Ólafur Egilsson vill skilja hismið frá kjarna! | Leikhus.is

Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

Nafn:

Netfang:

Fæðingarár:

Símanúmer:

Kyn: KarlKona
 
Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

Svar:

 
Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015.

Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.
 

Ólafur Egilsson vill skilja hismið frá kjarna!

OlafurEgilsson

VIÐTALIÐ: BAK VIÐ TJÖLDIN

Hver ert þú og hvað ertu að gera í dag?
Ég er hitt og þetta og er að leika í Sjálfstæðu fólki í Þjóðleikhúsinu, leikstýra Hystory í Borgarleikhúsinu, ganga frá kvikmyndahandriti og undirbúa þáttaskrif á milli þess sem ég sinni því sem máli skiptir.
 
Í hvaða stjörnumerki ertu?
Ég er nokkuð miðjusett Vog.
 
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
Það sem maður verður áður en maður verður lítill aftur.
 
Hver er þinn helsti kostur og helsti galli?
Hvatvísi.
 
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Það sem fram er í boði hverju sinni og ég get lagt mér til munns með góðri samvisku.
 
Hvaða sýningu sástu síðast í leikhúsi?
Sýningu Kriðpleirs á hinni Síðbúnu rannsókn á sakamáli Jóns Hreggviðssonar í Tjarnarbíói.
 
Hvaða áhugamál áttu þér?
Að skilja hismið frá kjarna.
 
Hvernig tónlist hlustar þú mest á?
Ég er alæta. Nú er ég að hlusta á verk tónskáldsins David Lang í bland við hana Siu blessaða, þar á undan var það Mongólskt Yoik og síðpoppararnir í Metronomy.
 
Hvað fer mest í taugarnar á þér?
Ætli það sé ekki ég sjálfur þegar svo ber undir.
 
Hver er þinn uppáhaldsstaður á Íslandi?
Þar sem jökulinn ber við loft og fegurðin ríkir ein ofar allri kröfu.
 
Hver er þinn uppáhaldsstaður erlendis?
Þar sem ég hef aldrei verið áður.
 

HRAÐASPURNINGAR

Flytja til London eða New York?
Hvorugt.
 
Eiga hund eða kött?
Hvorugt.
 
Borða heima heima eða úti daglega?
Heima.
 
Finnst þér betra að vinna á morgnana eða kvöldin?
Morgnana.
 
Hvort drekkurðu bjór eða vín með matnum?
Vín.
 
Hvort finnst þér skemmtilegra að lesa eða horfa á sjónvarp?
Lesa.
 
Hvort manstu betur: Nöfn eða andlit?
Nöfn.
 
Veldu: Sturtu eða bað?
Sturtu.
 
Veldu: RÚV eða Stöð 2?
Get ekki gert upp á milli.
 
Ef þú ættir að lýsa þér í einu orði – hvaða orð væri það?
Leitandi.
 
Er eitthvað sem þú vilt segja að lokum?
Nei nei.
 loading