Síðasta sýning Njálu | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Síðasta sýning Njálu

    njála stór logo

    Blóðheitar konur, hugrakkar hetjur og brennuvargar – en ekki alveg eftir bókinni

    SÝNING ÁRSINS SNÝR AFTUR!

    Njála er nýtt íslenskt leikverk sem byggir?á frægustu Íslendingasögunni sem hefur?lifað með þjóðinni í sjöhundruð ár, lesin í öllum menntaskólum landsins og sjaldan verið vinsælli en einmitt nú. Hún segir frá því hvernig við urðum að þjóð, og hetjur bókarinnar,?þau Hallgerður, Bergþóra, Gunnar, Skarphéðinn og Njáll, eru sveipuð goðsagnakenndum ljóma og hafa mótað og markað þjóðarsálina allt til þessa dags.

    Leikhópurinn undir stjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar og Ernu Ómarsdóttur, danshöfundi og dansara, tjalda öllu til og nýta ótakmarkaða töfra leikhússins til að takast á við þessa stórbrotnu sögu í sýningu sem er í senn forvitnileg, ögrandi og litrík leikhúsveisla. Bardagar, ástir, hefndir og völd en umfram allt Njála eins og þú hefur aldrei séð hana áður! Sýningin hætti fyrir fullu húsi síðastliðið vor og Njálu-kjötsúpan sem leikhúsgestum gafst kostur á að gæða sér á fyrir sýningu sló rækilega í gegn ásamt skemmtilegum fyrirlestrum helstu Njálu- sérfræðinga landsins.

    Stórsýningin Njála var sannkallaður sigurvegari Grímuhátíðarinnar 2016 og sópaði til sín tíu verðlaunum. Engin sýning í sögu Grímuverðlaunanna hefur hlotið jafn margar Grímur. Þorleifur Örn Arnarsson hefur getið sér gott orð sem afkastamikill leikstjóri hérlendis og erlendis. Mikael Torfason er blaðamaður og rithöfundur og vakti fyrst athygli með skáldsögunni Falskur fugl sem kom út árið 1997, síðan hefur hann sent frá sér fjórar skáldsögur og leikritið Harmsögu.

    Erna Ómarsdóttir er einn virtasti dansari og danshöfundur Íslendinga og hafa verk hennar verið sýnd á hinum ýmsu dans- og listahátíðum víða um heim.

    Samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksins

    Höfundar: Erna Ómarsdóttir, Mikael Torfason og Þorleifur Örn Arnarsson

    Leikstjórn: Þorleifur Örn Arnarsson
    Danshöfundur: Erna Ómarsdóttir
    Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir
    Búningar: Sunneva Ása Weisshappel
    Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson
    Tónlistarstjórn: Árni Heiðar Karlsson
    Tónlist: Árni Heiðar Karlsson og Valdimar Jóhannsson
    Hljóðmynd: Valdimar Jóhannsson og Baldvin Þór Magnússon
    Hljóð: Baldvin Þór Magnússon
    Leikgervi: Margrét Benediktsdóttir
    Píanó- og hljómborðsleikur: Árni Heiðar Karlsson
    Sérstök gervi: Elín S. Gísladóttir
    Rapptexti: Salka Valsdóttir og Þuríður Blær Jóhannsdóttir
    Aðstoð við dramatúrgíu: Uwe Gössel
    Aðstoðarleikstjórn: Gunnur M. Schlüter
    Aðstoðardanshöfundur: Valgerður Rúnarsdóttir

    Leikarar: Aðalheiður Halldórsdóttir,?Björn Stefánsson, Brynhildur Guðjónsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Hjörtur Jóhann Jónsson, Jóhann Sigurðarson, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Elma Stefanía Ágústsdóttir, Valgerður Rúnarsdóttir, Valur Freyr Einarsson, Þuríður Blær Jóhannsdóttir



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!