1984 – Lokasýning fimmtudaginn 26. október | Leikhus.is

Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

Nafn:

Netfang:

Fæðingarár:

Símanúmer:

Kyn: KarlKona
 
Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

Svar:

 
Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015.

Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.
 

1984 – Lokasýning fimmtudaginn 26. október

1984 - 3

 

Algert eftirlit er markmiðið í eftirlitssamfélagi Orwells í skáldsögunni 1984. Winston er starfsmaður Sannleiksráðs en hann sér um að breyta upplýsingum og staðreyndum í blöðum og kennslubókum eftir skipunum Flokksins. Svonefndum hliðstæðum staðreyndum eða öllu heldur skaðreyndum er óspart plantað til að draga úr gagnrýni og sjálfstæðri hugsun almennings. Winston skrifar leynilega dagbók sem einskonar heimild fyrir framtíðina. Skilaboð til komandi kynslóða og uppreisnaráskorun. Eða bara huglæg lýsing á heimi þar sem stríð er friður, þrældómur er frelsi og fáfræði er styrkur.

Í magnaðri leikgerð skáldsögunnar eru áhorfendur dregnir inn í þetta framtíðarsamfélag. Ágengum spurningum er varpað fram: Hvernig vitum við að veröld okkar er raunveruleg? Hvað er sannleikur og hvað sannlíki í yfirþyrmandi eftirlitssamfélagi nútímans þar sem hvert okkar spor er rakið af stórfyrirtækjum á netinu, með símtækjum, öryggismyndavélum og rafrænum skilríkjum?  Hver er staða einstaklingsins í þessum ósköpum og yfirgangi og hvernig getur hann varðveitt sjálfan sig?

George Orwell samdi þessa dystópíu í skugga síðari heimsstyrjaldarinnar. Hún er fyrir löngu orðin hluti af sígildum bókmenntum og án efa ein merkasta saga síðari tíma.

Úr gagnrýni um sýninguna:

Borgarleikhúsið byrjar leikhúsveturinn af miklum samfélagslegum metnaði.
MK. Víðsjá.

Leikhópurinn stendur sig með mikilli prýði og samleikurinn er góður.
SBH. Morgunblaðið ★ ★ ★ ★

Valur Freyr Einarsson gerir sér lítið fyrir og stelur sýningunni .
SJ. Fréttablaðið ★ ★ ★ 

Ísköld nálgun hans (Vals) var hárrétt, æsingarlausar pyntingar, unnar eins og hversdagslegt eldhúsverk, engin gleði, engin ást, aðeins nautnin að viðhalda valdinu.
BL. DV.

Þessi valdsmaður, þessi ofbeldismaður sem að felur alla sína grimmd á bakvið mjög fágað og kurteist yfirbragð og einhvern veginn nær Valur Freyr að skila þessu á snilldarlegan hátt.
HA. Kastljós.

Traustvekjandi gestgjafi leikinn af  Jóhanni Sigurðarsyni leiðir áhorfendur inní sýninguna og gerir martröð Winstons að þátíð.
MK. Víðsjá.

Hannesi Óla Ágústssyni og nýliðanum Haraldi Ara Stefánssyni tekst báðum að skapa heilsteyptar persónur byggðar á örfáum atriðum.
SJ. Fréttablaðið ★ ★ ★ 

Leikmynd Sigríðar Sunnu Reynisdóttur er snjöll í einfaldleika sínum.
SBH. Morgunblaðið ★ ★ ★ ★

Leikmyndin hjá Sigríði Sunnu Reynisdóttur og náttúrlega hljóðmyndin hjá Garðari Borgþórssyni eru svo stórir þættir í þessari leiksýningu og hljóðmyndin er bara eins og hluti af leikmyndinni og hljóðskúlptúr sem hjálpar til við að skapa þessa hryllingstilfinningu.
HA. Kastljós.

Myndbönd Inga Bekk og lýsing Björns Bergsteins Guðmundsson njóta sín í myndinni og verða  áhrifamiklir þættir í leiknum.
MK. Víðsjá.

Uppfærsla Borgarleikhússins á 1984 er áhrifamikið innleg inn í samtímann. Umfjöllunarefnið er drungalegt, en myndirnar sem dregnar eru upp lifa lengi með áhorfendum.
SBH. Morgunblaðið ★ ★ ★ ★loading