Hafið var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu annan í jólum | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Hafið var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu annan í jólum

    Hafið 1

    Hafið eftir Ólaf Hauk Símonarson, leikstjórn Sigurður Sigurjónsson. Kraftmikið átakaverk, beint úr íslenskum veruleika.

    Hafið er meðal þekktustu verka í íslenskri leiklistarsögu, en leikritið sló rækilega í gegn þegar það var frumflutt í Þjóðleikhúsinu árið 1992, og samnefnd kvikmynd byggð á því öðlaðist miklar vinsældir. Verkið er nú sviðsett í Þjóðleikhúsinu í nýrri gerð, á 70 ára afmæli leikskáldsins.

    Hafið fjallar um valdamikinn útgerðarmann í sjávarþorpi, fjölskyldu hans og grimmileg átök um fjölskylduauðinn. Systkinin vilja að faðirinn selji kvótann og flytji í þjónustuíbúð í Reykjavík. Gamli jaxlinn hefur aðrar fyrirætlanir. Hann býður börnunum sínum og mökum þeirra í áramótaheimsókn. Uppgjör innan fjölskyldunnar er óumflýjanlegt. Enginn getur orðið samur eftir.

    Hafið er átakamikill fjölskylduharmleikur, þrunginn spennu, en líkt og önnur verk höfundar jafnframt fullt af beittum húmor.

    Hafið hlaut Menningarverðlaun DV, var tilnefnt til Norrænu leikskáldaverðlaunanna og valið til sýningar á leiklistarhátíðinni í Bonn. Verkið hefur verið sett upp víða um Evrópu. Leikritið kemur út í nýju leikritasafni í tilefni af stórafmæli skáldsins.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!