Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

Nafn:

Netfang:

Fæðingarár:

Símanúmer:

Kyn:  Karl Kona
 
Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

Svar:

 
Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015.

Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.
 

Þú kemst þinn veg verður sýnt á Akureyri í tilefni af alþjóða geðheilbrigðisdeginum

Þú kemst þinn veg

Leikverkið Þú kemst þinn veg byggir á sögu Garðars Sölva Helgasonar sem glímir við geðklofa en tekst á við erfiðleikana á einstakan og heillandi hátt með umbunakerfi sem hann hefur tileinkað sér. Verkið er í senn gefandi, frelsandi og fyndið, en auk þess veitir það einstaka innsýn í lífsbaráttu manns með geðsjúkdóm. Batann og bakslögin, líf á ofsahraða og líf einn dag í einu.

Í leikverkinu fylgjumst við með persónunni Guðmanni halda fyrirlestur um Garðar Sölva besta vin sinn og umbunakerfið hans. Fyrirlesturinn tekur heldur óvænta stefnu og þróast ekki beint eins og Guðmann ætlar sér. Allt gengur á afturfótunum, einföldustu hlutir verða flóknir og Guðmann strögglar við að leysa málin. Á köflum brýst leikhúsið inní verkið líkt og ranghugmynd og það skásta sem Guðmanni dettur í hug að gera til að fela stressið er að „detta í“ að segja eins og eina sögu inná milli þess sem hann ætlar sér að byrja fyrirlesturinn…

Þú kemst þinn veg var frumsýnt þann 1. mars 2015 í fyrirlestrarsal Norræna hússins. Það er skemmst frá því að segja að verkið fékk afar góðar viðtökur og jákvæð viðbrögð. Aðstandendur verksins fengu hvatningu hvaðanæva að um að halda sýningum áfram og því var verkið sýnt í Tjarnarbíói í október 2015. Einnig voru nokkrar hátíðarsýningar sýndar í tengslum við útgáfu bókarinnar Glímt við geðklofa síðastliðinn desember, en hún fjallar einmitt um Garðar Sölva og umbunakerfið hans. Þar að auki hefur verkið verið sýnt á Aco alone, leiklistarhátíð á Suðureyri og í Sláturhúsinu á Egilsstöðum.

Og nú heldur ferðalag verksins áfram með sýningu á Akureyri 15. október næstkomandi. Athugið að einungis er um þessa einu sýningu að ræða.

Sýnt í Samkomuhúsinu á Akureyri 15. október kl. 20.00
AÐSTANDENDUR
Höfundur og leikari: Finnbogi Þorkell Jónsson
Leikstjóri og dramatúrg: Árni Kristjánsson
Tæknimaður: Jenný Lára Arnórsdóttir
Tónlist: Svavar Knútur
Grafísk hönnun: Bjarki Björgvinsson
Ljósmyndir: Flores Axel Böðvarsson
Hjóðupptaka Harpa Fönn Sigurjónsdóttir
Framleiðandi: Jenný Lára Arnórsdóttir

 
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. leikhus.is hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu.
Einnig áskilur leikhus.is sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir.

loading