febrúar | 2022 | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Archive from febrúar, 2022

    Þjóðleikhúsið frumsýnir stórsýninguna Framúrskarandi vinkona á Stóra sviðinu

    feb 28, 2022   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Framúrskarandi vinkona verður frumsýnd á Stóra sviðinu 5. mars
    • Einstakur happafengur að fá hinn margverðlaunaða suður-afríska leikstjóra Yaël Farber til að stýra uppsetningunni 
    • 29 leikarar taka þátt í sýningunni sem er ein umfangsmesta uppsetning Þjóðleikhússins í áraraðir.  
    • Vinkonurnar Unnur Ösp Stefánsdóttir og Vigdís Hrefna Pálsdóttir fara með aðalhlutverk og leika saman á sviði í fyrsta sinn. 

    Tvö hlé og þriggja rétta ítölsk matarveisla í boði fyrir leikhúsgesti í fyrsta sinn í Þjóðleikhúsinu. Mögnuð leikhúsupplifun. 
    Þjóðleikhúsið frumsýnir Framúrskarandi vinkonu á Stóra sviði Þjóðleikhússins laugardaginn 5. mars. Sýningin er byggð á Napólífjórleik Elenu Ferrante en bækurnar hafa notið gríðarlegra vinsælda og verið gefnar  út um allan heim. Leikstjóri er Yaël Farber frá Suður-Afríku en hún er ein af eftirsóttari leikstjórum heimsins í dag. Unnur Ösp Stefánsdóttir og Vigdís Hrefna Pálsdóttir fara með hlutverk þeirra Lenù og Lilu, vinkvennanna tveggja sem vaxa úr grasi í harkalegu  umhverfi í Napólí á 6. áratugnum. 

    Framúrskarandi vinkona er ein umfangsmesta uppsetning Þjóðleikhússins í áraraðir. Alls taka 29 leikarar þátt í þessari mögnuðu stórsýningu, sem tekur um fjórar klukkustundir með tveimur hléum. Bækurnar sem leikverkið  er byggt á hafa hrifið lesendur um allan heim og lifna nú við í uppsetningu hins margverðlaunaða suður-afríska leikstjóra Yaël Farber, en koma hennar hingað til lands er einstakur happafengur fyrir íslenskt leikhúslíf. Vinkonurnar Unnur Ösp Stefánsdóttir og Vigdís Hrefna Pálsdóttir fara með hlutverk hinna skarpgreindu vinkvenna Lenù og Lilu sem alast upp í fátækrahverfi Napólíborgar um og upp úr miðri síðustu öld. Þær þurfa að beita öllum brögðum til að komast af, brjótast til mennta og berjast fyrir betra lífi í harkalegu umhverfi þar sem ofbeldi stjórnar tilverunni og réttur kvenna er lítils virtur. 

    Leikstjórinn sem treystir tilviljunum
    Þegar Yaël Farber fékk símtal frá Magnúsi Geir þjóðleikhússtjóra og heyrði hvert erindið væri ætlaði hún vart að trúa eigin eyrum. „Þetta var dásamleg tímasetning. Ég hafði tekið Napólífjórleik Elenu Ferrante með mér til Kúbu og gleypt allar bækurnar í mig á örstuttum tíma. Var algerlega heilluð. Bókstaflega sama dag og ég lauk við fjórðu bókina hringdi Magnús, en þá höfðu nýlega orðið breytingar á mínum áætlunum. Ég treysti svona tilviljunum og þekktist boðið þegar í stað.“ 

    Matur og leikhús – þriggja rétta máltíð í boði fyrir sýningu og í hléum í Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn 
    Þjóðleikhúsið hefur nú stórbætt þjónustu við leikhúsgesti og býður nú í fyrsta sinn upp á þriggja rétta kvöldverð sem gestir geta notið fyrir sýningu og í tveimur hléum. Gestum stendur til boða að koma snemma og gæða sér á ljúffengri súpu fyrir sýningu, Napólíplatta í fyrra hléi og eftirrétti í seinna hléi. Aðrar veitingar eru einnig í boði, en panta verður með tveggja sólarhringa fyrirvara. Sýningin hefst kl. 19.00 en húsið opnar kl. 18.00 fyrir matargesti. 

    Tu jest ze drago – Úff hvað allt er dýrt hérna

    feb 26, 2022   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Leikhópurinn Pólís snýr aftur með stórskemmtilega sýningu

    POLSKIW
    zeszłym roku grupa teatralna PóliS z hukiem wkroczyła na scenę Tjarnarbíó ze swoim przedstawieniem: “Co za poroniony pomysł”. Tworzą ją artyści polskiego i islandzkiego pochodzenia, którzy w swojej twórczości starają się w lekki i wesoły sposób przedstawić relacje pomiędzy dwoma narodami.
    W tym roku powracają na scenę z nowym przedstawieniem: “Tu jest za drogo”.
    Ich nowa komedia śledzi losy dwójki zakochanych z Polski, którzy przyjeżdżają na Islandię aby zarobić na ich wymarzony ślub. Okoliczności, ludzie i zdarzenia, które spotykają na swojej drodze wystawiają ich związek na próbę. ”Tu jest za drogo” to okazja, by pośmiać się z nieporozumień i niekiedy dziwacznych prób kontaku między Polakami i Islandczykami.
    Spektakl w języku polskim. Napisy dostępne w języku islandzkim i angielskim.—


    ÍSLENSKA
    Leikhópurinn PóliS kom fram á sjónarsviðið með hinni stórskemmtilegu sýningu Co za poroniony pomysl eða Úff, hvað þetta er slæm hugmynd sem var sýnd í Tjarnarbíói á síðasta ári. Leikhópinn skipa listafólk af pólskum og íslenskum uppruna sem búa til leikandi léttar sýningar þar sem samskipti þessara tveggja vinaþjóða eru í brennidepli. Nú snýr hópurinn aftur í samstarfi við Borgarleikhúsið með grínsýningunni Tu jest za drogo, eða Úff hvað allt er dýrt hérna.Hér er sögð ferðasaga tveggja ungra Pólverja sem koma til landsins til þess að vinna og safna peningum fyrir brúðkaup sitt heima í Póllandi. Á ferðalaginu hitta þau fyrir furðulegt fólk og lenda í ýmsum ævintýrum sem reyna á samband þeirra. Hér er kærkomið tækifæri til að hlæja að samskiptum og samskiptaörðugleikum en ekki síst að okkur sjálfum. Sýningin fer öll fram á pólsku en fyrir íslensku- og enskumælandi áhorfendur verður textun í boði.Sýningin nýtur stuðnings Sviðslistasjóðs Íslands og Menningarsjóðs Reykjavíkurborgar.—

    ENGLISH
    PóliS Theatre Group made an entrance to the Icelandic theatre scene last year with their playful show “Co za poroniony pomysł” (What a Bad Idea) in Tjarnarbíó, The theatre group consists of Icelandic and Polish artists that make light shows where the communication of these two nations is in focus. Now the group is back in collaboration with Borgarleikhúsið with their new comedy “Tu jest za drogo” (Everything is so Expensive Here).The play tells a story of a young Polish couple coming to Iceland to make money for their wedding back in Poland. On the road they meet strange people that will challenge their relationship. In „Tu jest za drogo“ there’s a chance to laugh at communication and our difficulty to connect with each other. The play is mostly in Polish but subtitles are available in Icelandic and English.Aktorzy/leikarar: Jakub Ziemann, Aleksandra Skołożyńska, Ólafur Ásgeirsson, Sylwia Zajkowska, Andrés Pétur Þorvaldsson
    Reżyser/Leikstjórn: Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir
    Dramaturg/Dramatúrg: Hjalti Vigfússon Scenografia & Kostiumy/Leikmynd og búningar: Wiola Ujazdowska
    Dźwięk/Tónlist: Unnsteinn Manuel Stefánsson
    Oświetlenie sceniczne/Ljósahönnun: Fjölnir
    Subtitles Conductor: Szymon Keler

    Langelstur að eilífu

    feb 26, 2022   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Langelstur að eilífu er sýnt í Gaflaraleikhúsinu

    Björk Jakobsdóttir leikstjóri hefur frá því í fyrra ásamt úrvalsliði listamanna unnið hörðum höndum að því að búa til fjölskyldusöngleikinn Langelstur að eilífu byggðan á bókum Bergrúnar Írisar Sævarsdóttur.

    Langelstur að eilífu er splunkunýr söngleikur fyrir alla fjölskylduna, byggður á vinsælum verðlaunabókum Bergrúnar Írisar um Eyju og Rögnvald sem verða bestu vinir þrátt fyrir 90 ára aldursmun.

    Eyja og Rögnvaldur eru bestu vinir þrátt fyrir smávægilegan aldursmun.

    Verkið fjallar á einlægan hátt um vináttuna, lífið og dauðann. Sýningin er full af gleði, söng, hlýju og hjartnæmum boðskap. Hinn ástsæli Siggi Sigurjóns fer með hlutverk Rögnvalds gamla og með hlutverk hinnar sex ára gömlu Eyju fara tvær ungar stórleikkonur, þær Iðunn Eldey Stefánsdóttir og Nína Sólrún Tamimi. Þá syngja, leika og dansa einnig tíu börn í sýningunni auk leikaranna Ásgríms Geirs Logasonar og Júlíönu Söru Gunnarsdóttur.

    Um umgjörðina á þessu stórskemmtilega verki sér einvala lið listrænna stjórnenda:
    Leikgerð og leikstjórn: Björk Jakobsdóttir
    Tónlist: Máni Svavarsson
    Danshöfundur: Chantelle Carey
    Söngstjóri: Guðlaug Dröfn Ólafsstóttir
    Leikmynd og lýsing: Friðþjófur Þorsteinsson
    Búningar: Eva Björg Harðardóttir
    Grafík: Bergrún Íris Sævarsdóttir

    Ég hleyp

    feb 23, 2022   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Gísli Örn Garðarsson hleypur í gegnum sálarangist aðalpersónunnar

    Maður á ónefndum stað byrjar að hlaupa eftir barnsmissi. Hann hleypur og hleypur og getur ekki hætt. Hann getur ekki höndlað sorgina með öðrum hætti, á hlaupunum finnst honum hann vera léttur, frjáls og sterkur. Þannig getur hann tjáð sig um missinn, ranglætið og varnarleysið sem hrjáir hann.

    Line Mørkeby er eitt fremsta leikskáld Danmerkur og í þessu áleitna leikriti leitar höfundurinn svara við því hvernig við getum lifað áfram eftir barnsmissi. Textinn er rytmískur, knappur og tilfinningaríkur og ferðalagið óvenjulegt, átakanlegt og heillandi í senn. Gísli Örn Garðarsson er einn á sviðinu og hleypur í gegnum sálarangist aðalpersónunnar í leikstjórn Hörpu Arnardóttur.

    Lokasýningar á Veislu

    feb 10, 2022   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Lokasýningar á Veislu í Borgarleikhúsinu fara nú fram í febrúar.

    Nú er komið að síðustu sýningum á þessar Veislu sem hefur verið í Borgarleikhúsinu. Aðeins örfáar sýningar verða í boði þar sem aðrar leiksýningar þurfa að komast að á stóra sviði Borgarleikhússins.

    Þjóðin er orðin veisluþyrst og Veisla er kærkomin vökvun eftir langa þurrð. Á meðan heimsfaraldri stendur komst þjóðin ekki í neina stóra veislu. Hugsa sér öll afmælin sem enginn gat mætt í, árshátíðirnar, útskriftarveislurnar, brúðkaupin, kóramótin og matarboðin. Að ekki sé minnst á alla óbökuðu heitu brauðréttina og kransakökurnar sem aldrei voru snæddar eða freyðivínið sem aldrei var dreypt á úr plastglösum á völtum fæti. Þá eru ótalin löngu trúnóin við hálfókunnugar konur, slúður um valdamikið fólk, hátt spiluð lög og grillaðar pylsur á miðnætti. Þjóðin á inni risa summu í Gleðibankanum og við bjóðum áhorfendum í allt sem þeir hafa misst af í einni stórkostlegri Veislu í Borgarleikhúsinu. 

    Hér sameina krafta sína þau Bergur Þór Ingólfsson, þaulreyndur leikhúsmaður og Saga Garðarsdóttir, fyndlistakona, en síðast unnu þau saman við hina geysivinsælu sýningu Kenneth Mána sem frumsýnd var á Litla sviði Borgarleikhússins árið 2014. Partýpinninn Berndsen gerir tónlistina og Veisla verður því bragðgóð en görótt blanda af grínsketsum sem leikhópurinn skrifar saman og tónlist sem svarar áleitnum spurningum á borð við hvort tartalettur séu góðar í alvörunni og hversu hratt skuli ganga um gleðinnar dyr.

    loading

    Takk fyrir að skrá þig!