttu og felldu yfirborðinu. Hversu langt eru húsmæðurnar í (90)210 Garðabæ tilbúnar að ganga til að halda sannleikanum leyndum?

Leikfélagið Geirfugl í samstarfi við Þjóðleikhúsið. (90)210 Garðabær er eftir Heiðar Sumarliðason, hann sér einnig um leikstjórn. Leikarar eru þau María Heba Þorkelsdóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Svandís Dóra Einarsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Vígdís Másdóttir. Leikfélagið Geirfugl í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Sýningin er styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Sýningin er styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

 

Þetta er grín, án djóks

okt 27, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

þetta er grín án djóks stórÞann 22. október, frumsýndi Menningarfélag Akureyrar glænýtt íslenskt verk í sviðsetningu Leikfélags Akureyrar og menningarhússins Hofs. Verkið ber titilinn Þetta er grín, án djóks og er eftir þau Halldór Laxness Halldórsson (Dóra DNA) og Sögu Garðarsdóttur.

Um er að ræða sprenghlægilegt gamanverk þar sem þau Saga og Dóri leika sig sjálf… ef þau væru kærustupar. Þau elskast, rífast, semja brandara og eru ósammála um hvort betra sé að fara til New York eða á Hornstrandir til að rækta sambandið. Dóri og Saga eru kaldhæðin, upptekin af sjálfum sér og of mikið á netinu. Það er ekkert grín að vera einstaklingur í sjálfhverfu sambandi og í samkeppni við einu manneskjuna sem skilur mann. Það eina sem þau óttast er að segja óviðeigandi brandara og verða fyrir vikið jörðuð á öllum miðlum. En hvað er óviðeigandi brandari? Er grín ekki alltaf leikur á línunni? Og hversu óviðeigandi þarf mjög fyndinn brandari að vera til að maður sleppi honum? Er grín einhvern tímann ókeypis? Meira að segja fimm aura brandarar hafa verðmiða og hvað kostaði þá Grínverjinn?

Sem fyrr segir eru það þau Saga og Dóri sem fara með aðalhlutverk sýningarinnar en auk þeirra stígur Benedikt Karl Gröndal á svið og er hann í hlutverki ákaflega misheppnaðs umboðsmanns þeirra skötuhjúa. 

Jón Páll Eyjólfsson leikstýrir gríninu og þá fara betri helmingar þeirra Sögu og Dóra með mikilvægt hlutverk í sýningunni. Magnea Guðmundsdóttir, eiginkona Dóra, hannar leikmynd og búninga fyrir verkið og kærasti Sögu, tónlistarmaðurinn Snorri Helgason, á hljóðmynd og útsetningar.

Leikfélag Selfoss frumsýnir Bangsímon

okt 27, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
BangsímonNú er komið að því sem allir krakkar hafa beðið eftir. Leikritið Bangsímon verður frumsýnt hjá Leikfélagi Selfoss laugardaginn 31. október kl. 15:00 í Litla leikhúsinu við Sigtún.

Bangsímon er hugljúft og skemmtilegt leikrit fyrir börn á öllum aldri.Það var fyrst sett á svið hjá leikfélaginu fyrir 20 árum síðan og hlökkum við til að kynna næstu kynslóð fyrir Bangsímoni og vinum hans í Hundraðekruskógi.

Það er heimkonan Guðfinna Gunnarsdóttir sem leikstýrir leikgerð Peter Snickars en hún var skrifuð eftir hinum ástsælu sögum A.A. Milne sem flestir þekkja og var það Sigríður Karlsdóttir sem þýddi leikritið, en þýðing söngtexta var í höndum Hönnu Láru Gunnarsdóttur.

Næstu sýningar eru eftirfarandi:
2. sýning 1. nóvember sunnudagur kl. 16:00
3. sýning 7. nóvember laugardagur kl. 14:00
4. sýning 7. nóvember laugardagur kl. 16:00
5. sýning 8. nóvember sunnudagur kl. 15:00
6. sýning 8. nóvember sunnudagur kl. 17:00

MIðverð er 1.500 kr. og hópatilboð á 1.200 kr miðinn fyrir tíu eða fleiri.

Miðasala er á leikfelagselfoss@gmail.com og í síma 482-2787

Athugið að sýningafjöldi verður takmarkaður.

Á rúmsjó

okt 20, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

rúmsjó stórLeikfélag Kópavogs frumsýnir á föstudaginn leikritið Á rúmsjó eftir Slawomir Mrozek. Segir það frá þremur skiprekamönnum sem eru svangir og vistirnar eru þrotnar. Þetta er súrt gamandrama.

Leikstjóri er Örn Alexandersson.

Sýningartímar:
Laugardaginn, 24. október.
Sunnudaginn, 25. október.
Fimmtudaginn, 19. október.
Sunnudaginn, 1. nóvember.
Fimmtudaginn, 5. nóvember.
Sunnudaginn, 8 nóvember.

Allar sýningar hefjast klukkan 20:00.

Sýningartími er 1 klukkutími. Verkið er sýnt í leikhúsinu, Funalind 2.

Miðasala er í síma 554 1985 og á kopleik.is.

Mávurinn

okt 20, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

mavurinn stór

Síðastliðinn föstudag, 16.október frumsýndi Leikfélag Reykjavíkur á Stóra sviðinu Mávinn eftir Anton Tsjékhov í leikstjórn Yana Ross.

Mávurinn er eitt stórbrotnasta leikrit rússneska leikskáldsins Antons Tsjékhovs. Það er eitt besta leikrit allra tíma, gamansamt og alvarlegt í senn. Mávurinn fjallar um lífið sjálft, en þó einkum um líf í listum, ástir og ástleysi. Símon elskar Maríu, María elskar Konna, sem elskar Nínu, sem elskar rithöfundinn sem elskar bara sjálfan sig. Vonlausir listamenn, virtir eða misheppnaðir, reyndir eða barnalegir, í upphafi ferils eða við endalok hans. Nístandi gamanleikur um spurninguna eilífu: Hvernig eigum við að lifa? Ógleymanleg, ljúfsár mynd af manneskjunni. Eins og alltaf þrá allir hið ómögulega, þrá breytingar fyrir tilstilli listarinnar eða ástarinnar.

Anton Pavlovitsj Tsjékhov er eitt mikilvægasta leikskáld allra tíma. Leikrit hans hafa verið á fjölum leikhúsa um allan heim sleitulaust síðustu eitthundrað tuttugu og fimm ár. Leikritið var frumsýntt í Alexandra-leikhúsinu í Moskvu árið 1896. Þetta er í fyrsta sinn sem Mávurinn er sýndur á fjölum Borgarleikhússins. Verkið var áður sýnt í Iðnó árið 1971 og í Þjóðleikhúsinu fyrir næstum aldarfjórðungi. Leikstjóri er litháíska leikstýran Yana Ross sem vakið hefur mikla athygli bæði í heimalandi sínu og víða um heim ekki síst fyrir nýstárleg og kraftmikil tök á sígildum leikritum.

Aðstandendur
Höfundur: Anton Tsjékhov | Þýðing: Ingibjörg Haraldsdóttir | leikstjóri: Yana Ross| Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson | Leikmynd: Zane Pihlström | Búningar: Filippía Elísdóttir | Lýsing Björn Bergsteinn Guðmundsson |Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir | Myndbandshönnuður: Algirdas Gradauskas | Hljóð: Baldvin Magnússon | Textayfirferð: Eiríkur Örn Norðdahl |  Leikarar: Björn Stefánsson, Björn Thors, Guðrún S. Gísladóttir, Hilmar Guðjónsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Jóhann Sigurðarson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Þuríður Blær Jóhannsdóttir

KK í Borgarleikhúsinu

okt 14, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

KK stór

Fimmtudaginn 15.október kl 20 frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur á Litla sviðinu nýtt íslenskt verk, Vegbúar eftir KK og Jón Gunnar Þórðarson. KK fer með eina hlutverk sýningarinnar en leikstjórn er í höndum Jóns Gunnar Þórðarsonar.

Tónlistarmaðurinn KK stígur á svið og segir sögu gítaranna sinna sem hafa fylgt honum í blíðu og stríðu í gegnum árin. Hann greinir frá uppruna þeirra og sérstökum tengslum sínum við hvern og einn þeirra – allir tengjast þeir á einn eða annan hátt skrautlegu lífi og örlögum erlendra trúbadora sem áttu það sameiginlegt að þrá réttlæti og frelsi. í verkinu tvinnast þessar sögur saman við lífshlaup KK sjálfs, spurt er um mikilvægi tónlistarinnar, mátt hennar í hörðum heimi og leitina eilífu að hinum „eina sanna tóni“. KK slær á sína alkunnu strengi og fer með áhorfendur í ógleymanlegt ferðalag.

Jón Gunnar Þórðarson útskrifaðist með BA gráðu í leikstjórn frá Drama Centre í London. Hann hefur leikstýrt tugum verka hér heima og erlendis og unnið sem aðstoðarleikstjóri hjá Royal Shakespeare Company og Vesturporti. Þá hefur hann skrifað og staðfært fjölda verka.

Kristján Kristjánsson KK er með þekktustu tónlistarmönnum landsins. Hann hefur samið lög og leikið inn á hljómplötur og geisladiska um áratugaskeið og unnið til yfir tuttugu gull og platínuverðlauna fyrir tónlist sína. Hann samdi tónlistina við leikrit John Steinbecks Þrúgur reiðinnar og Fjölskylduna sem bæði slógu aðsóknarmet í Borgarleikhúsinu.

Tímans Gestur í FG

okt 10, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

tímansgestur stórLeikfélagið Verðandi, leikfélag Fjölbrautarskólans í Garðabæ ætlar að setja upp barnaleikritið Tímans Gestur til að styrkja menningarleg tengsl við yngri nemendur í grunnskóla ásamt því að vera fjáröflun fyrir söngleikinn South Park: Bigger, Longer & Uncut sem er í leikstjórn Agnars Jóns Egilssonar. Söngleikurinn verður frumsýndur í febrúar 2016.

Tímans Gestur er barnaleikrit eftir Reginn Tuma Kolbeinsson, Urði Bergsdóttur og Unni Agnesi Níelsdóttur. Aðeins nemendur Fjölbrautarskólans í Garðabæ koma að sýningunni. Verkið fjallar um ferðalanginn Gest, hann ferðast í gegnum tímann í kistu sem ung stelpa að nafni Emilía á. Eitt kvöld hittast þau og Gestur býður henni með í ferðalag, saman ferðast þau í gegnum tímann, þau hitta t.d. risaeðlur, vonda drottningu, dreka og fara meðal annars á tunglið. Leikstjóri er Unnur Agnes Níelsdóttir. Tíu leikarar eru í sýningunni og bregða þau sér í ýmis hlutverk. Leikverkið verður frumsýnt þann 24. október næstkomandi.

Tímans Gestur er bráðskemmtilegt og ævintýralegt leikrit sem hentar öllum börnum frá 1.-7. bekk í grunnskóla.

Fleiri upplýsingar um sýningartíma og leikfélagið sjálft má finna á facebook síðu þeirra: https://www.facebook.com/verdandi?fref=ts Read More »

Lokaæfing í Tjarnarbíói

okt 6, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

lokaæfing stórSíðastliðinn 4. október var leikverkið Lokaæfing eftir Svövu Jakobsdóttur í uppsetningu Háaloftsins frumsýnt í Tjarnarbíói. Verkið segir frá hjónum á fertugsaldri sem loka sig af vikum saman niðri í heimatilbúnu neðanjarðarbyrgi. Fullkomin einangrun afhjúpar tilveru þeirra og smám saman nást út mörk raunveru og ímyndunar. Hvað eru þau að æfa? Margrómað átakaverk upp á líf og dauða.

Leikstjórn: Tinna Hrafnsdóttir
Leikarar: Þorsteinn Bachmann, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Kristín Pétursdóttir
Aðstoðarleikstjórn: Arnmundur Ernst Backman
Leikmynd: Stígur Steinþórsson
Búningar: Una Stígsdóttir
Tónlist: Sveinn Geirsson
Lýsing: Arnþór Þórsteinsson

Uppsetning Háaloftsins á Lokaæfingu er hluti af Lestrarhátíð Bókmenntaborgar 2015 sem í ár er helguð höfundinum.
Svava Jakobsdóttir (1930-2004), leikskáld og fyrrverandi alþingismaður, var einn fremsti rithöfundur Íslendinga á 20. öld. Hún var auk þess ötul baráttukona fyrir jafnrétti og hafði mikil áhrif með sögum sínum, leikritum og fræðiskrifum. Lokaæfing er eitt þekktasta leikverk Svövu og var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1983.

Leikhópurinn Háaloftið var stofnaður af leikurunum Tinnu Hrafnsdóttur og Sveini Geirssyni árið 2011. Fyrri sýningar á vegum Háaloftsins eru Hrekkjusvín árið 2011 í Gamla bíó, Útundan árið 2014 í Tjarnarbíó og Ekki hætta að anda árið 2015 í Borgarleikhúsi.

loading