Kynfræðsla Pörupilta | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Kynfræðsla Pörupilta

    kynfræðsla

    • Fræðsludeild Borgarleikhússins og Pörupiltar bjóða 10. bekkingum í Reykjavík á kynfræðsluuppistand
    • 1200 unglingar væntanlegir í vikunni
    • Pörupiltar hafa ferðast víða með sýninguna

    Dagana 14-16.janúar sýna Pörupiltar í samstarfi við Borgarleikhúsið Kynfræðslu Pörupilta á Nýja sviði Borgarleikhússins. Pörupiltar eru mættir aftur til leiks en síðasta vetur sýndu þeir uppistand sitt um kynlíf fyrir 10 bekkinga í Reykjavík og nágrenni. Nú hafa þeir hlotið styrk frá Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar til að bjóða aftur 10 bekkingum í Reykjavik að koma á sýninguna.

    Pörupiltarnir eru mættir aftur með kynfræðslu sína sem vakti mikla lukku í fyrra en Kynfræðsla Pörupilta var frumsýnd í febrúar 2014 og sáu þá allir 10 bekkingar í Reykjavík sýninguna. Pörupiltar hafa tvívegis farið norður í Hof og frætt norðlenska unglinga um kynlíf. Einnig hafa Pörupiltar þýtt sýninguna yfir á ensku og sýnt á leiklistarhátíð í Helsinki, Finnlandi. Með húmor og gleði að vopni ræða Pörupiltarnir Nonni Bö, Dóri Maack og Hermann Gunnarsson um allt sem viðkemur kynlífi, kveða niður lífseigar mýtur og hvetja unglingana til að hlusta á eigin hjarta og tilfinningar. Sýningin er í uppistands formi og tekur um 50 mínútur í flutningi. Kynfræðslan var unnin eftir viðtöl og vinnustofur með nemendum úr kynjafræði í Kvennaskólanum og í samstarfi
 við Siggu Dögg kynfræðing. Starfsfólk Landlæknisembættisins kom einnig að gerð handritsins og var ráðgefandi aðili. Marmið sýningarinnar er að brjóta niður mýtur, afhelga og opna umræðuna um kynlíf, styrkja stelpur og fræða stráka.

    Kynfræðsla Pörupilta hlaut tilnefningu til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla 2014.

    Sagan Strákarnir Dóri Maack, Nonni Bö & Hermann Gunnarsson hafa lengi verið á atvinnuleysisbótum en þeir kynntust á sjálfstyrkingarnámskeiði hjá Vinnumálastofnun. Núna eiga þeir á hættu að missa bæturnar nema þeir taki ekki þátt í samfélagslegu verkefni. Eftir stutta yfirlegu ákváðu þeir að tækla kynfræðslu enda hafa þeir reynslu á því sviði, mismikla þó. Þeir hafa miklar væntingar og eru vel undirbúnir en einhverra hluta vegna endar alltaf allt í rugli hjá þeim. Verkefnið er styrkt af Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar.

    Pörupiltar Leikhópurinn Pörupiltar samanstendur af leikkonunum Sólveigu Guðmundsdóttur, Maríu Pálsdóttur og Alexíu Björgu Jóhannesdóttur. Þær hafa síðastliðin 9 ár komið fram undir nafni Pörupilta. Uppistand þeirra Homo Erectus gekk í tvo vetur í Þjóðleikhúskjallaranum við frábærar undirtektir og ferðaðist á leiklistarhátíðir erlendis. Pörupiltar settu upp verkið Beðið eftir Godot í Borgarleikhúsinu árið 2012.

    Gagnrýni um Kynfræðslu Pörupilta

    “Sólveig Guðmundssdóttir, Alexía Björg Jóhannesdóttir og María Pálsdóttir léku karlangana og rúlluðu upp salnum með frammstöðu sinni.“
 E.B. Fréttablaðið.
     
    „ÓBORGANLEGAR” L.P. Rúv

    Aðstandendur Höfundur & Leikstjóri: Leikhópurinn | Leikmynd: Leikhópurinn og Hlynur Páll Pálsson| Búningar: Leikhópurinn og Ólöf Haraldsdóttir| Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson | Hljóð: Garðar Borgþórsson | Leikarar: Alexía Björg Jóhannesdóttir, María Pálsdóttir & Sólveig Guðmundsdóttir



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!