1984 Frumsýnt í Borgarleikhúsinu í kvöld | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    1984 Frumsýnt í Borgarleikhúsinu í kvöld

    imageedit__2716339703

    Verkið er 1984 sem er unnið upp úr samnefndri metsölubók eftir George Orwell. Leikstjóri er Bergur Þór Ingólfsson og leikarar eru Erlen Ísabella Einarsdóttir, Hannes Óli Ágústsson, Haraldur Ari Stefánsson, Jóhann Sigurðarson, Valur Freyr Einarsson, Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Þuríður Blær Jóhannsdóttir.

    Algert eftirlit er markmiðið í eftirlitssamfélagi Orwells í skáldsögunni 1984. Winston er starfsmaður Sannleiksráðs en hann sér um að breyta upplýsingum og staðreyndum í blöðum og kennslubókum eftir skipunum Flokksins. Svonefndum hliðstæðum staðreyndum eða öllu heldur skaðreyndum er óspart plantað til að draga úr gagnrýni og sjálfstæðri hugsun almennings. Winston skrifar leynilega dagbók sem einskonar heimild fyrir framtíðina. Skilaboð til komandi kynslóða og uppreisnaráskorun. Eða bara huglæg lýsing á heimi þar sem stríð er friður, þrældómur er frelsi og fáfræði er styrkur.

    Í magnaðri leikgerð skáldsögunnar eru áhorfendur dregnir inn í þetta framtíðarsamfélag. Ágengum spurningum er varpað fram: Hvernig vitum við að veröld okkar er raunveruleg? Hvað er sannleikur og hvað sannlíki í yfirþyrmandi eftirlitssamfélagi nútímans þar sem hvert okkar spor er rakið af stórfyrirtækjum á netinu, með símtækjum, öryggismyndavélum og rafrænum skilríkjum?  Hver er staða einstaklingsins í þessum ósköpum og yfirgangi og hvernig getur hann varðveitt sjálfan sig?

    George Orwell samdi þessa dystópíu í skugga síðari heimsstyrjaldarinnar. Hún er fyrir löngu orðin hluti af sígildum bókmenntum og án efa ein merkasta saga síðari tíma.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!