Medea frumsýnd 13. janúar | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Medea frumsýnd 13. janúar

    medea1
    Medea frumsýnd 13. janúar
    Af óviðráðanlegum orsökum hefur frumsýningu á leikritinu Medea, sem fyrirhuguð var föstudaginn 29. desember, verið frestað til laugardagsins 13. janúar 2018. Aðrir sýningardagar breytast því einnig í samræmi við það. Nýjar dagsetningar varðandi sýningardaga má sjá á heimasíðu Borgarleikhússins, borgarleikhus.is/medea, og hér að neðan.

    Getur hefnd læknað brostið hjarta? Hversu langt erum við tilbúin að ganga til að ná fram réttlæti? Er eignarrétturinn heilagur? Geta öfgafullar aðstæður breytt hverjum sem er í skrímsli? Medea hefur fórnað öllu fyrir mann sinn, Jason. Hún snýr baki við fjölskyldu sinni, svíkur föður sinn og fósturjörð og flýr með Jasoni til ókunnugs lands til að hefja nýtt líf.  En  þar er hún útlendingur sem ekki nýtur sömu réttinda og nú vill eiginmaðurinn yfirgefa hana til að giftast annarri konu. Medea lætur hins vegar ekki ræna sig stolti sínu og heiðri. Hún grípur til sinna ráða en þau ráð eru skelfilegri en nokkur getur ímyndað sér.

    Leikskáldið Evripídes skrifaði harmleikinn um Medeu fyrir meira en 2400 árum. Hann hefur verið settur upp oftar en nokkur annar harmleikur í leiklistarsögunni og endurskrifaður aftur og aftur í gegnum tíðina. Medea birtist hér aftur í splunkunýjum búningi.

    Salurinn er tvískiptur: konur sitja vinstra megin og karlar hægra megin. Kynjaskiptur salur er hluti af upplifun sýningarinnar. Hver og einn má þó að sjálfsögðu ráða hvoru megin hann situr.

    Eingöngu hefur verið breytt dagsetningum sýninga og því eiga kortagestir og þeir sem keyptu miða í lausasölu enn miða á sömu sýningu og áður.
    Sýningar eru eftirfarandi:
    Frumsýning – 13. janúar kl. 20 (átti að vera 29. desember)
    2. sýning – 14. janúar kl. 20 (átti að vera 3. janúar)
    3. sýning – 16. janúar kl. 20 (átti að vera 4. janúar)
    4. sýning – 17. janúar kl. 20 (átti að vera 5. janúar)
    5. sýning – 18. janúar kl. 20 (átti að vera 6. janúar)
    6. sýning – 24. janúar kl. 20 (átti að vera 11. janúar)
    7. sýning – 28. janúar kl. 20 (átti að vera 12. janúar)
    8. sýning – 1. febrúar kl. 20 (átti að vera 13. janúar)
    Ef eitthvað er óljóst eða ef einhverjar spurningar vakna er fólki bent á að hafa samband við miðasölu í síma 568-8000 eða á midasala@borgarleikhus.is
    Starfsfólk Borgarleikhússins biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þessar breytingar kunna að hafa fyrir leikhúsgesti en vonum að nýir sýningartímar henti vel.
    Kær kveðja og gleðilega hátíð.
    Starfsfólk Borgarleikhússins.


    loading

    Takk fyrir að skrá þig!