Langelstur að eilífu | Leikhus.is

Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

Nafn:

Netfang:

Fæðingarár:

Símanúmer:

Kyn: KarlKona
 
Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

Svar:

 
Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015.

Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.
 

Langelstur að eilífu

Langelstur að eilífu verður frumsýnt í Gaflaraleikhúsinu 15. janúar

Langelstur að eilífu er splunkunýr söngleikur fyrir alla fjölskylduna, byggður á vinsælum verðlaunabókum Bergrúnar Írisar um Eyju og Rögnvald sem verða bestu vinir þrátt fyrir 90 ára aldursmun.

Verkið fjallar á einlægan hátt um vináttuna, lífið og dauðann. Sýningin er full af gleði, söng, hlýju og hjartnæmum boðskap. Hinn ástsæli Siggi Sigurjóns fer með hlutverk Rögnvalds gamla og með hlutverk hinnar sex ára gömlu Eyju fara tvær ungar stórleikkonur, þær Iðunn Eldey Stefánsdóttir og Nína Sólrún Tamimi. Þá syngja, leika og dansa einnig tíu börn í sýningunni auk leikaranna Ásgríms Geirs Logasonar og Júlíönu Söru Gunnarsdóttur.

Um umgjörðina á þessu stórskemmtilega verki sér einvala lið listrænna stjórnenda:
Leikgerð og leikstjórn: Björk Jakobsdóttir
Tónlist: Máni Svavarsson
Danshöfundur: Chantelle Carey
Söngstjóri: Guðlaug Dröfn Ólafsstóttir
Leikmynd og lýsing: Friðþjófur Þorsteinsson
Búningar: Eva Björg Harðardóttir
Grafík: Bergrún Íris Sævarsdóttir



loading