apríl | 2020 | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Archive from apríl, 2020

    þrír nýir stjórn­end­ur í Þjóðleikhúsinu

    apr 20, 2020   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Eft­ir skipu­lags­breyt­ing­ar síðustu mánaða hafa þrír nýir stjórn­end­ur verið ráðnir til Þjóðleik­húss­ins.

    Í til­kynn­ingu kem­ur fram að störf þeirra koma í stað þriggja annarra starfa sem voru af­lögð sem hluti af áherslu- og skipu­lags­breyt­ing­um í leik­hús­inu. Stein­unn Þór­halls­dótt­ir er nýr fram­kvæmda­stjóri Þjóðleik­húss­ins, Jón Þor­geir Kristjáns­son tekur við sem for­stöðumaður sam­skipta og markaðsmá­la og Krist­ín Ólafs­dótt­ir tek­ur við nýju starfi þjón­ustu- og upp­lif­un­ar­stjóra. Þau munu koma til starfa á næstu mánuðum. 

    „Stein­unn hef­ur víðtæka reynslu af stjórn­un og rekstri í ís­lensku lista- og menn­ing­ar­lífi. Frá 2017 hef­ur hún verið fram­kvæmda­stjóri hjá RÚV þar sem hún starfaði hátt á ann­an ára­tug sem ferla- og skipu­lags­stjóri, verk­efna­stjóri um­bóta­verk­efna, dag­skrár­gerðarmaður og fram­leiðandi. Hún var markaðs- og kynn­ing­ar­stjóri Lista­hátíðar í Reykja­vík og Íslensku óper­unn­ar á ár­un­um 2010-2014.

    Stein­unn er með meist­ara­gráðu í menn­ing­ar­stjórn­un frá Há­skól­an­um á Bif­röst, B.A. gráðu í spænsku og bók­mennta­fræði frá Há­skóla Íslands og lagði stund á há­skóla­nám í mannauðsstjórn­un og leiðtoga­fræðum í Dan­mörku. Hún hef­ur kennt nám­skeið um stefnu­mót­un og hlut­verk menn­ing­ar­fyr­ir­tækja við Há­skól­ann á Bif­röst og unnið sem ráðgjafi um sta­f­ræna umbreyt­ingu og jafn­rétt­is­mál fyr­ir EBU, Europe­an Broa­dcasting Uni­on,“ seg­ir í til­kynn­ingu. 

    „Jón Þor­geir er með ára­langa reynslu af markaðsstörf­um, hönn­un og leik­hús­störf­um. Hann er með MBA próf frá Há­skól­an­um í Reykja­vík og BA gráðu í graf­ískri hönn­un frá Lista­há­skóla Íslands. Jón Þor­geir er nú fram­kvæmda­stjóri ÍMARK – sam­taka markaðsfólks á Íslandi. Þar á und­an var hann markaðsstjóri Borg­ar­leik­húss­ins auk þess hef­ur hann tekið þátt í fjölda leik­hús­upp­setn­inga bæði hér­lend­is og er­lend­is bæði sem hönnuður og/ eða markaðssér­fræðing­ur. Einnig hef­ur hann hannað og fram­leitt aug­lýs­ing­ar fyr­ir mörg stærstu fyr­ir­tæki lands­ins.“

    „Krist­ín Ólafs­dótt­ir hef­ur gríðarlega reynslu sem þjón­ust­u­stjóri, veit­ingamaður og ráðsmaður á Bessa­stöðum.   Krist­ín er með meist­ara­gráðu í fram­reiðslu, blóma­skreyt­ir og hef­ur einnig lokið námi í viðburðar­stjórn­un frá Há­skól­an­um á Hól­um.  Krist­ín var yfirþjónn á Icelanda­ir-hót­el­inu á Flúðum og Hót­el KEA.  Krist­ín var ráðsmaður á Bessa­stöðum í 9 ár, frá 2002-2011 og stýrði fram­húsi og veit­inga­sölu Borg­ar­leik­húss­ins á ár­un­um 2013-2018.  Þá hef­ur hún ásamt eig­in­manni sín­um rekið veiðihús­in við Laxá í Kjós, og síðustu ár veiðihús­in við Selá og Hofsá í Vopnafirði. Þá hef­ur hún einnig séð um þjón­ustu í Eld­ar-lod­ge, sem er í sér­flokki sem hágæða gistiaðstaða fyr­ir er­lenda ferðamenn,“ seg­ir enn frem­ur í frétta­til­kynn­ingu. 

    112 um­sókn­ir bár­ust um störf­in þrjú, þar af 32 í stöðu fram­kvæmda­stjóra, 38 í starf for­stöðumanns sam­skipta og markaðsmá­la og 42 í stöðu þjón­ustu- og upp­lif­un­ar­stjóra.

    Yael Farber, alþjóðlegur margverðlaunaður leikstjóri ráðinn til Þjóðleikhússins

    apr 17, 2020   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Yael Farber er alþjóðlegur leikstjóri sem hefur leikstýrt víða um heim á undanförnum árum. Farber er frá Suður-Afríku en býr í Kanada og Singapúr. Hún hefur leikstýrt rómuðum sýningum í helstu leikhúsum Bretlands, Breska þjóðleikhúsinu, The Old Vic, Young Vic og Donmar Warehouse. Nú nýlega hlaut hún afbragðs dóma fyrir uppsetningu sína á Hamlet með Hollywoodstjörnunni Ruth Negga, sem sýnd hefur verið í New York. Farber er einnig leikskáld og hefur hún sjálf og sýningar hennar hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga.

    Napólísögur Ferrante hafa farið sigurför um heiminn, þær hafa selst í yfir tíu milljónum eintaka um allan heim og verið þýddar á fjölmörg tungumál. Hér á landi er sagan þekkt sem Framúrskarandi vinkona. Sjónvarpsþættir sem byggja á sögunum eru þegar orðnir þeir vinsælustu í sögu Ítalíu.

    Uppsetningin á Napólísögum í Þjóðleikhúsinu verður viðamikil og öllu verður tjaldað til. Sterkur hópur íslenskra listrænna stjórnenda mun vinna með Farber, Ilmur Stefánsdóttir hannar leikmynd, Filippía I. Elísdóttir hannar búninga og Björn Bergsteinn Guðmundsson hannar lýsingu. Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir verður sýningardramatúrg verksins og Salka Guðmundsdóttir þýðir.

    Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri: „Það er gríðarlegur fengur fyrir Þjóðleikhúsið og íslenskt leikhúslíf að tekist hafi að fá Yael Farber í okkar hóp. Hún er einstaklega öflugur og áræðinn leikstjóri sem vakið hefur verðskuldaða athygli víða um heim á undanförnum árum. Það er ómetanlegt fyrir okkar leikhóp að fá leikstjóra af þessu kaliberi til samstarfs og ég er ekki í vafa um að hún mun skapa kraftmikla, dínamíska og skemmtilega sýningu upp úr hinum rómuðu Napólí-sögum Ferrante. Ég hlakka óskaplega til að sjá þessa sýningu birtast á sviði Þjóðleikhússins í haust.“

    loading

    Takk fyrir að skrá þig!