Ásgerður Júlíusdóttir er hardcore steingeit! | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Ásgerður Júlíusdóttir er hardcore steingeit!

    VIÐTALIÐ: BAK VIÐ TJÖLDIN

    Hver ert þú og hvað ertu að gera í dag?
    Ég reyni nú yfirleitt bara að vera ég sjálf en hvað það þýðir er eitt gott og konkret svar því miður. Ég er voða margt, móðir, kona, kærasta, nörd, listunnandi, lífskúnstner, líklegast hipster, krútt osfrv. svo kannski bætist eitthvað við á morgun hehehe. Ég vinn sem verkefnisstjóri viðburða hjá EFLU verkfræðistofu.
    Í dag er ég aðallega að undirbúa kosningar í Grímunni sem og Grímuhátíðina sjálfa, en ég er og hef verið verkefnisstjóri Grímunnar undanfarin 2 ár. Þetta er þriðja Grímuhátíðin mín og verður hún haldin 16. júní nk. í Borgarleikhúsinu, svo það styttist óðfluga í þetta.
     
    Í hvaða stjörnumerki ertu?
    Ég er hardcore steingeit.
     
    Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
    Ég held ég hafi ákveðið c.a. 5 ára að verða geimfari en komst svo síðar að því að það væri ef til vill of háleitur draumur fyrir Íslending svo ég færði mig aðeins nær jörðu og ætlaði fram yfir tvítugt að vera flugmaður. Svo tóku örlögin í taumana og ég fór að vinna í leikhús og smitaðist af lista bakteríunni sem engin meðferð vinnur á móti og á endanum lærði ég list – og menningarfræði. Mig langar samt ennþá að verða geimfari bara svo það sé á hreinu.
     
    Hver er þinn helsti kostur og helsti galli?
    Ég er einstök og dýrmæt sköpun svo ég hef fullt af kostum en líka fullt af göllum. Ergo sum fullkomin í ófullkomleika mínum tja eða öfugt 😉
     
    Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
    Flest allur matur sem er grillaður er bara snilld. Elska tapas, ítalskan mat, indverskan, tælenskan en borða alls ekki sushi.
     
    Hvaða sýningu sástu síðast í leikhúsi?
    Ætli það hafi ekki bara verið Billy Elliot, sem var einstakt sjónarspil frá upphafi til enda. Frábær sýning í alla staði og ég tel líklegt að sú sýning muni standa framarlega á næst Grímu en það eru aðeins spekúlasjónir.
     
    Hvaða áhugamál áttu þér?
    Ég er nýfarin að mála aftur eftir langt hlé og líka prjóna smá, ætla ekki að taka fagurfræðilega afstöðu til afurða minna samt sem áður. Ég horfi mikið á sci-fi og hrollvekjur. Ég les aðallega krimma þegar ég nenni að lesa nú og líka bækur um núvitund og hugleiðslu. Elska að ferðast en geri alltof lítið af því. Mér finnst voða gott að vera úti í náttúrunni og skíði eru alveg málið. Ég er alltaf að reyna að vera í jóga en vantar c.a. 10 tíma í viðbót í sólarhringinn til að ná þessu öllu sama.
     
    Hvernig tónlist hlustar þú mest á?
    Ég er voðalega íhaldsöm og gamaldags þegar kemur að tónlist. Hlusta á klassískt rokk eins og Led Zeppelin og Who. Einnig er ég pínu svag fyrir óperum og fæ alltaf gæsahúð þegar ég blasta Bryn Terfel eða Pavarotti.
    Annar sagði einhver einhverntímann þegar viðkomandi fór í gegnum playlistann minn á ipodinum að ég hlyti að vera eitthvað skitsó svo ólík var tónlistin á tækinu.
     
    Hvað fer mest í taugarnar á þér?
    Margt, ansi margt. Aðallega þegar fólk gengur bak orða sinna.
     
    Hver er þinn uppáhaldsstaður á Íslandi?
    Snæfellsnes og Borgarfjörður
     
    Hver er þinn uppáhaldsstaður erlendis?
    Berlin og Nice.
     

    HRAÐASPURNINGAR

    Flytja til London eða New York?
    New York.
     
    Eiga hund eða kött?
    Hund.
     
    Borða heima heima eða úti daglega?
    Úti.
     
    Finnst þér betra að vinna á morgnanna eða kvöldin?
    Kvöldin.
     
    Hvort drekkurðu bjór eða vín með matnum?
    Vín.
     
    Hvort finnst þér skemmtilegra að lesa eða horfa á sjónvarp?
    Sjónvarp.
     
    Hvort manstu betur: Nöfn eða andlit?
    Andlit.
     
    Veldu: Sturtu eða bað?
    Sturtu.
     
    Veldu: RÚV eða Stöð 2?
    Rúv.
     
    Ef þú ættir að lýsa þér í einu orði – hvaða orð væri það?
    Sterk.
     
    Er eitthvað sem þú vilt segja að lokum?
    Þetta leikhúsár er búið að vera frábært, mikið af góðum sýningum á öllum vígstöðvum svo ég hvet fólk eindregið að skella sér í leikhús og fylgjast svo með Grímunni þann 16. júní á RÚV.
     



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!