Leikfélag Akureyrar sýnir Kvenfólk | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Leikfélag Akureyrar sýnir Kvenfólk

     Kvenfolk 4

    Kvennasagan á hundavaði-drepfyndin sagnfræði með söngvum! -Leikfélag Akureyrar sýnir

    Kvennalistinn 1908 var róttækasta bylting Íslandssögunnar – Pussy Riot í peysufötum

    HUNDUR Í ÓSKILUM er margrómaður og verðlaunaður dúett sem er leikhúsgestum hér og sunnan heiða góðu kunnur fyrir leiksýningar sínar Sögu þjóðar sem hlaut Grímuverðlaunin árið 2012 og Öldina okkar sem gekk fyrir fullu húsi í Samkomuhúsinu og svo í Borgarleikhúsinu í kjölfarið. Hér leiða þeir aftur saman hunda sína undir stjórn Ágústu Skúladóttur leikstjóra.

    HUNDUR Í ÓSKILUM  heldur hér áfram að varpa óvæntu ljósi á Íslandssöguna með húmorinn að vopni. Nú er komið að sögu kvenna og kvennabaráttu.

    Frá því að konan kom til landsins í lok nítjándu aldar hafa íslenskir karlmenn gert sitt besta til að laga sig að breyttum aðstæðum. En hefur okkur tekist sem skyldi? Sagan greinir frá örfáum konum – raunar svo fáum að það er búið að skíra rakettur í höfuðið á þeim öllum.

    HUNDUR Í ÓSKILUM veltir við hverjum steini og grefur upp ýmislegt óvænt og skemmtilegt í sögu jafnréttisbaráttunnar.

    Úr gagnrýni  um Öldina okkar

    „Sum þessara atriða voru svo fyndin að ég fékk magakrampa.“ – SA.Tmm

    „Áhorfendur eiga eftir að veltast um úr hlátri. Stórskemmtileg sýning þar sem hugmyndaauðgi, einlægni og beittur húmor ráða ríkjum.“ – SJ. Fbl

    Kvenfólk er 323 sviðsetning Leikfélags Akureyrar.

    Aldurshópur 12+

    Höfundar og flytjendur: Eiríkur G. Stephensen og  Hjörleifur Hjartarson

    Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir

    Ljósahönnun; Lárus Heiðar Sveinsson

    Myndbandshönnun; Jón Páll Eyjólfsson

    Leikmynd, búningar og leikmunir:  Íris Eggertsdóttir

    Tónlist: Eiríkur G. Stephensen og Hjörleifur Hjartarson

    Hljóðhönnun: Gunnar Sigurbjörnsson

    Sýningastjóri: Þórhildur Gísladóttir

    Sviðs- og leikmyndavinna: Bjarki Árnason, Magnús Viðar Arnarsson og Jón Birkir Lúðvíksson

    Ljósmyndir: Auðunn Níelsson

    Akureyri – Leikfélag Akureyrar frumsýnir þann 29. september 323. sviðsetningu félagsins. Verkið er nýtt íslenskt sviðsverk eftir Hund í óskilum sem ber titilinn Kvenfólk. Dúettinn Hund í óskilum skipa þeir  Hjörleifur Hjartarsson og Eiríkur Stephensen, en þeir eru bæði höfundar og flytjendur verksins, þeir eru þó ekki alveg einir á báti heldur njóta fulltingis  kvennahljómsveitar í sýningunni. Í Kvenfólk fara þeir Hjörleifur og Eiríkur  á hundavaði yfir kvennasöguna undir leikstjórn Ágústu Skúladóttur.  Sýningin verður sýnd  í október og nóvember í Samkomuhúsinu.

    Um Hund í Óskilum

    Hundur í óskilum er margrómaður og verðlaunaður dúett sem er leikhúsgestum að góðu kunnur fyrir leiksýningar sínar Sögu þjóðar sem hlaut Grímuverðlaunin árið 2012 og Öldina okkar sem gekk fyrir fullu húsi í Samkomuhúsinu og svo í Borgarleikhúsinu í kjölfarið. En Öldina okkar unnu þeir einnig með Agústu Skúladóttur.

    Um Kvenfólk 

    Kvenfólk – Kvennasagan á hundavaði er drepfyndin sagnfræði með söngvum. Hundur í óskilum heldur hér áfram að varpa óvæntu ljósi á Íslandssöguna með húmorinn að vopni. Nú er komið að sögu kvenna og kvennabaráttu. Frá því að konan kom til landsins í lok nítjándu aldar hafa íslenskir karlmenn gert sitt besta til að laga sig að breyttum aðstæðum. En hefur okkur tekist sem skyldi? Sagan greinir frá örfáum konum – raunar svo fáum að það er búið að skíra rakettur í höfuðið á þeim öllum.  Hundur í óskilum veltir við hverjum steini og grefur upp ýmislegt óvænt og skemmtilegt í sögu jafnréttisbaráttunnar.

    Um Leikfélag Akureyrar

    Leikfélag Akureyrar varð hundrað ára þann 19. apríl þessa árs og er því sprellfjörugur öldungur. Kvenfólk er 323 sviðsetning Leikfélags Akureyrar og er ein af þremur leiksýningum sem LA setur upp leikárið 2017-2018. Saga félagsins er algerlega samofin sögu þess samfélags sem það sprettur úr fyrst sem áhugaleikhús og svo sem atvinnuleikhús. Leiksýningar félagsins hafa orðið að segul fyrir áhorfendur heima og handan heiða. Auk þess hefur félagið gert strandhögg með sínar leiksýningar í höfuðborginni við frábæran orðstí.

     



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!