Hlynur Páll Pálsson nýtur sín best í auga stormsins! | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Hlynur Páll Pálsson nýtur sín best í auga stormsins!

    Hlynur-Páll-2015-lítil1

    VIÐTALIÐ: BAK VIÐ TJÖLDIN

    Hver ert þú og hvað ertu að gera í dag?
    Ég er tveggja barna faðir og starfa sem listrænn ráðunautur í Borgarleikhúsinu, aðstoðarleikstjóri í Billy Elliot, framkvæmdastjóri sviðslistahópsins 16 elskenda og framkvæmdastjóri Reykjavík Dance Festival. Ég held að ég sé ekki að gleyma neinu!
     
    Í hvaða stjörnumerki ertu?
    Vatnsberi.
     
    Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
    Stjarneðlisfræðingur. Byrjaði meira að segja í eðlisfræði við Háskóla Íslands en svo áttaði ég mig á því að ég þyrfti að reikna flókin stærðfræðidæmi alla ævi ef ég ætti að láta draum minn rætast.
     
    Hver er þinn helsti kostur og helsti galli?
    Minn helsti kostur er líklega jafnfram minn helsti galli: óþolandi vinnusemi. Ég á það til að sökkva mér ofan í flókin og of krefjandi verkefni, enda nýt ég mín best í auga stormsins hverju sinni!
     
    Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
    Humar. Ef ég ætti að halda öðru fram þá væri ég að ljúga.
     
    Hvaða sýningu sástu síðast í leikhúsi?
    Taugar með Íslenska dansflokknum. Virkilega hressandi upplifun! Betra en gott kaffi.
     
    Hvaða áhugamál áttu þér?
    Fyrst og síðast leikhús. Ef ég hefði ekki brennandi áhuga á leikhúsi, þá myndi ég varla starfa við það. Held reyndar að það sé frumskilyrði fyrir starfsánægju að hafa áhuga á starfinu sínu! En þar fyrir utan þá eru áhugamál lestur bóka, borðspil og hlutverkaspil. Nýverið kynnti ég hlutverkaspil fyrir hópi af leikurum og nú spilum við að jafnaði einu sinni í viku!
     
    Hvernig tónlist hlustar þú mest á?
    Allt milli himins og jarðar. En þessa dagana þá hlusta ég örugglega mest á Cocteau Twins, London Grammar og Hozier.
     
    Hvað fer mest í taugarnar á þér?
    Tímasóun á borð við biðraðir, innantóman pirring og leti.
     
    Hver er þinn uppáhaldsstaður á Íslandi?
    Snæfellsnesið. Ég fór ekki í sveit á sumrin sem krakki, en eyddi þess í stað sumrunum hjá frænku minni í Rifi á Snæfellsnesi. Sama hversu oft ég heimsæki Snæfellsnesið þá uppgötva ég í sífellu nýjar víddir á svæðinu, hvort heldur um ræðir merkilegar söguminjar eða stórfenglega náttúru . Ótrúlega magnaður staður.
     
    Hver er þinn uppáhaldsstaður erlendis?
    Indland. Þetta er kannski dálítið stórt svar, en spurning er stór. Indland er einfaldlega fríkaðasti og furðulegasti staður sem ég hef heimsótt.
     

    HRAÐASPURNINGAR

    Flytja til London eða New York?
    New York
     
    Eiga hund eða kött?
    Hund.
     
    Borða heima heima eða úti daglega?
    Heima.
     
    Finnst þér betra að vinna á morgnana eða kvöldin?
    Kvöldin.
     
    Hvort drekkurðu bjór eða vín með matnum?
    Bjór.
     
    Hvort finnst þér skemmtilegra að lesa eða horfa á sjónvarp?
    Lesa.
     
    Hvort manstu betur: Nöfn eða andlit?
    Andlit.
     
    Veldu: Sturtu eða bað?
    Sturtu.
     
    Veldu: RÚV eða Stöð 2?
    Rúv.
     
    Ef þú ættir að lýsa þér í einu orði – hvaða orð væri það?
    Jákvæður.
     
    Er eitthvað sem þú vilt segja að lokum?
    Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt…
     



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!