Hellisbúinn snýr aftur | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Hellisbúinn snýr aftur

    Hellisbúinn 1

    Hellisbúinn er líklega vinsælasti einleikur heims. Hellisbúinn hefur þegar verið sýndur í 52 löndum, yfir 1000 borgum og frá upphafi hafa tugir milljóna um allan heim séð Hellisbúann.

    Hellisbúinn snýr nú aftur til Íslands í þriðja sinn en sýningin er líklega mest selda leiksýning landsins. Yfir 105 þúsund Íslendingar hafa hlegið, grátið, og fengið ódýra hjónabandsráðgjöf hjá Hellisbúanum.

    Jóel Sæmundsson túlkar hinn gifta meðalmann að þessu sinni, en Jóel er sjálfur einn fyndnasti maður sem hann þekkir, að eigin sögn.

    Hellisbúinn er frásögn af lífinu sjálfu, hjónabandi, ástum og ósætti. Hellisbúinn útskýrir sína sýn á samlífið og samskipti kynjanna. Konur og karlar, og allir hinir, sem hafa einhvern tímann verið í sambandi, eru í sambandi eða langar í samband, geta skemmt sér vel og samsamað sig við sögur Hellisbúans.

    Hellisbúinn hefur þróast mikið síðan hann bankaði síðast uppá á Íslandi og er nú orðinn þrælkunnugur hinum ýmsu öppum.

    Hellisbúinn verður frumsýndur í Bæjarbíó, Hafnarfirði þann 7. september. Sýningar fara svo fram í Bæjarbíói og Gamla Bíó, Reykjavík.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!