Lokasýning á Moulin Rouge | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Lokasýning á Moulin Rouge

    moulinrouge

    Nemendur Verzlunarskóla Íslands kynna með stolti: Moulin Rouge!

    Nemendafélag Verzlunarskóla Íslands setur á hverju ári upp glæsilegan söngleik. Þessir söngleikir hafa hvað eftir annað slegið í gegn og hafa hlotið lof bæði gagnrýnenda og sýningargesta.

    Í ár verður söngleikurinn Moulin Rouge settur upp, byggður á samnefndri kvikmynd frá árinu 2001. Sýningin fjallar um Kristján, ungan rithöfund sem flytur til Parísar og endar þar á að skrifa leikrit fyrir skemmtistaðinn Moulin Rouge. Þar kynnist hann Demantadrottningunni og gleðikonunni Satín og verður ástfanginn af henni.

    Sýningin er fyrir fólk á öllum aldri, full af gríni, spennu og rómantík, keyrð áfram á glæsilegum leik, söng og dansi.

    Listrænu stjórnendurnir eru ekki af verri endanum en það er Björk Jakobsdóttir sem leikstýrir þessu krefjandi verki. Einnig eru dansarnir stórkostlegir þar sem Unnur Elísabet Gunnarsdóttir er danshöfundur sýningarinnar. Helga Margrét Marzellíusardóttir, söngstjóri, sér til þess að leikararnir syngi eins og englar og Hallur Ingólfsson, tónlistarstjóri, sér um að öll tónlistin sé töfrum líkust.

    Það er aðeins ein sýning eftir af Moulin Rouge. Hún er þann 14. mars kl. 20:00 í Austurbæ.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!