Uncategorized | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Browsing "Uncategorized"

    Leikhúspáskar í Dýrafirði

    mar 27, 2024   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Tvær vinsælar sýningar verða í Kómedíuleikhúsinu um páskana.

    Í Kómedíuleikhúsinu í Haukadal í Dýrafirði verða haldnir sérstakir leikhúspáskar. Verða sýndar tvær vinsælar sýningar og hefst dagskráin á skírdag fimmtudaginn 28. apríl kl. 17.00 með sýningu á hinni vinsælu leik- og söngskemmtun Lífið er lotterí. Þar er á ferðinni skemmtun þar sem listaskáldinu Jónasi Árnasyni eru gerð skil í tónum, söng og tali. Það eru þau Dagný Hermannsdóttir og Guðmundur Hjaltason er flytja söngtexta Jónasar mörg hver við lög hans bróður Jóns Múla. Elfar Logi stígur einnig á stokk og segir frá skáldinu Jónasi, sko Árnasyni. Lífið er lotterí var frumsýnt síðasta haust í Kómedíuleikhúsinu og hefur fengið afar góðar viðtökur enda er hér á ferðinni ósvikin skemmtan þar sem allir geta tekið undir og þá ekki bara í viðlaginu. Lífið er sannarlega lotterí í Haukadal í Dýrafirði á páskum.

    Á föstudaginn langa 29. apríl verður svo á fjölum Kómedíuleikhússins í Haukadal vinsælasta ævintýri allra tíma Dimmalimm eftir Bílddælinginn Mugg. Dimmalimm er einstaklega falleg og ævintýraleg brúðusýning sem hefur notið fádæma vinsælda og verið sýnd um land allt í mörg, mörg ár.

    Bugsy Malone í Þjóðleikhúsinu í apríl 2024

    mar 26, 2024   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Söngleikjadeild Söngskólans í Reykjavík mun sýna söngleikinn Bugsy Malone í Þjóðleikhúsinu í apríl 2024

    Kvikmyndin Bugsy Malone, sem hóf feril Jodie Foster og Scott Baio er hér orðin að stórskemmtilegri leikhúsupplifun í þessari endurgerð hinnar alræmdu sögu í frábærri þýðingu Davíðs Þórs Jónssonar. Tímabilið eru bannárin í New York, borg fullri af mafíósum, sýningarstúlkum og draumóramönnum. Keppinautarnir og glæpaforingjarnir Fat Sam og Dandy Dan eiga í miklum deilum. Dandy Dan hefur náð yfirhöndinni og nú eru Fat Sam og gengi hans í virkilegum vandræðum!

    Inn kemur Bugsy Malone, peningalaus hnefaleikakappi en með eindæmum ágætur strákur. Það eina sem Bugsy vill í raun og veru gera er að eyða tíma með nýju ástinni sinni, Blousey. En mun hann geta staðist tælandi söngkonuna Tallulah og haldið sig fjarri vandræðum nógu lengi til að hjálpa Fat Sam að verja viðskipti sín…?

    Bugsy Malone er fjörugur söngleikur, stútfullur af þekktum lögum frá Óskarsverðlaunahafanum Paul Williams, þar á meðal My Name is Tallulah, You Give a Little Love og Fat Sam’s Grand Slam.

    Leikstjórn er í höndum Níelsar Thibaud Girerd. Danshöfundur er Júlía Kolbrún Sigurðardóttir og tónlistarstjóri er Sigurður Helgi.

    And Björk, of course… verður gestasýning í Borgarleikhúsinu í apríl

    mar 26, 2024   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    And Björk, of course… sýningar hefjast í Borgarleikhúsinu 4. apríl.

    Leikritið And Björk, of course.. verður sýnt í Borgarleikhúsinu í apríl og verður frumsýning 4. apríl. Um gestasýningu Leikfélags Akureyrar er að ræða en sýningin var sýnd í Samkomuhúsinu síðustu vikurnar við góðar undirtektir.

    Leikritið And Björk, of course… eftir Þorvald Þorsteinsson er drepfyndinn og hrollvekjandi leiðangur um sjálfsmyndir einstaklinga og þjóðar. Verkið var fyrst frumsýnt í Borgarleikhúsinu árið 2002 í leikstjórn Benedikts Erlingssonar og hlaut einróma lof gagnrýnenda. 

    Athugið að sýningin er merkt Trigger Warning en í sýningunni er fjallað um eða ýjað að ofbeldi, kynferðisofbeldi, kynþáttafordómum, einelti, fötlunarfordómum, sjálfsvígum og annað sem getur vakið óþægilegar og erfiðar tilfinningar hjá áhorfendum. Aldursviðmið: 16 ára og eldri.

    Gæjar og píur

    mar 20, 2024   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Laugardaginn 16.mars síðastliðinn var söngleikurinn ,,Gæjar og píur“ frumsýndur í Urðarbrunni hjá leikfélagi FG, Verðandi og er leikkonan Þórunn Lárusdóttir leikstjóri.

    Gæjar og píur er dásamlegur klassískur söngleikur sem gerist í New York á fimmta áratug síðustu aldar. Natan Detroit er aðal spaðinn í bænum þegar kemur að teningaharki og heldur utan um þá „starfsemi“ í borginni. Hann hefur verði trúlofaður Adelaide, aðalstjörnu vinsæls næturklúbbs, í 14 ár og er heldur farið að reyna á þolinmæði hennar í þeim efnum. Dag einn kemur gamalkunnur töffari, Skæ Masterson, í bæinn en hann hefur getið sér gott orð á landsvísu fyrir áhættuveðmál, upp á töluverða fjármuni. Natan nær að veðja við Skæ að hann nái ekki að bjóða yfirmanni hjálpræðishersdeildar hverfisins, hinni geðþekku Söru Brown, með sér á stefnumót til Havana, sem hefur miklar og skemmtilegar afleiðingar.

    Þar sem Djöflaeyjan rís

    mar 20, 2024   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Leikfélag Keflavíkur frumsýndi leiksýninguna Þar sem Djöflaeyjan rís.  Föstudagskvöldið 15. mars við mikið lof áhorfenda. 

    Árið 1947 fór Bandaríski herinn frá Íslandi og braggahverfin sem hermennirnir bjuggu í í Reykjavík urðu að íbúðarhverfum þar sem um 600 íslendingar bjuggu. Höfundurinn Einar Kárason skrifaði skáldsögur um þessa tíma og hverfi, seinna skrifar Kjartan Ragnarsson leikgerð út frá þeim sögum og leikritið kallað „Þar sem Djöflaeyjan rís“ sem sett var upp 1987 af Leikfélagi Reykjavíkur og síðar kom vinsæla kvikmyndin „Djöflaeyjan“ út árið 1996.

    Í sögunni er farið yfir fjölskyldu Línu spákonu sem býr í Thule-kamp braggahverfinu ásamt Tomma kaupmanni og barnabörnum hennar þeim Dollí, Badda og Danna. Móðir barnanna, Gógó flytur til Bandaríkjanna og systkinin verða eftir en seinna býður hún strákunum til Ameríku. Eftir að þeir koma heim snýst allt á hvolf. Sýningin fer vel í það hvernig það var að búa undir þessum erfiðu en áhugaverðu aðstæðum í braggahverfinu.

    Leikfélag Keflavíkur fær þann heiður að „djöflast“ við að sýna þessa klikkuðu sýningu „Þar sem Djöfaleyjan rís“ í Frumleikhúsinu. Frábær leikhópur stígur á svið og sýnir u.þ.b. þrisvar í viku og skemmtir sér við að skemmta ykkur með söng, dans, loftfimleikum og stórklassa leik!  

    Leikarahópurinn er fjölbreyttur og samanstendur af reyndum leikurum en jafnframt einstaklingum sem eru að þreyta frumraun sína á leiksviði. Það eru 14 einstaklingar sem leika í sýningunni. Árni Grétar Jóhannsson leikstýrði verkinu en hann hefur mikla reynslu í áhugaleikhúsum og leikstýrði m.a. sýningunni Rocky Horror hjá Leikfélagi Vestmannaeyja sem hlaut titilinn Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins í fyrra. 

    Sýningar fara fram í Frumleikhúsinu, Vesturbraut 17, í Reykjanesbæ.

    Rocketman

    mar 13, 2024   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Nemendamótsnefnd Verzlunarskóla Íslands kynnir með stolti söngleikinn ”Rocketman!”

    Leikstjóri og höfundur er Júlíana Sara Gunnarsdóttir. Söngleikurinn er byggður á samnefndri bíómynd um líf Elton John og má þar heyra frábæra smelli og sjá söguna um viðburðaríkt líf þessa heimsfræga söngvara.

    Sýnt verður í leikhúsi Verzlunarskólans sem nemendur hafa sett sjálfir upp. Gengið er inn um vinstri inngang beint á móti Kringlunni.

    Beint í æð

    mar 12, 2024   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Leikfélag Fjallabyggðar sýnir um þessar mundir gamanleikritið Beint í æð eftir Ray Cooney í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar. Verkið er sannkallaður flækjufótur sem kallar á að áhorfandi taki ekki augun af sviðinu og fylgist með af öllum kröftum.

    Leikstjóri verksins er Valgeir Skagfjörð en þetta er í fyrsta skipti sem Valgeir leikstýrir fyrir Leikfélag Fjallabyggðar. Leikarahópurinn er fjölbreyttur en alls taka 11 leikarar þátt í sýningunni á aldrinum 17 til 62 ára Þar af eru tveir sem eru að þreyta frumraun sína á leiksviðinu.

    Sýnt er í Tjarnarborg í Ólafsfirði og hægt er að panta miða á sýningar í símum 863-2604 (Guðrún) og 849-5384 (Vibekka).

    Póst-Jón

    mar 12, 2024   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Póst-Jón er Gamanópera um söngfugla og skrautfjaðrir.

    Póst-Jón er íslensk staðfæring Óðs á gamanóperunni Le postillon de Lonjumeau eftir franska tónskáldið Adolphe Adam sem var frumsýnd í París árið 1836 við gríðarlegan fögnuð áhorfenda. Hún hefur síðan þá ekki notið þeirra vinsælda sem hún á skilið en hún gerir grín að óperuforminu á hátt sem aðeins sönnum óperuunnanda gæti tekist. Óperan fjallar um póstmanninn Jón sem býðst skyndilega að flytjast til Danmerkur til að gerast óperusöngvari en þarf þá fyrirvaralaust að yfirgefa eiginkonu sína Ingibjörgu sem hann gekk að eiga fyrr sama dag. Tíu árum síðar hittast þau aftur í Kaupmannahöfn með ófyrirséðum afleiðingum.

    Nánd við áhorfendur og potað í óskrifaðar reglur

    Sviðslistahópurinn Óður neitar að geyma óperur í glerkössum. Þau vilja miklu frekar taka þær upp, hrista af þeim rykið og leika sér að þeim, pota í óskrifaðar reglur og skemmta sér og öðrum. Þau trúa á nálægð við áhorfendur og einlæga túlkun á tungumáli sem áhorfendur skilja. Fyrsta sýning þeirra, Ástardrykkurinn, sló rækilega í gegn og fylgdu því efir með frábærri sýningu á Don Pasquale.

    Óður er Listhópur Reykjavíkur 2024 og er sýningin styrkt af Reykjavíkurborg.

    X

    mar 9, 2024   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    X er frumsýnt 16. mars í Borgarleikhúsinu.

    Við endimörk sólkerfisins bíða fimm geimfarar eftir afleysingu. Enginn kemur. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir berast engin svör frá jörðu. Tíminn líður. Klukkan tifar á jarðartíma, þó sólarhringurinn á Plútó sé 153 tímar. Hvenær missir fólk tengsl við tímann þegar ekkert viðmið er lengur til að mæla daga, vikur, mánuði, ár? Tíminn verður afstæður og raunveruleikinn molnar í sundur þegar fimm einstaklingar eru lokaðir í rými sem engin leið er að komast út úr. 

    Dulmagnað og hrollvekjandi spennuleikrit eftir eitt athyglisverðasta leikskáld Bretlands síðustu ára.

    Lísa í Undralandi

    mar 9, 2024   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Leikfélag Hornafjarðar sýnir Lísu í Undralandi.

    Leikfélag Hornafjarðar frumsýnir söngleikinn Lísu í Undralandi, laugardaginn 9. mars. Lísa leggur af stað í ótrúlegt ferðalag þar sem á vegi hennar verða ýmsar furðuverur og og hún lendir í allskonar óvæntum uppákomum. Leikstjóri er Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir og er þetta frumraun hennar sem slíkur.

    Alls taka 14 leikarar þátt í sýningunni en í hlutverki Lísu er Magndís Lóa Aðalsteinsdóttir. Birna Jódís Magnúsdóttir sér um leikmynd, búninga og útlitshönnun en lætur það ekki nægja þvi hún fer einnig með hlutverk Hjarta Drotningarinnar. Hafdís Hauksdóttir er tónlistarstjóri og fer einnig með hlutverk kálormsins. Ljósahönnuður er Þorsteinn Sigurbergsson. Leikhópurinn er afar fjölbreyttur og má m.a. nefna að aldursdreifing í hópnum er frá 17 til 64 ára.

    Sýnt er Í Mánagarði og miðasala í símum 691-6750 og 892-9354 milli kl. 17.00-19.00.

    Síður:1234567...91»
    loading

    Takk fyrir að skrá þig!