Hamskiptin | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Hamskiptin

    Hamskiptin

    Rómuð sýning Vesturports snýr enn á ný í Þjóðleikhúsið eftir sigurgöngu vítt og breitt um heiminn. Einstakt tækifæri!

    Hamskiptin er ein rómaðasta sýning Vesturports og hefur verið sýnd víða um heim og fengið frábærar viðtökur. Hún var frumsýnd í Lyric Hammersmith leikhúsinu í London árið 2006 og í kjölfarið endurfrumsýnd í Þjóðleikhúsinu, og hlaut þá Grímuverðlaunin sem leiksýning ársins.

    Hamskiptin eftir Franz Kafka er ein af þekktustu skáldsögum 20. aldarinnar. Leiksýningin er í senn ógnvekjandi og fyndin en í verkinu segir frá sölumanninum Gregor Samsa, sem vaknar upp einn morguninn í líki risavaxinnar bjöllu. Líf hinnar hversdagslegu Samsafjölskyldu breytist á svipstundu í einkennilega martröð.

    Hamskiptin er mögnuð leikhúsupplifun þar sem leikmynd Barkar Jónssonar og lýsing Björns Helgasonar skapa einstæðan heim á leiksviðinu, og leikhópurinn fer á kostum undir seiðandi tónlist Nicks Cave og Warrens Ellis.

    ★★★★★

    The Guardian, Michael Billington

    Áfangastaðir á ferð Hamskiptanna um heiminn:

    London – Reykjavík – London – Liverpool – Manchester – Birmingham – Newcastle – Plymouth – London – Seoul í Suður-Kóreu – Dublin – Hong Kong – Hobart í Tasmaníu – Wollongong í Ástralíu – Sydney – Bogotá í Kólumbíu – Reykjavík – New York – Malmö – St. Pétursborg – Norilsk í Rússlandi – Osló – Barcelona – München – Calgary í Kanada – London – Washington – Boston – Osló – Toronto – Osló – Reykjavík



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!