Hamlet litli | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Hamlet litli

    hamletlittli stór

    Þriðja árið í röð býður Borgarleikhúsið og Reykjavíkurborg öllum nemendum 5. bekkjar í grunnskólum borgarinnar í leikhúsið að sjá verkið Hamlet litla eftir þau Berg Þór Ingólfsson, Kristjönu Stefánsdóttur og William Shakespeare.  Ríflega 1400 nemendur munu leggja leið sína um Borgarleikhúsið á næstu vikum og verður þeim öllum boðið í skoðunarferð um húsið, sem endar á því að sjá verðlaunasýninguna Hamlet litla þar sem leikararnir Kristín Þóra Haraldsdóttir, Sigurður Þór Óskarsson og Kristjana Stefánsdóttir fara á kostum.  Hamlet litli verður ekki tekinn til almennra sýninga á leikárinu, en leikhúsgestum býðst þó tækifæri til að berja sýninguna augum á sviðslistahátíðinni Assitej á Barnamenningarhátíð, sumardaginn fyrsta kl. 14:00.

    Sýningarnar eru partur af fræðslustarfi Borgarleikhússins þar sem þúsundir barna fá boð á hverju ári í leikhúsið. Um miðjan maí verður öllum 5 ára börnum í leikskólum Reykjavíkur boðið að sjá sýningu á Stóra sviðinu og fyrr í vetur fengu allir nemendur í 10. bekk í grunnskólum borgarinnar boð á Kynfræðslu Pörupilta.  Fræðslustarf Borgarleikhússins er því á blússandi siglingu.

    Sagan: Þegar Hamlet litli missir föður sinn er hann harmi sleginn og fer að haga sér stórfurðulega. Ekki batnar það þegar mamma hans ætlar örfáum dögum eftir útförina að giftast bróður pabba hans – og bróðirinn hefur örugglega eitthvað óhreint í pokahorninu. Óbærilegt verður þó ástandið þegar bestu vinir hans eru fengnir til að njósna um hann. Þau halda öll að hann sé að fara á límingunum. En hver myndi ekki fá að minnsta kosti vægt taugaáfall við þessar aðstæður? Hamlet litli hlaut grímuverðlaunin 2014 sem barnasýning ársins.

    Aðstandendur Höfundur: Bergur Þór Ingólfsson & hópurinn | Leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson | Leikmynd, búningar & leikbrúðugerð: Sigríður Sunna Reynisdóttir | Lýsing:Garðar Borgþórsson|Tónlist: Kristjana Stefánsdóttir | Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen |  Leikarar:Sigurður Þór Óskarsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir & Kristjana Stefánsdóttir



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!