Bakkabræður mæta loksins í Kómedíuleikhúsið | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Bakkabræður mæta loksins í Kómedíuleikhúsið

    Bakkabræður mæta loksins í Kómedíuleikhúsið

    Hygðust frumsýna þann 1. Apríl en allt fór úrskeiðis

    Kómedíuleikhúsið vinnur hörðum höndum þessa dagana að æfingum á
    uppsetningu brúðuleikritsins Bakkabræður sem fjallar um ævintýri hinna
    þjóðþekktu bræður Gísla, Eirík og Helga. Í sýningunni eru kostuleg
    ævintýri Bakkabræðra sett í spaugilegan búning með töfrum
    brúðuleikhússins.

    Kómedíuleikhúsið kemur nú tvíelft tiltaka eftir síðasta samkomubann og
    ætlar sér að frumsýna Bakkabræður með pomp og prakt þann 22. Maí í
    Kómedíuleikhúsinu í Haukadal, Dýrafirði en þetta  verður önnur tilraun
    leikhússins til að frumsýna verkið. Hvern hefði órað fyrir að eitthvað
    gæti farið úrskeiðis við að frumsýna verk um klaufabárðana sem
    Bakkabræður eru, þann 1. apríl?

    Lögin í sýningunni eru sungin af Diddú við tónlist sem Björn Thoroddsen,
    gítarleikari, samdi og flytur. Marsibil G. Kristjánsdóttir hannar
    ævintýraheim leiksýningarinnar og gerir brúðurnar sömuleiðis. Leikari og
    þjónn brúðanna er Elfar Logi Hannesson, sem einnig er höfundur verksins
    ásamt Sigurþóri A. Heimissyni  sem jafnframt leikstýrir.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!