október | 2019 | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Archive from október, 2019

    ROCKY

    okt 16, 2019   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Glænýtt danskt verk eftir Tue Biering

    Verðlaunasýningin ROCKY! í flutningi leikhópsins Óskabarna ógæfunnar mætir á íslenskt svið í fyrsta skipti í Tjarnarbíói. Fyrsta sýning er 18. október næstkomandi kl. 20:00.
    Um er að ræða glænýtt danskt verk eftir einn mest spennandi leikhúsmann Danaveldis, Tue Biering. Verkið vakti mikla athygli á síðasta ári fyrir að taka á frumlegan hátt á erfiðu málefni. 
    Við elskum öll söguna af Rocky, lúsernum sem nær með þrautseigju og vinnu að yfirstíga allar hindranir, bera andstæðinginn ofurliði og rísa upp sem sigurvegari í lokin.
    En hvað ef VIÐ erum andstæðingurinn? Hvað ef Rocky er einn af „hinum“?

    „Við verðum að útrýma þessum sjúkdómi sem herjar á landið okkar. Jafnvel þó það þýði borgarastyrjöld.“ – Rocky Balboa

    Gagnrýnendur í Danmörku eru á einu máli:

    Ég sat eftir með tárin í augunum af gleði því þetta þriðjudagskvöld upplifði ég að leikhúsið getur tekist á við tíðarandann og erfið málefni á hátt sem er nútímalegur og jafnvel meira í takt við raunveruleikann en raunveruleikinn sjálfur. Að það geti þanið út samkennd mína umfram nokkuð sem ég gat látið mig dreyma um.
    5 stjörnur– Berlinske

    „Þetta er hugsandi leikhús, frumlegt og pólitískt frelsandi […]. Ég hvet hvern og einn eindregið til að stíga inn, leyfa sér að upplifa verkið og dæma svo hver fyrir sig.“
    5 stjörnur – Politiken

    Höfundur: Tue Biering
    Leikari: Sveinn Ólafur Gunnarsson
    Leikstjórn: Vignir Rafn Valþórsson
    Búningar og leikmynd: Enóla Ríkey
    Ljós: Jóhann Bjarni Pálmason og Magnús Thorlacius 
    Hljóð: Ísidór Jökull Bjarnason
    Framkvæmdastjórn: Jónas Alfreð Birkisson

    Shakespeare verður ástfanginn

    okt 10, 2019   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Sviðsetning Þjóðleikhússins

    Eldfjörugur, rómantískur gamanleikur þar sem spunnið er frjálslega út frá ævi leikskáldsins Williams Shakespeares. Leikritið, sem er byggt á Óskarsverðlaunamyndinni Shakespeare in Love, var frumsýnt á West End í London árið 2014, fékk afar góðar viðtökur og hefur verið sýnt víða við miklar vinsældir.

    Unga skáldið Will Shakespeare óttast að hann hafi glatað skáldgáfunni. Aðalsmeyna Víólu de Lesseps dreymir um að verða leikari, á tímum þar sem samfélagið leyfir einungis karlmönnum að stíga á svið. Shakespeare heillast af þessari skarpgreindu, ákveðnu og listhneigðu ungu konu, og ástin fyllir hann andagift á ný. En elskendurnir lifa á viðsjálum tímum þar sem stéttaskipting er mikil, valdabaráttan harðvítug og stutt er í að sverðin fari á loft.

    Leikritið er í senn óður til töframáttar skáldskaparins og leiklistarinnar, og hefur verið kallað „ástarbréf til leikhússins“. Fjölmargir leikarar og tónlistarmenn sameina krafta sína við að skapa sannkallaða stórsýningu þar sem horfið er aftur til Elísabetartímans í umgjörð og búningum.

    Boðið verður upp á 20 mín. umræður eftir 6. sýningu á Shakespeare verður ástfanginn laugardagskvöldið 26. október.

    Allt sem er frábært sýnt í Hofi 11. og 12. okt.

    okt 8, 2019   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Þessi sýning er gestasýning frá Borgarleikhúsinu

    Allt sem er frábært fær fólk til að hlæja þar til það skilur loks hvers vegna það grætur! Hvernig bregst ungur sonur við myrkum hugsunum móður sinnar? Hann býr auðvitað til lista yfir allt sem er frábært í heiminum og gerir lífið þess virði að lifa því: Rjómaís, guli liturinn, kung fu-myndir, vatnsslagur, mega horfa fram eftir á sjónvarpið, fólk að detta, rússíbani … Tuttugu árum síðar er listi unga drengsins í fullu gildi og hefur lengst svo um munar – í ævilanga áminningu um það að gleði er ekki síst að finna í hlutum sem virðast léttvægir.

    Valur Freyr Einarsson stendur einn á sviðinu í hlutverki manns sem gerir atlögu að depurðinni og lífsleiðanum, með aðstoð áhorfenda og listann góða að vopni, og segir í leiðinni hrífandi sögu af ást, sorg og ís með dýfu. Höfundur er Duncan Macmillan, sá hinn sami og skrifaði verkin Andaðu og Fólk, staðir og hlutir sem sló í gegn í Borgarleikhúsinu á síðasta leikári. Þetta einfalda en snjalla verk hefur verið sett á svið víða um heim og hlotið gríðarlega góðar viðtökur gagnrýnenda jafnt sem áhorfenda og birtist hér í þýðingu Kristínar Eiríksdóttur.

    Sýningin var tilnefnd til þriggja Grímuverðlauna árið 2019; sýning ársins, Ólafur Egill Egilsson sem leikstjóri ársins og Valur Freyr Einarsson sem leikari ársins í aðalhlutverki.

    Um tímann og vatnið með Andra Snæ

    okt 7, 2019   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Borgarleikhúsið: Á næstu 100 árum mun jörðin okkar fara í gegnum breytingar sem eru stærri en tungumál okkar og myndhverfingar geta höndlað. Þessar yfirvofandi ummyndanir sprengja í raun skynjun okkar svo við heyrum bara eitthvað hvítt suð. Andri Snær Magnason ætlar að hjálpa okkur að sjá gegnum suðið og skilja stærðirnar með því að blanda saman persónulegum sögum, vísindum, minningum og hugmyndum um framtíðina. Þannig vefur hann fyrir okkur söguþráð sem er í senn ævintýralegur, alvarlegur og kannski með vonarglætu í lokin. Búðu þig undir ferðalag upp á Vatnajökul, þar sem við hittum Robert Oppenheimer, höfund kjarnorkusprengjunnar, leitum að uppruna lífsins og heyrum um frændann sem endurholdgaðist sem forsögulegur krókódíll áður en við förum á fund hjá heilögum manni sem lumar á svarinu við spurningunni um tilgang lífsins.

    Sex í sveit

    okt 1, 2019   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Þessi sprenghlægilegi gamanleikur verður frumsýndur 5. október í Borgarleikhúsinu en hægt verður að kaupa miða á forsýningar fyrir þann tíma.

    Hjónakornin Benedikt og Þórunn skella sér í bústaðinn í Eyjafirði en hvort með sitt leyndarmálið í farteskinu. Hann hugsar sér gott til glóðarinnar þegar hún hyggur á heimsókn til móður sinnar og býður bæði viðhaldinu og vini sínum til veislu en allt í einu snýst eiginkonunni hugur og ákveður án fyrirvara að vera um kyrrt. Þá hitnar hratt í kolunum og þegar veisluþjónustan bætist í hópinn ætlar beinlínis allt um koll að keyra. Hver bauð hverjum í mat og til hvers? Hver er að halda við hvern og af hverju? Og hvað er veisluþjónustan að bjóða upp á í raun og veru?

    Þessi sprenghlægilegi og vinsæli gamanleikur hefur farið algjöra sigurför um heiminn og lagt London, París, New York og Reykjavík að fótum sér. Gísli Rúnar og Bergur Þór hafa uppfært og tímastillt verkið upp á nýtt til að kitla hláturtaugarnar enn meira.

    Síður:«12
    loading

    Takk fyrir að skrá þig!