Lokaæfing í Tjarnarbíói | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Lokaæfing í Tjarnarbíói

    lokaæfing stórSíðastliðinn 4. október var leikverkið Lokaæfing eftir Svövu Jakobsdóttur í uppsetningu Háaloftsins frumsýnt í Tjarnarbíói. Verkið segir frá hjónum á fertugsaldri sem loka sig af vikum saman niðri í heimatilbúnu neðanjarðarbyrgi. Fullkomin einangrun afhjúpar tilveru þeirra og smám saman nást út mörk raunveru og ímyndunar. Hvað eru þau að æfa? Margrómað átakaverk upp á líf og dauða.

    Leikstjórn: Tinna Hrafnsdóttir
    Leikarar: Þorsteinn Bachmann, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Kristín Pétursdóttir
    Aðstoðarleikstjórn: Arnmundur Ernst Backman
    Leikmynd: Stígur Steinþórsson
    Búningar: Una Stígsdóttir
    Tónlist: Sveinn Geirsson
    Lýsing: Arnþór Þórsteinsson

    Uppsetning Háaloftsins á Lokaæfingu er hluti af Lestrarhátíð Bókmenntaborgar 2015 sem í ár er helguð höfundinum.
    Svava Jakobsdóttir (1930-2004), leikskáld og fyrrverandi alþingismaður, var einn fremsti rithöfundur Íslendinga á 20. öld. Hún var auk þess ötul baráttukona fyrir jafnrétti og hafði mikil áhrif með sögum sínum, leikritum og fræðiskrifum. Lokaæfing er eitt þekktasta leikverk Svövu og var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1983.

    Leikhópurinn Háaloftið var stofnaður af leikurunum Tinnu Hrafnsdóttur og Sveini Geirssyni árið 2011. Fyrri sýningar á vegum Háaloftsins eru Hrekkjusvín árið 2011 í Gamla bíó, Útundan árið 2014 í Tjarnarbíó og Ekki hætta að anda árið 2015 í Borgarleikhúsi.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!