febrúar | 2015 | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Archive from febrúar, 2015

    Guðjón Davíð Karlsson – Gaman að svara þessum spurningum! Vúhúúúúúúú.

    feb 28, 2015   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    VIÐTALIÐ: BAK VIÐ TJÖLDIN

    Hver ert þú og hvað ertu að gera í dag?
    Ég er sonur, eiginmaður, faðir, frændi og svo mætti lengi telja. En ég hef atvinnu af því að leika, segja sögur og semja sögur. Ég vinn í Borgarleikhúsinu sem leikari og hjá Rúv sem leikari, umsjónarmaður og handritahöfundur af Stundinni okkar. Svo vinn ég fyrir sjálfan mig þess á milli.
     
    Í hvaða stjörnumerki ertu?
    Hrútur.
     
    Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
    Leikari, læknir, kokkur og lögga. Aðallega leikari samt. Draumar geta ræst.
     
    Hver er þinn helsti kostur og helsti galli?
    Ég myndi segja að minn helsti kostur sé að ég kýli á hlutina og er ekkert að velta þeim um of fyrir mér. Minn helsti galli er að ég kýli á hlutina og er ekkert of mikið að velta þeim fyrir mér.
     
    Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
    Góð nautasteik. Það toppar hana ekkert!
     
    Hvaða sýningu sástu síðast í leikhúsi?
    Öldin okkar með Hundi í óskilum. Þetta er frábær sýning. Ég dáist að þeim. Þetta eru svo mikil hæfileikabúnt. Ágústa Skúla leikstýrði þeim með bravör! Frábær sýning.
     
    Hvaða áhugamál áttu þér?
    Eldamennska. Mér þykir ótrúlega gaman að elda, sérstaklega eitthvað svona veislu-ish. Finn mikla slökun í því. Svo hef ég mikinn áhuga á að spila og syngja tónlist og gamlir bílar.
     
    Hvernig tónlist hlustar þú mest á?
    Allskonar. Er mikið að hlusta á íslenska tónlist þessa dagana. Sem ég sit hér er ég að hlusta á Nýdönsk. Þeir klikka aldrei!
     
    Hvað fer mest í taugarnar á þér?
    Reyni að láta sem minnst fara í taugarnar á mér. Það að láta eitthvað fara í taugarnar á sér er val.
     
    Hver er þinn uppáhaldsstaður á Íslandi?
    Hálendið.
     
    Hver er þinn uppáhaldsstaður erlendis?
    Hvar sem er ef konan mín og börnin mín eru með og sólin skín.
     

    HRAÐASPURNINGAR

    Flytja til London eða New York?
    London.
     
    Eiga hund eða kött?
    Hund.
     
    Borða heima heima eða úti daglega?
    Heima.
     
    Finnst þér betra að vinna á morgnana eða kvöldin?
    Kvöldin.
     
    Hvort drekkurðu bjór eða vín með matnum?
    Vín.
     
    Hvort finnst þér skemmtilegra að lesa eða horfa á sjónvarp?
    Sjónvarp.
     
    Hvort manstu betur: Nöfn eða andlit?
    Andlit.
     
    Veldu: Sturtu eða bað?
    Sturtu.
     
    Veldu: RÚV eða Stöð 2?
    Rúv.
     
    Ef þú ættir að lýsa þér í einu orði – hvaða orð væri það?
    Ruglaður.
     
    Er eitthvað sem þú vilt segja að lokum?
    Rosalega gaman að svara þessum spurningum! Vúhúúúúúúú.
     

    Stórbrotin fjölskyldusýning

    feb 28, 2015   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    · Frumsýning föstudaginn 6.mars

    · Stærsta sýning sem Borgarleikhúsið hefur sett upp

    · Uppselt á 28 sýningar

    Föstudaginn 6.mars kl 19 frumsýnir Borgarleikhúsið stærstu sýningu sem sett hefur verið upp en 69 listamenn taka þátt í henni, það eru 34 börn, 24 fullorðnir og 11 hljómsveitarmeðlimir. Þrír glæsilegir ungir dansarar deila aðalhlutverkinu og leikstjóri er Bergur Þór Ingólfsson.

    Verkið Billy er á leiðinni í boxtíma þegar hann lendir fyrir slysni á dansæfingu. Hann byrjar að hreyfa sig í takt við tónlistina og uppgötvar sér til furðu að þetta er ekki einungis það skemmtilegasta sem hann hefur gert heldur er hann einfaldlega fæddur til að dansa.

    Billy á sér draum sem samræmist ekki hugmyndum fullorðna fólksins, hann dreymir um að verða dansari á heimsmælikvarða og er tilbúinn að leggja allt í sölurnar. Billy Elliot er þroskasaga unga fólksins og hinna fullorðnu – mögnuð og falleg saga um baráttu drengs við fordóma samfélagsins og fjölskyldunnar um að fá að vera sá sem hann er. Þetta er kraftmikið verk um alvöru fólk með skotheldri og grípandi tónlist eftir Elton John, stórfenglegum hópdansatriðum og ótrúlega hæfileikaríkum dreng í aðalhlutverki sem á eftir að fá áhorfendur til að gapa af undrun.

    Söngleikurinn um Billy Elliot var frumsýndur á West End í London árið 2005 og hefur vakið gríðarlega athygli um víða veröld. Sýningin hlaut mikið lof og fjölda verðlauna og er nú loksins komin í Borgarleikhúsið undir stjórn sama hóps og færði okkur Mary Poppins. Hér blandast saman blússandi húmor og stórkostleg dans- og söngatriði svo úr verður sannkölluð flugeldasýning með einvala liði leikara og auðvitað íslenskum Billy.

    Aðstandendur Höfundur: Lee Hall & Elton John | Þýðing: Karl Ágúst Úlfsson | leikstjóri: Bergur Þór Ingólfsson |Tónlist: Elton John | Leikmynd: Petr Hlousek | Búningar: Helga I. Stefánsdóttir | Lýsing: Þórður Orri Pétursson | Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen| Leikarar: Baldvin Alan Thorarensen, Hjörtur Viðar Sigurðarson, Sölvi Viggósson Dýrfjörð, Jóhann Sigurðarson, Halldóra Geirharðsdóttir, Hilmir Jensson, Halldór Gylfason, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Álfrún Örnólfsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Sigurður Þór Óskarsson, Örn Árnason og fleiri.
     

    Englabörn og Ímyndaðar afstæðiskenningar

    feb 27, 2015   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    SUNNUDAGUR 1. MARS KL. 13:00

    ENGLABÖRN

    Höfundur & leikstjóri: Hávar Sigurjónsson
    Tónlist: Jóhann Jóhannsson
    Tónlistarflutningur: Eþos kvartettinn og Jóhann Jóhannsson
    Hljóðvinnsla: Björn Eysteinsson

    Leikritið fjallar á óvæginn hátt um óhugnað og ofbeldi sem getur og hefur átt sér stað innan veggja heimilisins.

    Englabörn er saga fjölskyldu þar sem sifjaspell og ofbeldi hafa mótað einstaklinga þriggja kynslóða. Leikritið gerist á þeim tímapunkti þegar einungis tveir yngstu meðlimir fjölskyldunnar eru á lífi, Jói og Karen.

    Uppsetning Útvarpsleikhússins á Englabörnum, í leikstjórn Hávars Sigurjónssonar, hlaut Grímuna árið 2005 sem útvarpsverk ársins.

    ATH: Leikritið Englabörn er nærgöngult verk um viðkvæmt efni.
    Atriði í leiknum gætu reynst viðkvæmum hlustendum erfið.

    Leikendur:
    Ólafur Egill Egilsson, Álfrún Örnólfsdóttir, Kristján Franklín Magnús, Margrét Ólafsdóttir og Hjálmar Hjálmarsson

    Hafnarfjarðarleikhúsið frumflutti Englabörn árið 2001 í leikstjórn Hilmars Jónssonar. Jóhann Jóhannsson frumsamdi tónlist fyrir sýninguna og var það fyrsta tónlistin sem hann samdi fyrir dramatískt verk. Tónlist Jóhanns er einnig í útvarpsleikgerðinni frá árinu 2005.

    Verkið er nú endurflutt m.a. til að heiðra tónskáldið sem hefur verið tilnefnt í ár til þrennra verðlauna fyrir tónsmíðar sínar í kvikmynd: Golden Globe (sem hann vann), síðan BAFTA verðlaunanna og loks Óskarsverðlaunanna.

    frá 2005

    SUNNUDAGUR 8. MARS KL. 13:00

    ÍMYNDAÐAR AFSTÆÐISKENNINGAR

    eftir Ævar Þór Benediktsson
    Leikstjóri: Árni Kristjánsson
    Hljóðvinnsla: Einar Sigurðsson


    „Albert var sextán ára þegar hann komst að því að hann væri ímyndun besta vinar síns.”

    Á þessum orðum hefst útvarpsleikritið Ímyndaðar afstæðiskenningar. Eðlisfræðikennarinn Theodór liggur á líknardeild Landsspítalans og tíminn er senn á þrotum. Sá eini sem vakir yfir honum er ímyndaði vinur hans, Albert, sem hefur fylgt honum í meira en fimmtíu ár. En Theodór má ekki kveðja – ekki strax. Því þeir Albert eiga óuppgerð mál, bæði ímynduð sem og raunveruleg.
     
    Leikendur:
    Víðir Guðmundsson, Pétur Einarsson, Sigurður Skúlason, Þorsteinn Bachmann, Atli Þór Albertsson, Davíð Freyr Þórunnarson, Ævar Þór Benediktsson og Harpa Arnardóttir.

    frá 2012

    http://www.ruv.is/leikhus
     

    Segulsvið – frumsýning 12. mars

    feb 26, 2015   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir


     
    Þjóðleikhúsið frumsýnir þann 12. mars í Kassanum nýtt leikrit eftir Sigurð Pálsson í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur.
    Ung kona áttar sig á því að það sér hana enginn í erfidrykkju eiginmannsins sem drap sig úr dugnaði. Hún hefur alltaf verið bakhliðin á eiginmanninum og veit ekki lengur hver hún er. Þegar hún ráfar út úr erfidrykkjunni finnur hún að hún hefur heldur ekkert aðdráttarafl lengur. Það sem meira er – vegfarendum finnst hún beinlínis fráhrindandi, öllum nema draumlyndum ungum manni sem dregst að henni eins og naglapakki að segulstáli. Nokkrum mánuðum síðar, eftir aðra sára lífsreynslu, reikar hún svefnlaus um miðborgina og nýtur stuðnings tveggja kvenna, Næturinnar og Rigningarinnar. Fjórar götur í gömlu Reykjavík toga hana stöðugt til sín en þar virðist fortíð hennar búa.

    Sigurður Pálsson hefur sent frá sér fjölmörg leikrit af ólíkum toga og hikar ekki við að halda með áhorfendur á vit hins óvænta. Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri, Gretar Reynisson leikmyndahöfundur og Sigurður Pálsson sameinuðu síðast krafta sína hér í Þjóðleikhúsinu í hinni rómuðu sýningu Utan gátta sem hlaut sex Grímuverðlaun, meðal annars fyrir sýningu, leikstjórn, leikmynd og leikrit ársins.

    Í sýningunni leika Elma Stefanía Ágústsdóttir, Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir, Snorri Engilbertsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Eggert Þorleifsson.

    Úlfur Eldjárn semur tónlist, búninga gerir Þórunn María Jónsdóttir og Halldór Örn Óskarsson og Magnús Arnar Sigurðarson hanna lýsingu.
     

    Killer Joe

    feb 25, 2015   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    killerjoeLeikfélag Keflavíkur setur upp Killer Joe
    Óvægið og áhrifamikið nútímaverk. Leikritið lýsir sérkennilegri fjölskyldu í Bandaríkjunum sem býr við bág kjör en elur með sér drauma um betra líf og grípur til örþrifaráða til að sjá drauma sína rætast.

    Leikritið hefur verið sýnt í yfir tuttugu löndum og hvarvetna vakið mikla athygli.

    Leikfélag Keflavíkur

    Hanna Dóra Sturludóttir

    feb 25, 2015   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    operanHanna Dóra Sturludóttir hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin um helgina í flokknum Söngkona ársins í sígildri og samtímatónlist. Hún er ein þriggja söngvara í sýningum Íslensku óperunnar í vetur sem hlutu verðlaunin fyrir árið 2014, en auk hennar hlaut Elmar Gilbertsson verðlaunin í flokknum Söngvari ársins í sígildri og samtímatónlist, og Oddur Arnþór Jónsson var valinn Bjartasta vonin í sígildri og samtímatónlist.

    Til hamingju öll!

    Arty Hour #11 – Minnisvarði 16 elskendur

    feb 25, 2015   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir


     
    Arty Hour #11
    Fimmtudaginn 26. febrúar, kl. 20:00

    Listastundin, Arty Hour, er mikilvægur þáttur í þeirri stefnu Tjarnarbíós að opna vinnusmiðjur listamanna fyrir áhorfandanum og hvetja til umræðna.

    Sá 11. er alveg sérstaklega spennandi í þetta skiptið. Umræðuefnin ná milli Írans og Íslands, fjalla um Prómeþeif úr grísku goðafræðinni, fegurð, stjórnmál, þrýstinginn sem fylgir karlmennskunni og sviðssetningu sjálfsins, svo eitthvað sé nefnt.

    Fram koma:

    Nazanin Askari og Marta Nordal
    Nazanin er fædd í Íran og hefur barist fyrir jafnrétti og frelsi til hugsana og tjáningar. Hún var dæmd til lífshættulegrar refsingar og flúði land. Hún býr nú á Íslandi og ætlar að segja okkur frá upphafi ferðar sinnar. Hún vinnur að því með Mörtu Nordal að setja á svið leikrit byggt á sögu hennar. Þær munu kynna stöðu mála á Arty Hour, bæði persónulega og pólitískt.

    Hannes Óli Ágústsson
    Hugmynd Hannesar, sem enn er í vinnslu, er innblásin af hinum stóra græna Hulk, en teygir sig út í könnun á skrýmslum og mönnum. Þar kemur fyrir Prómeþeifur, sem í grískri goðafræði stal eldi guðanna og var dæmdur til eilífrar þjáningar í refsiskyni. Hann var áður fyrr álitinn hetja réttlætisins, en Hannes skoðar hann sem fyrsta bókstafstrúarmanninn.

    Björn Leó Brynjarsson og Kolbeinn Arnbjörnsson
    hafa nýlega hafið störf sem dúóið Taka Taka. Þeir setja á svið verkið Frama, en munu vinna gegn og langt út fyrir hefðbundna frásagnalist.

    16 elskendur
    Tveir af sextán elskendum munu ræða nýtt verk þeirra, Minnisvarða. Þar kanna þau sviðsetningu sjálfsins í nútímasamfélagi og hvernig líf okkar hafa verið samtvinnuð við hinar ýmsu aðferðir myndbirtingar.

    Smellið hér til að sjá viðburðinn á Facebook og bjóða vinum.

    Gestur númer 35 þúsund á Línu Langsokk

    feb 23, 2015   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    lina35000

    · Síðastliðna helgi mætti gestur númer 35.000 á Línu langsokk

    · Yfir 60 uppseldar sýningar

    · Velgengi Línu heldur áfram

    Síðastliðna helgi mætti leikhúsgestur númer 35 þúsund á Línu Langsokk og var það Ingimundur Gestsson sem var á sýningunni ásamt tvíburadætrum sínum, þeim Elísabetu og Katrínu Ingimundardætrum. Herra Langsokkur pabbi Línu sótti þau út í sal og voru þau leyst út með blómum og gjafakorti fyrir fjóra á Billy Elliot.

    Yfir 60 pakkupseldar sýningar hafa verið á Línu en Borgarleikhúsið frumsýndi Línu Langsokk í september síðastliðinn í leikstjórn Ágústu Skúladóttur og nafna hennar Ágústa Eva Erlendsdóttir fer með hlutverk hinar einu sönnu Sigurlínu Rúllugardínu Nýlendínu Krúsimundu Efraimsdóttur Langsokks. Leikmyndin er í höndum Ilmar Stefánsdóttur og María Th. Ólafsdóttir sér um búninga.

    Sagan: Lína langsokkur, Herra Níels api og hesturinn eru aftur mætt til leiks ásamt vinum sínum Tomma og Önnu. Leiðindaskarfurinn frú Prússólín er staðráðin í að koma Línu fyrir á vandræðaheimili þannig að Lína þarf að hafa sig alla við vilji hún búa áfram á Sjónarhóli. Lína langsokkur er hjartahlýr og réttsýnn prakkari sem allar kynslóðir barna verða að kynnast. Ágústa Eva fer á kostum sem Lína í þessu bráðfyndna og skemmtilega leikriti sem sýnir okkur að við eigum alltaf að vera við sjálf og ekkert annað.

    Astrid Lindgren höfundur Línu langsokks er einn ástsælasti barnabókahöfundur allra tíma. Hún fæddist 14. Nóvember 1907 í Smálöndum í Svíþjóð og lést í Stokkhólmi 28. janúar 2002, 94 ára að aldri. Hún skrifaði samtals 40 barnabækur og fjölda myndabóka.

    Aðstandendur
    Höfundar: Astrid Lindgren | Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir | þýðing: Þórarinn Eldjárn | Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir | Búningar: María Th. Ólafsdóttir | Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson | Tónlistarstjóri: Stefán Már Magnússon| Hljóð: Baldvin Magnússon | Brelluþjálfari: Steve Harper | Danshöfundar: Ágústa Skúladóttir og Katrín Ingvadóttir| Leikarar: Ágústa Eva Erlendsdóttir, Örn Árnason, Sigurður Þór Óskarsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Halldór Gylfason, Valur Freyr Einarsson, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Hjörtur Jóhann Jónsson, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Magnús Guðmundsson og Orri Huginn Ágústsson | Hljómsveit: Stefán Már Magnússon, Unnur Birna Bassadóttir, Björn Stefánsson og Karl Olgeirsson | börn: Agla Bríet Einarsdóttir, Ágúst Beinteinn Árnason, Ágúst Örn Wigum, Álfheiður Karlsdóttir, Bjarni Hrafnkelsson, Davíð Laufdal Arnarsson, Elva María Birgisdóttir, Gríma Valsdóttir, Helena Clausen Heiðmundsdóttir, Hildur Clausen Heiðmundsdóttir, Ísabella Rós Þorsteinsdóttir, Mikael Köll Guðmundsson, Sóley Agnarsdóttir og Steinunn Lárusdóttir.
     

    Gísli Örn Garðarsson er nokkuð umburðalyndur!

    feb 23, 2015   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Gisli-og-co

    VIÐTALIÐ: BAK VIÐ TJÖLDIN

    Hver ert þú og hvað ertu að gera í dag?
    Er að jafna mig eftir Edduhátíðina í gær…og var að sjá að það er sýning númer 100 á Hjarta Hróa Hattar sem ég setti upp í Toronto í janúar.
     
    Í hvaða stjörnumerki ertu?
    Bogmaður.
     
    Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
    Hvorki leikari, leikstjóri né framleiðandi…svo mikið er víst.
     
    Hver er þinn helsti kostur og helsti galli?
    Árni Pétur Guðjónsson leikari er best til þess fallin að svara því…
     
    Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
    Fiskur.
     
    Hvaða sýningu sástu síðast í leikhúsi?
    Sá einstaklingsverkefni Listaháskóla Íslands. Þrusu efnilegir leikarar sem eru á leiðinni í bransann…
     
    Hvaða áhugamál áttu þér?
    Hesta, fimleika…
     
    Hvernig tónlist hlustar þú mest á?
    Þessa dagana hef ég verið að hlusta mikið á Elly Vilhjálms.
     
    Hvað fer mest í taugarnar á þér?
    Er nokkuð umburðalyndur gagnvart flestu.
     
    Hver er þinn uppáhaldsstaður á Íslandi?
    Sækambur Eystri.
     
    Hver er þinn uppáhaldsstaður erlendis?
    Noregur.
     

    HRAÐASPURNINGAR

    Flytja til London eða New York?
    London.
     
    Eiga hund eða kött?
    Hund.
     
    Borða heima heima eða úti daglega?
    Heima.
     
    Finnst þér betra að vinna á morgnana eða kvöldin?
    Morgnana.
     
    Hvort drekkurðu bjór eða vín með matnum?
    Vín.
     
    Hvort finnst þér skemmtilegra að lesa eða horfa á sjónvarp?
    Sjónvarp.
     
    Hvort manstu betur: Nöfn eða andlit?
    Andlit.
     
    Veldu: Sturtu eða bað?
    Sturtu.
     
    Veldu: RÚV eða Stöð 2?
    Get ekki gert upp á milli.
     
    Ef þú ættir að lýsa þér í einu orði – hvaða orð væri það?
    Vísa þessu á Árna Pétur Guðjónsson leikara…
     
    Er eitthvað sem þú vilt segja að lokum?
    Ég hitti Árna Pétur Guðjónsson í gær og það rifjaðist upp fyrir mér hvað hann er stórkostlegur.
     

    Sweeney Todd á Hólmavík

    feb 23, 2015   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    sweeney1
     
    Um þessar mundir setur Leikfélag Hólmavíkur upp leiksýninguna Sweeney Todd – morðóði rakarinn við Hafnagötuna. Leikstjóri er Eyvindur Karlsson og í leikarahópnum er góð blanda yngri og reynslumeiri áhugaleikara.
     
    Þessi magnaða sýning býður upp á ferðalag um allan tilfinningaskalann – blóð, svita og tár!
     
    Athygli er vakin á því að sýningin hentar ekki ungum börnum né viðkvæmum sálum. Börn yngri en 12 ára skulu vera í fylgd með fullorðnum.
     
    Áhugi Strandamanna fyrir leiklist er rómaður og hefur Leikfélag Hólmavíkur staðið fyrir metnaðarfullum leiksýningum um margra ára bil. Þar fá ungir sem aldnir tækifæri til að stíga á stokk og spreyta sig í þeirri merku list að koma fram á sviði. Grunnskólanemendur á staðnum kynnast leiksviðinu snemma og fá mörg tækifæri til að koma fram, sem skilar sér í öflugum leikhóp og eftirminnilegum sýningum. Enda eru kjörorð Leikfélags Hólmavíkur: Það er svo gaman að leika!
     
    Sýnt verður 21., 23. og 28. febrúar. Fleiri sýningar verða auglýstar síðar á Facebook síðu Leikfélags Hólmavíkur.
     
    Miðapantanir eru hjá Ester í síma: 693-3474.

    Síður:1234»
    loading

    Takk fyrir að skrá þig!