október | 2022 | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Archive from október, 2022

    Madam Tourette

    okt 29, 2022   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Elva Dögg er Madam Tourette.

    Uppistandseinleikur Elvu Daggar Hafberg Gunnarsdóttur MADAME TOURETTE verður frumsýndur í Tjarnarbíó 30. október. þar fjallar hún á óvæginn og meinfyndinn hátt um fötlun sína og kjör öryrkja á Íslandi. 

     Elva Dögg hefur starfað sem uppistandari í rúman áratug og jafnan vakið athygli fyrir einstakan húmor sinn og dirfsku við að opinbera þau áhrif sem alvarleg Tourette röskun hefur á líf hennar, jafnt einkalíf, félagslíf, kynlíf og afkomu. Hún veitir áhorfendum sínum innsýn í heim sem margir vilja síður vita af, en af hispursleysi og glettni sýnir hún okkur á eftirminnilegan hátt hvernig kímni hennar og einstök sýn á heiminn hefur bjargað lífi hennar.

     Kvöld með Elvu Dögg er öllum ógleymanlegt, bæði upplýsandi og um leið óborganlega skemmtilegt. 

    HÖFUNDUR OG FLYTJANDI: Elva Dögg Hafberg Gunnarsdóttir 
    LEIKSTJÓRI: Ágústa Skúladóttir 
    LEIKMYND OG BÚNINGAR: Þórunn María Jónsdóttir
    LJÓSAHÖNNUN: Ólafur Ágúst Stefánsson

    Þjófar og lík

    okt 28, 2022   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Leikfélag Kópavogs frumsýnir Þjófa og lík.

    Leikfélag Kópavogs frumsýnir Þjófa og lík, tvo einþáttunga eftir Dario Fo, sunnudaginn 30. október. Leikþættirnir eru Lík til sölu í leikstjórn Arnar Alexanderssonar og Betri er þjófur í húsi en snurða á þræði í leikstjórn Sigrúnar Tryggvadóttur.

    Nóbelsskáldið Dario Fo þarf vart að kynna enda hafa leikverk hans notið mikillar hylli hérlendis í gegnum tíðina. Spilling valdsins er rauður þráður í mörgum verka Dario Fo. Þau einkennast af bítandi húmor í garð valdhafa, hvort sem það er lögreglan, kaþólska kirkjan eða stjórnmálamenn. Þau eru einnig innblásin af ítaslksri leikhúshefð ekki síst Commedia dell’arte. Alls taka 13 leikarar þátt í sýningunum sem verða á sviðinu í Leikhúsinu að Funalind 2 í Kópavogi frameftir nóvember. Leikmynd og búningar eru í höndum Maríu Bjartar Ármannsdóttur, Hjördís Zebitz sér um lýsingu og Hörður Sigurðarson um hljóð. Sýningarstjórar eru Petra Ísold og Anna Margrét Pálsdóttir

    Opinn samlestur á Mátulegum!

    okt 25, 2022   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Er gott að vera mátulega kenndur?

    Þriðjudaginn 1. nóvember kl.13 verður opinn samlestur á Mátulegum, sviðsútgáfu kvikmyndarinnar DRUK eftir Thomas Vinterberg. Lesið verður í forsal Borgarleikhússins en frumsýning er 30. desember. Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri leikstýrir og leikarar eru þeir Hilmir Snær Guðnason, Þorsteinn Bachmann, Halldór Gylfason og Jörundur Ragnarsson. 

    Í Mátulegum ákveða fjórir menntaskólakennarar á miðjum aldri að gera tilraun til að sannreyna kenninguna um að manneskjan sé fædd með of lítið áfengismagn í blóðinu – þeir eru lífsleiðir, staðnaðir í starfi og á góðri leið með að sigla einkalífinu í strand.

    Kaffi verður í boði og hægt er að panta veitingar frá Jómfrúnni hér eða í síma 568-8000. 

    Ávaxtakarfan í Eyjum

    okt 25, 2022   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Frumsýning verður þann 28. október kl 20:00

    Leikfélag Vestmannaeyja mun frumsýna leikverkið Ávaxtakarfan þann 28. október.

    „Í verkinu er tekist á við fordóma, einelti og mismunun á einlægum nótum þar sem börn og foreldrar fá að fylgjast með lífinu í ávaxtakörfunni með leik, söng, sirkus og dansi. Sagan segir frá samskiptum íbúa Ávaxtakörfunnar þar sem gengur á ýmsu til að ná sátt og samlyndum því sumir eru jú ber og aðrir eru grænmeti,“ 

    Frumsýning verður þann 28. október kl 20:00.

    Opnað verður fyrir miðapantanir mánudaginn 24.okt kl 10:00 og verður opið fyrir miðapantar alla daga frá kl 10:00 – kl 20:00.
    Miðasalan sjálf opnar svo eins og ávalt 1 ½ klst fyrir sýningar.

    Nú er um að gera og skella sér til Eyja og upplifa frábæra skemmtun.

    Miðasala sími 852-1940
    Miðaverð 3.900 kr

    Gísli á Uppsölum á n4 á jóladag

    okt 25, 2022   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Gísli á Uppsölum hefur verið sýnt vel yfir 100 sinnum.

    Kómedíuleikhúsið hefur verið ótrúlega afkastamikið og þau hjónin Elvar Logi Hannesson og Marsibil Kristjánsdóttir makalaus uppspretta hugmynda og framkvæmda. Um jólin ætlar Elvar Logi að bregða sér í hlutverk Gísla á Uppsölum – á sjónvarpsstöðinni n4.

    Gísli á Uppsölum er einstakt leikverk um einstakan mann í uppfærslu Kómedíuleikhússins. Einn stærsti viðburður íslenskrar sjónvarpssögu er Stiklu þáttur Ómars Ragnarssonar um einbúann Gísla Oktavíus Gíslason. Enn er Gísli landanum kær og hugleikinn. Hér er á ferðinni áhrifamikil sýning sem hefur hrifið áhorfendur líkt og saga söguhetjunnar.

    Verkið verður sýnt á jóladag og hér að neðan má sjá viðtal við Elvar á n4.

    Síðustu dagar Sæunnar

    okt 25, 2022   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Síðustu dagar Sæunnar er frumsýnt 28. október.

    Allir deyja – þar á meðal Sæunn. Sæunn sem nennir ekki að prjóna. Sæunn sem sér eftir því að skapa ekki fleiri minningar. Sæunn sem rígheldur í þær minningar sem þó fékkst tími til að skapa. Sæunn sem veit ekki hver fær að eiga persneska teppið sem þau hjónin keyptu ’97. Sæunn sem spyr sig hvenær sonurinn kíkir við. Síðustu dagar Sæunnar er ljúfsárt leikrit um nánd og fjarlægð, dauðann, maukaðan mat og leitina að sátt.

    Nýtt verk eftir Matthías Tryggva Haraldsson, annað af fráfarandi leikskáldum Borgarleikhússins.

    Listahópurinn Kvistur frumsýnir Kakkalakka

    okt 23, 2022   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Nýtt distópískt hlaðvarpsleikrit eftir Eygló Jónsdóttir.

    ,,Við kakkalakkar erum hinir raunverulegu guðir. Við munum erfa jörðina.“ (Úr kakkalakkar eftir Eygló Jónsdóttur)

    Leikritið er skrifað undir áhrifum tilvistarstefnunar. Persónur eru staddar í distópískum veruleika þar sem stríð og eyðilegging á sér stað fyrir utan gluggann og sprengjan ógnar lífinu. Þær reyna að átta sig á því hverjar þær eru, hvert hlutverk þeirra er og hvernig þetta muni allt enda.

    Leikarar eru Eyrún Ósk Jónsdóttir, Gunnar Jónsson og Óskar Harðarson.Klipping og tónlist var í höndum Óskars Harðarsonar.
    Þetta er fimmta leikritið í röð hlaðvarpsleikrita sem Listahópurinn Kvistur sendir frá sér, en hópurinn hóf að gera hlaðvarpsleikrit á sínum tíma í samkomubanni vegna heimsfaraldurs. 

    Verkið var styrkt af menningarnefnd Hafnarfjarðarbæjar.

    Leikfélag Fjallabyggðar frumsýnir Birgitta Kveður

    okt 17, 2022   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Leikfélag Fjallabyggðar æfir nú nýtt leikrit eftir Guðmund Ólafsson, sem jafnframt er leikstjóri. Verkið heitir BIRGITTA KVEÐUR og er sagt vera ”sakamálaleikrit með gamansömu ívafi”. Æfingar hófust tólfta september og frumsýning verður 28. október. Leikritið gerist á einu föstudagssíðdegi og kvöldi í litlu innflutningsfyrirtæki, sem hefur sérhæft sig í innflutningi frá Kína. En þetta er ekki venjulegur dagur því um kvöldið á að kveðja elsta starfsmanninn, hana Birgittu, sem er að láta af störfum vegna aldurs. Er að því tilefni slegið upp kveðjuveislu. Er óhætt að segja að kvöldið verði viðburðarríkt og óvæntir atburðir gerist þannig að kalla þarf til lögreglu.

    Þrettán leikarar taka þátt í sýningunni auk baksviðsfólks af öllu tagi. Ljósameistari er Anton Konráðsson.
    Þetta er fimmta leikritið sem Guðmundur skrifar sérstaklega fyrir leikfélagið og hefur hann jafnfram leikstýrt þeim öllum. Eitt þeirra, ”Stöngin inn!”, var valin áhugaverðasta áhugaleiksýningin árið 2013 og sýnd í Þjóðleikhúsinu.

    Frumsýning er sem áður segir 28. október í Menningarhúsi Fjallabyggðar, Tjarnarborg.

    Ronja Ræningjadóttir

    okt 14, 2022   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Leikfélag Keflavíkur sýnir Ronju Ræningjadóttur.

    Leikfélag Keflavíkur sýnir ævintýrið um Ronju ræningjadóttur eftir Astrid Lindgren.  

    Leikritið fjallar um Ronju ræningjadóttur og ævintýri hennar með vini sínum Birki Borkasyni. Ronja hittir ýmsar verur í Matthíasarskógi m.a. grádverga, huldufólk og að sjálfsögðu litla krúttlega rassálfa.  

    Það eru 22 leikarar í sýningunni, þar af 10 börn. 

    Lifandi tónlist, söngur og dans einkenna sýninguna og við hvetjum alla til að gera sér góðan dag með fjölskyldunni og mæta á Ronju ræningjadóttur í Frumleikhúsinu.

    Leikstjóri: Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm
    Danshöfundur og aðstoðarleikstjóri: Guðríður Jóhannsdóttir 
    Tónlistarstjóri: Sigurður Smári Hansson  
    Leiksýningin er sýnd í Frumleikhúsinu, Vesturbraut 17

    Jól á náttfötunum

    okt 14, 2022   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Gunni og Felix bíða spenntir eftir jólunum í Gaflaraleikhúsinu.

    Gunni og Felix bjóða öllum börnum og fylgdarfólki á dásamlega jólastund í Gaflaraleikhúsinu alla sunnudaga á aðventunni.

    Gunni er ákveðinn í því að gefa Felix bestu jólagjöf í heimi þar sem honum finnst gjafir Felix hafa verið betri í gegnum tíðina. Gjöfin góða er á leiðinni og Felix, já og Gunni líka eru að farast úr spenningi.

    Hinsvegar … er klukkan alveg að verða sex á aðfangadag og þeir félagar enn í náttfötunum og það er alveg að fara með Felix.

     Söngur, gleði, kósíheit, jólasiðir, grín og spenna í anda Gunna og Felix. Ps. Svo er fullkomið að heimsækja Jólaþorpið fyrir eða eftir sýningu.

    Síður:12»
    loading

    Takk fyrir að skrá þig!