Forsalan hefst á morgun 1. febrúar | Leikhus.is

Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

Nafn:

Netfang:

Fæðingarár:

Símanúmer:

Kyn: KarlKona
 
Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

Svar:

 
Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015.

Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.
 

Forsalan hefst á morgun 1. febrúar

Rocky horror1

Forsala fyrir söngleikinn Rocky Horror hefst á morgun fimmtudaginn 1. febrúar, en verkið verður frumsýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins föstudaginn 16. mars. Fyrstu 500 miðunum sem keyptir verða á staðnum í miðasölu Borgarleikhússins fylgir miði á opna æfingu og þar með einstakt tækifæri að vera í hópi þeirra fyrstu sem sjá brot úr sýningunni. Þá verður miðinn einnig á sérstökum forsöluafslætti fyrsta daginn hvort sem keypt er á borgarleikhus.is eða í miðasölunni.

Páll Óskar Hjálmtýsson mun leika aðalhlutverkið, Frank N Furter, en hann lék sama hlutverk í uppfærslu MH árið 1991. Þá fer söngvarinn Valdimar Guðmundsson með hlutverk Eddie, sem MeatLoaf gerði frægt í samnefndri kvikmynd.

Aðrir leikarar í sýningunni eru Arnar Dan Kristjánsson sem Rocky, Björn Stefánsson sem Riff Raff, Brynhildur Guðjónsdóttir sem Magenta, Haraldur Ari Stefánsson sem Brad Majors, Katla Margrét Þorgeirsdóttir sem Dr. Scott, Vala Kristín Eiríksdóttir sem Columbia, Valur Freyr Einarsson sem sögurmaður og Þórunn Arna Kristjánsdóttir sem Janet Weiss.

Listrænir stjórnendur eru Marta Nordal, Jón Ólafsson, Lee Proud, Bragi Valdimar Skúlason, Ilmur Stefánsson, Fillipía Elísdóttir, Elín Sigríður Gísladóttir og Björn Bergsteinn Guðmundsson.loading