LUNCH í Tjarnarbíó | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    LUNCH í Tjarnarbíó

    LUNCH / HÁDEGISVERÐUR er gjörningur í eðli sínu, sýning sem sköpuð var í samvinnu við 8 listamenn víðsvegar að úr hánorðri. Til samstarfsins var stofnað í litlu þorpi, Kaukonen í finnska Lapplandi, með tilraunakenndri, flatri aðferð sem leggur áherslu á mikilvægi fundarins.

    Sýningin varð til úr ljósunum, hljóðunum, hreyfingunni og auðvitað – matnum. Hún dregur innblástur sinn frá sköpunarstað og einnig þeim stað þar sem hún verður sýnd hverju sinni.

    Aðferðin byggir á því sem gerist þegar 8 mismunandi listamenn úr ýmsum listgreinum í hánorðri hittast í fyrsta skipti og hefja sköpun á nýju performansverki? Það er lagt á borð, boðið er upp á góðan mat, tungumál menningu. Þannig byrjaði þetta, með samtali og endurtekinni athöfn, hádegismaturinn varð gjörninga- og æfingarými. Reglur voru settar og hin ýmsu listform tengjast í sameiginlegum vefnaði póla á milli. Mannleg og líkamleg tenging með því að gefa, þjóna og deila við borðið. Svona hittumst við.

    Hér er að ferð frumgerð einskonar samkomustaðs fyrir listamenn í hánorðri til að deila list sinni, skiptast á sjónarhornum og vinnuaðferðum, enn fremur vettvangur til að vinna saman að því að skapa eitthvað nýtt.

    Listafólkið á bak við sýninguna eru Erlend Auestad Danielsen (NO), Sophie Fetokaki (CY), Anni-Kristiina Juuso (Sápmi), Mari Keski-Korsu (FIN), Emma Langmoen (NO), Júlía Mogensen (IS) Riikka Vuorenmaa (FIN) og Jacob Zimmer (CAN / WHITEHORSE).

    Listform þeirra spanna allt frá umhverfislist, gjörningum, innsetningum, dansi, leiklist, tónlist, hljóðlist, ljóðlist, dramatúrgíu, myndlist, náttúruaktífisma, ljósahönnun að sirkuslistum. Listamennirnir eiga það sameiginlegt að starfa eða búa í hánorðri, allt frá Lapplandi, Rússlandi, Norðurlöndum til Kanada.

    Hádegisverður er framreiddur á vegum Northern Network for Performing Arts. Í gegnum verkefnið styður netverkið við listastörf í hánorðri, eflir ný byggðatengsl innan sviðslista og byggir brýr milli listasamfélaga.

    Netverkið er samræmt af fjórum stofnunum sem hver leggur sitt af mörkum: Cycle listahátíð (IS), Nuuk Nordisk Kulturfestival (GL), RadArt – nettverk for fri scenekunst (NO) og Silence Festival / Hiljaisuus-festivaali (FIN). Verkefnið er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni og Nordisk Kulturfond.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!