desember | 2017 | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Archive from desember, 2017

    Hafið var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu annan í jólum

    des 27, 2017   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Hafið 1

    Hafið eftir Ólaf Hauk Símonarson, leikstjórn Sigurður Sigurjónsson. Kraftmikið átakaverk, beint úr íslenskum veruleika.

    Hafið er meðal þekktustu verka í íslenskri leiklistarsögu, en leikritið sló rækilega í gegn þegar það var frumflutt í Þjóðleikhúsinu árið 1992, og samnefnd kvikmynd byggð á því öðlaðist miklar vinsældir. Verkið er nú sviðsett í Þjóðleikhúsinu í nýrri gerð, á 70 ára afmæli leikskáldsins.

    Hafið fjallar um valdamikinn útgerðarmann í sjávarþorpi, fjölskyldu hans og grimmileg átök um fjölskylduauðinn. Systkinin vilja að faðirinn selji kvótann og flytji í þjónustuíbúð í Reykjavík. Gamli jaxlinn hefur aðrar fyrirætlanir. Hann býður börnunum sínum og mökum þeirra í áramótaheimsókn. Uppgjör innan fjölskyldunnar er óumflýjanlegt. Enginn getur orðið samur eftir.

    Hafið er átakamikill fjölskylduharmleikur, þrunginn spennu, en líkt og önnur verk höfundar jafnframt fullt af beittum húmor.

    Hafið hlaut Menningarverðlaun DV, var tilnefnt til Norrænu leikskáldaverðlaunanna og valið til sýningar á leiklistarhátíðinni í Bonn. Verkið hefur verið sett upp víða um Evrópu. Leikritið kemur út í nýju leikritasafni í tilefni af stórafmæli skáldsins.

    Medea frumsýnd 13. janúar

    des 23, 2017   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    medea1
    Medea frumsýnd 13. janúar
    Af óviðráðanlegum orsökum hefur frumsýningu á leikritinu Medea, sem fyrirhuguð var föstudaginn 29. desember, verið frestað til laugardagsins 13. janúar 2018. Aðrir sýningardagar breytast því einnig í samræmi við það. Nýjar dagsetningar varðandi sýningardaga má sjá á heimasíðu Borgarleikhússins, borgarleikhus.is/medea, og hér að neðan.

    Getur hefnd læknað brostið hjarta? Hversu langt erum við tilbúin að ganga til að ná fram réttlæti? Er eignarrétturinn heilagur? Geta öfgafullar aðstæður breytt hverjum sem er í skrímsli? Medea hefur fórnað öllu fyrir mann sinn, Jason. Hún snýr baki við fjölskyldu sinni, svíkur föður sinn og fósturjörð og flýr með Jasoni til ókunnugs lands til að hefja nýtt líf.  En  þar er hún útlendingur sem ekki nýtur sömu réttinda og nú vill eiginmaðurinn yfirgefa hana til að giftast annarri konu. Medea lætur hins vegar ekki ræna sig stolti sínu og heiðri. Hún grípur til sinna ráða en þau ráð eru skelfilegri en nokkur getur ímyndað sér.

    Leikskáldið Evripídes skrifaði harmleikinn um Medeu fyrir meira en 2400 árum. Hann hefur verið settur upp oftar en nokkur annar harmleikur í leiklistarsögunni og endurskrifaður aftur og aftur í gegnum tíðina. Medea birtist hér aftur í splunkunýjum búningi.

    Salurinn er tvískiptur: konur sitja vinstra megin og karlar hægra megin. Kynjaskiptur salur er hluti af upplifun sýningarinnar. Hver og einn má þó að sjálfsögðu ráða hvoru megin hann situr.

    Eingöngu hefur verið breytt dagsetningum sýninga og því eiga kortagestir og þeir sem keyptu miða í lausasölu enn miða á sömu sýningu og áður.
    Sýningar eru eftirfarandi:
    Frumsýning – 13. janúar kl. 20 (átti að vera 29. desember)
    2. sýning – 14. janúar kl. 20 (átti að vera 3. janúar)
    3. sýning – 16. janúar kl. 20 (átti að vera 4. janúar)
    4. sýning – 17. janúar kl. 20 (átti að vera 5. janúar)
    5. sýning – 18. janúar kl. 20 (átti að vera 6. janúar)
    6. sýning – 24. janúar kl. 20 (átti að vera 11. janúar)
    7. sýning – 28. janúar kl. 20 (átti að vera 12. janúar)
    8. sýning – 1. febrúar kl. 20 (átti að vera 13. janúar)
    Ef eitthvað er óljóst eða ef einhverjar spurningar vakna er fólki bent á að hafa samband við miðasölu í síma 568-8000 eða á midasala@borgarleikhus.is
    Starfsfólk Borgarleikhússins biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þessar breytingar kunna að hafa fyrir leikhúsgesti en vonum að nýir sýningartímar henti vel.
    Kær kveðja og gleðilega hátíð.
    Starfsfólk Borgarleikhússins.

    100 sinnum Ellý

    des 18, 2017   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Ellý 1

    Fimmtudagskvöldið 14. desember var hunduðasta sýningin á Elly í Borgarleikhúsinu og hafa allar þessar hundrað sýningar verið fyrir fullum sal. Elly var frumsýnd á Nýja sviðinu laugardaginn 18. mars en var svo færð yfir á Stóra sviðið eftir gríðarlegar vinsældir í vor og sumar. Fyrsta sýningin á Stóra sviðinu var fimmtudaginn 31. ágúst.

    Sem fyrr segir hefur þessi sýning, sem er samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Vesturports, notið mikilla vinsælda og fengið gríðarlega góða umfjöllun frá gestum og gagnrýnendum.

    Hver var hún þessi kona sem heillaði karlmenn á skemmtistöðum, vakti afbrýðisemi kvenna, gekk þrisvar í hjónaband, drakk snákablóð og smyglaði forboðnum apa til Íslands?

    Elly Vilhjálms bjó yfir óræðri dulúð og töfraði marga með söng sínum og leiftrandi persónuleika. Hún var á sínum tíma vinsælasta söngkona þjóðarinnar og það sem hún skilur eftir sig er með því besta sem til er í íslenskri dægurtónlist. Söngurinn var fágaður, túlkunin hógvær og ígrunduð, röddin silkimjúk og hlý.  En líf hennar varð stundum efni í sögusagnir og slúður sem hún hirti lítið um að svara því Elly var dul og forðaðist sviðsljós fjölmiðlanna.

    Borgarleikhúsið setur á svið splunkunýtt leikrit með söngvum um þessa dáðu söngkonu undir stjórn Gísla Arnar Garðarssonar.

    Úrvalslið leikara og tónlistarmanna tekur þátt í sýningunni.

    Í samstarfi við Vesturport

    Úr gagnrýni um sýninguna:

    “Katrín Halldóra lagði salinn að fótum sér”
    MK. Víðsjá.

    “Katla Margrét Þorgeirsdóttir leikur sér auðvitað að því að vinda sér úr einu gervinu í annað”
    MK. Víðsjá.

    “Það er hins vegar Björvin Franz Gíslason sem túlkar m.a. bæði Ragnar Bjarnason og Vilhjálm Vilhjálmsson sem vinnur eftirminnilegan leiksigur”
    MK. Víðsjá.

    “… hreinlega afrek hvað þeim tekst að gera sér mikinn mat úr efniviðnum og skapa lifandi persónur”
    SBH. Morgunblaðið ★ ★ ★ ★

    “Tónlistin er notuð á snilldarlegan hátt til þess að skapa réttu stemmninguna”
    SBH. Morgunblaðið ★ ★ ★ ★

    “Gísli Örn heldur síðan utan um alla þræði af miklu öryggi og sterkri listrænni sýn”
    SBH. Morgunblaðið ★ ★ ★ ★★

    “Hjörtur er góður í hlutverki Svavars, skemmtilega vandræðalegur á sama tíma og hann er launfyndinn”
    SBH. Morgunblaðið ★ ★ ★ ★★

    “Rýnir á hreinlega ekki nógu sterkt orð til að lýsa magnaðri túlkun Katrínar á Elly”
    SBH. Morgunblaðið ★ ★ ★ ★★

    “Silkimjúk, hljómfögur og tær söngrödd Katrínar gefur Elly ekkert eftir”
    SBH. Morgunblaðið ★ ★ ★ ★★

    “Höfundar bregða á það bráðsniðuga ráð að þræða þekktustu lög Ellyjar í gegnum sýninguna og gefa þeimnýja dýpt með því að tengja þau við atburði í lífi hennar”
    SJ. Fréttablaðið ★ ★ ★ ★

    “Búningahönnun Stefaníu Adolfsdóttur er bæði metnaðarfull og einstaklega vel heppnuð”
    SJ. Fréttablaðið ★ ★ ★ ★

    “Nauðsynlegt er líka að hrósa leikgervum Árdísar Bjarnþórsdóttur og þá sérstaklega hárgreiðslum Ellyjar”
    SJ. Fréttablaðið ★ ★ ★ ★

    “Hljóðvinnsla Garðars Borgþórssonar er einnig virkilega vel framkvæmd og mikilvægur þáttur í sýningunni”
    SJ. Fréttablaðið ★ ★ ★ ★

    “Meginstraumsleikhús eins og það gerist best og enginn svikinn af þessari skemmtun”
    BS. Kastljós.

     

    Kristín ráðin framkvæmdastjóri Borgarleikhússins

    des 13, 2017   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Kristín 1

     

    Kristín Ögmundsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Borgarleikhússins. Auglýst var eftir umsóknum í starfið í október sl. en alls bárust 37 umsóknir um starfið.

    Kristín er hagfræðingur frá University of Wisconsin í Bandaríkjunum og með mastersgráðu í fjármálum frá Cass Business School í London Bretlandi. Undanfarin fjögur ár hefur hún starfað sem framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins. Þar áður vann Kristín hjá LVMH Christian Dior og Aurum Holdings í London.

    „Starfið leggst mjög vel í mig. Ég hef unnið hjá Íslenska dansflokknum s.l. 4 ár og þekki því húsið vel og marga sem hér vinna. Starfið sjálft verður án efa krefjandi en um leið líflegt og spennandi. Borgarleikhúsið hefur iðað af lífi undanfarin ár og það verður gaman að taka þátt í því góða starfi sem þar er unnið,“ segir Kristín.

    Stjórn LR fagnar ráðningu Kristínar og hlakkar til að vinna með henni að öllum þeim verkefnum sem framundan eru hjá Borgarleikhúsinu næstu leikárin.

    Leitin að jólunum – Yfir 300 uppseldar sýningar

    des 11, 2017   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Leitin að jólunum 1

     

    312. sýningin af Leitinni að jólunum verður sýnd þann 17. desember. Sýningin hefur gengið í 12 ár alltaf á aðventunni og er þetta leiksýning fyrir fjölskylduna þar sem er farið í skoðunarferð um leikhúsið. Tveir skrýtnir og skemmtilegir náungar taka á móti litlum leikhúsgestum í anddyri Þjóðleikhússins. Með þeim í för eru tveir hljóðfæraleikarar og þessi fjörugi hópur leiðir börnin með leik og söng um leikhúsið. Börnin ferðast inn í ævintýraveröld jólanna og sjá leikþætti um jólin í gamla daga og á okkar tímum.

    Raunar: Ólafur Egill Egilsson / Hallgrímur Ólafsson

    Reyndar: Esther Talía Casey

    Móðir: Edda Arnljótsdóttir

    Strákur: Grettir Valsson / Egill Breki Sigurpálsson

    Stúlka: Thea Snæfríður Kristjánsdóttir / Ísabella Rós Þorsteinsdóttir / Svava Sól Matthíasdóttir

    Hljómar: Kjartan Valdimarsson

    Breimar: Darri Mikaelsson

    loading

    Takk fyrir að skrá þig!