Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

Nafn:

Netfang:

Fæðingarár:

Símanúmer:

Kyn:  Karl Kona
 
Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

Svar:

 
Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015.

Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.
 

Björn Leó nýtt leikskáld Borgarleikhússins

Björn Leó 2

Björn Leó Brynjarsson hefur verið valinn nýtt leikskáld Borgarleikhússins fyrir leikárið 2017 til 2018, en tilkynnt var um valið á athöfn í Borgarleikhúsinu 28. september. Hann tekur við af Sölku Guðmundsdóttur en það er Leikritunarsjóður Leikfélags Reykjavíkur undir forystu Vigdísar Finnbogadóttur sem velur leikskáldið, en ásamt henni í nefndinni eru Brynjólfur Bjarnason og Kristín Eysteinsdóttir. Meðal fyrri leikskálda hússins hafa verið m.a. Tyrfingur Tyrfingsson, Auður Jónsdóttir, Jón Gnarr og Kristín Marja Baldursdóttir. Björn Leó mun vinna að nýju leikriti sem stefnt verður að uppsetningu á í Borgarleikhúsinu leikárið 2018 til 2019.

Björn Leó Brynjarsson er fæddur árið 1985. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 2005 og B.A. prófi í Fræðum og framkvæmd úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2011. Hann hefur m.a. starfað sem texta- og hugmyndasmiður hjá auglýsingastofunni Pipar, skrifað pistla fyrir Víðsjá og verið stuðningsfulltrúi á bráðageðdeild 32C, Landspítala. Brynjar Léo var meðlimur í stjórn Stúdentaleikhússins, stofnmeðlimur “action-leikhús-hópsins” Cobra Kai, þá hefur hann skrifað og leikstýrt m.a. verkinu Tranturinn og hnefinn auk þess að vera meðhöfundur og aðstoðarleikstjóri verksins Petra í uppsetningu Dansaðu fyrir mig sem sýnt var á Lókal 2014 og leiklistarhátíðinni í Tampere 2015. Hann skrifaði og leikstýrði verkinu Frami árið 2015 sem sýnt var í Tjarnarbíó og vakti mikla athygli áhorfenda og gagnrýnenda.

Föst staða leikskálds við Borgarleikhúsið er liður í þeirri yfirlýstu stefnu leikhússins að leggja sérstaka rækt við og styðja nýja íslenska leikritun en leikskáld Borgarleikhússins verður hluti af starfsmannahópi leikhússins.

Meðfylgjandi myndir var tekin þegar tilkynnt var um valið í Borgarleikhúsinu seinni partinn í dag.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. leikhus.is hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu.
Einnig áskilur leikhus.is sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir.

loading