Vorið vaknar á Akureyri | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Vorið vaknar á Akureyri

    Söngleikur sem inniheldur allan tilfinningaskalann og hefur farið sigurför um heiminn.  

    Hrífandi söngleikur sem fjallar um tilfinningarnar sem berjast innra með okkur á unglingsárunum, þrá eftir frelsi, vináttuna, samskipti, varnarleysi, fyrstu ástina og baráttuna um að komast af í hörðum heimi. 

    Vinunum Melchior, Moritz og Wendlu gengur misvel að fóta sig í harðneskjulegum heimi fullorðna fólksins og verða ýmist fórnarlömb eða sigurvegarar í samfélagi þar sem litið er niður á fólk sem fer á móti straumnum og ógnar þröngsýnum og afturhaldssömum viðhorfum.  

    Uppfærsla söngleiksins á Broadway hlaut átta Tony verðlaun auk fjölda annarra verðlauna og tilnefninga. 

    Söngleikur í hæsta gæðaflokki um drauma og þrár, kjarkinn til að fara á móti straumnum og taka ábyrgð á eigin tilfinningum.

    Vorið vaknar er nú sett upp í fyrsta sinn í atvinnuleikhúsi á Íslandi.

     Leikstjórn: Marta Nordal
    Tónlistarstjórn: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson
    Leikmynd og búningar: Auður Ösp Guðmundsdóttir
    Danshöfundur: Lee Proud
    Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson
    Hljóð: Gunnar Sigurbjörnsson
    Sýningarstjórn: Þórunn Geirsdóttir
    Þýðing: Salka Guðmundsdóttir

    Leikarar: Ahd Tamimi, Ari Orrason, Árni Beinteinn Árnason, Bjarklind Ásta Brynjólfsdóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Eik Haraldsdóttir, Jónína Björt Gunnarsdóttir, Júlí Heiðar Halldórsson, Rúnar Kristinn Rúnarsson, Viktoría Sigurðardóttir, Þorsteinn Bachmann og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir.

    „SPRING AWAKENING”
    Eftir Steven Slater og Duncan Sheik. Flutt með leyfi Nordiska APS Copenhagen



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!