Kenneth Máni | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Kenneth Máni

    kennethmáni stór„VIÐ ERUM KANNSKI GLÆPAMENN … EN VIÐ ERUM ALLA VEGA EKKI ÓHEIÐARLEGIR“

    Kenneth Máni, stærsti smáglæpamaður landsins, er ennþá að stela senunni í Borgarleikhúsinu.

    Byggt á samnefndri persónu úr sjónvarps- þáttaröðinni Fangavaktin eftir Jóhann Ævar Grímsson, Jón Gnarr, Jörund Ragnarsson, Pétur Jóhann Sigfússon og Ragnar Bragason.

    Kenneth Máni Johnson, um tíma Ketill Máni Áslaugarson, vann fyrir Georg Bjarnfreðarson í Fangavaktinni. Kenneth er eilífðarfangi sem glímir við lesblindu, athyglisbrest, ofvirkni og almennt hömluleysi. En hann er alveg óhræddur við að segja áhorfendum frá þessu öllu saman og svara spurningum þeirra um ,,lívið og tilverunna”.

    Ekki fræðandi en mjög fyndið skemmtikvöld þar sem Kenneth Máni lætur dæluna ganga svo engar tvær sýningar eru eins.

    Höfundarnir Jóhann Ævar Grímsson og Saga Garðarsdóttir leiða nú saman krafta sína í fyrsta sinn í samvinnu við leikarann Björn Thors til að ljá Kenneth Mána loksins rödd á sviði Borgarleikhússins. Jóhann Ævar skrifaði ásamt fleirum Næturvaktina, Dagvaktina og Fangavaktina á meðan Saga var meðhöfundur síðasta Áramótaskaups, skrifaði pistla í Fréttablaðið og hélt fyrirlestra um mannsheilann.

    Úr gagnrýni

    „Maður kvöldsins  er Björn Thors sem túlkar Kenneth Mána snilldarlega og af hlýju. Björn Thors  hefur persónuna frábærlega vel á valdi sínu.“ SGV – Mbl     

    „Sýningin er bráðskemmtileg. Meistaralega gert.“ JBG – Fbl 

    „Stundum hélt ég að ég ætlaði að kafna úr hlátri.“  SA – tmm.is

     



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!