júní | 2015 | Leikhus.is

Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

Nafn:

Netfang:

Fæðingarár:

Símanúmer:

Kyn: KarlKona
 
Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

Svar:

 
Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015.

Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.
 

Archive from júní, 2015

Billy Elliot sumarnámskeið

jún 30, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

billy112Eins og mörgum er kunnugt koma erlendir dansþjálfarar á heimsmælikvarða að undirbúningi sýningarinnar um Billy Elliot sem sýnd er í Borgarleikhúsinu um þessar mundir. Borgarleikhúsið langar af því tilefni að bjóða upp á sérstakt söngleikjanámskeið fyrir börn og unglinga, en kennslan verður í höndum sömu kennara og halda utan um alla þá þjálfun sem drengirnir sem leika Billy Elliot fá fyrir hlutverkið. Alls verða haldin þrjú tveggja vikna námskeið fyrir börn á aldrinum 8-14 ára og verður hópunum skipt í tvennt eftir aldri og getu.

Námskeiðin fara fram í Borgarleikhúsinu, kl. 09:00 – 13:00, dagana 15. – 26. júní (9 virkir dagar), 20. – 31. Júlí (10 virkir dagar) og 4. – 14. ágúst (9 virkir dagar).

Skráning fer fram á heimasíðu Borgarleikhússins eða með því að hafa samband við móttöku Borgarleikhússins í síma 568-5500. Þátttökugjald er 40.000 kr. fyrir 10 daga námskeið og 36.000 fyrir 9 daga námskeið en allar frekari upplýsingar má nálgast á netfangið billy@borgarleikhus.is

 

Leikhópurinn Lotta gefur út lag með Sigurjóni Kjartanssyni

jún 30, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

litlagulahænanFyrir stuttu kom út myndband við Risalagið úr sýningunni Litla gula hænan með Leikhópnum Lottu. Nú þegar hefur myndbandið fengið mikla spilun enda enginn annar en Sigurjón Kjartansson sem fer með hlutverk risans og syngur þar með lagið. Risalagið kom út á nýútkominni plötu hópsins sem ber nafn sýningarinnar – Litla gula hænan. Platan inniheldur allt leikritið auk lögin í sýningunni.

Risalagið semur enginn annar en gítarleikari Skálmaldar Baldur Ragnarsson en Baldur hefur verið meðlimur í Leikhópnum Lottu allt frá stofnun hópsins. Lagið var samið undir miklum HAM áhrifum og langaði hópinn því að kanna hvort að Sigurjón Kjartansson sjálfur væri ekki til í að ljá risanum rödd sína. Hann sló til og er þetta í fyrsta sinn sem Leikhópurinn Lotta fær gestarödd á plötuna sína. Á móti honum syngur Litla gula hænan sem leikin er af Sigsteini Sigurbergssyni og minnir söngur hans um margt á annan söngvara HAM Óttarr Proppé.

En sjón er sögu ríkari og hlustun lagi líkust svo njótið vel – https://www.youtube.com/watch?v=dbt9KYULwPA

Leikhópurinn Lotta sýnir Litlu gulu hænuna, glænýtt íslenskt leikrit með söngvum um allt land í sumar. Þetta er níunda sumarið sem Leikhópurinn Lotta setur upp útisýningu en síðastliðin sumur hefur hópurinn leikið sér við Hróa hött, Gilitrutt, Stígvélaða köttinn, Mjallhvíti og dvergana sjö, Hans klaufa, Rauðhettu, Galdrakarlinn í Oz og Dýrin í Hálsaskógi. Frumsýnt var í Elliðaárdalnum í Reykjavík miðvikudaginn 27. maí en í framhaldinu ferðast hópurinn með sýninguna og heimsækir yfir 50 staði víðsvegar um landið.

Höfundur Litlu gulu hænunnar er Anna Bergljót Thorarensen. Þetta er fimmta leikritið sem hún skrifar fyrir hópinn en hún hefur verið meðlimur í Leikhópnum Lottu frá stofnun hans árið 2006. Ný tónlist hefur einnig verið samin fyrir verkið. Textarnir eru allir eftir Baldur Ragnarsson en lögin samdi Baldur ásamt þeim Rósu Ásgeirsdóttur og Birni Thorarensen sem einnig eru í hópnum.

Miðaverð á sýninguna er 1.900 krónur og ekki þarf að panta miða fyrirfram heldur er alveg nóg að mæta bara á staðinn. Gott er að klæða sig eftir veðri þar sem sýnt er utandyra. Þá mælir Lotta með því að foreldrar taki myndavélina með þar sem áhorfendur fá að hitta persónurnar úr leikritinu eftir sýningu. Öllum þykir jú gaman að eiga mynd af sér með uppáhalds vini sínum úr Ævintýraskóginum.

RAKARINN Í SEVILLA Í HAUST

jún 24, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

Söngvarar ra - stór

Hin vel þekkta gamanópera Rossinis, Rakarinn í Sevilla, er næsta verkefni Íslensku óperunnar og verður frumsýning þann 17. október næstkomandi í Eldborg í Hörpu.

Með titilhlutverkið, hlutverk rakarans Fígaró, fer baritónsöngvarinn Oddur Arnþór Jónsson sem sló rækilega í gegn í Don Carlo hjá Íslensku óperunni síðastliðið haust og var valinn Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum í vor og var ennfremur á dögunum tilnefndur til Grímunnar sem Söngvari ársins. Í öðrum hlutverkum eru Gissur Páll Gissurarson sem Almaviva greifi, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir í hlutverki Rosinu, Bjarni Thor Kristinsson og Jóhann Smári Sævarsson í hlutverki Doktor Bartolo, Kristinn Sigmundsson og Viðar Gunnarsson í hlutverki Don Basilio, Ágúst Ólafsson í hlutverki Fiorello og Valgerður Guðnadóttir í hlutverki Bertu.

Leikstjóri verður Ágústa Skúladóttir, búninga hannar María Ólafsdóttir og leikmyndahönnuður er Steffen Aarfing. Hljómsveitarstjóri verður Guðmundur Óli Gunnarsson.

Alls verða fimm sýningar á óperunni í október og nóvember.

 

Vinningshafar Grímunnar 2015

jún 17, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

gríman stor

Gríman – íslensku sviðslistaverðlaunin voru veitt í 13. skiptið við hátíðlega athöfn frá Stóra sviði Borgarleikhússins í kvöld en sýnt var beint frá hátíðinni á RÚV. Kynnar kvöldsins voru þeir bræður Kjartan og Árni Pétur Guðjónssynir. Edda Heiðrún Bachman hlaut Heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands fyrir ævistarf sitt í þágu sviðslista á Íslandi.

 

Sýning ársins 2015

Dúkkuheimili

eftir Henrik Ibsen

í sviðsetningu Borgarleikhússins

 

Leikrit ársins 2015 

Konan við 1000°

eftir Hallgrím Helgason

Leikgerð –  Hallgrímur Helgason, Símon Birgisson og Una Þorleifsdóttir

Í sviðsetningu Þjóðleikhússins

 

Leikstjóri ársins 2015 

Harpa Arnardóttir

fyrir Dúkkuheimili

í sviðsetningu Borgarleikhússins

 

Leikari ársins 2015 í aðalhlutverki

Þór Tulinius

fyrir Endatafl

í sviðsetningu leikhópsins Svipir og Tjarnarbíós

 

Leikkona ársins 2015 í aðalhlutverki

Unnur Ösp Stefánsdóttir

fyrir Dúkkuheimili

í sviðsetningu Borgarleikhússins

 

Leikari ársins 2015 í aukahlutverki

Ólafur Egill Egilsson

fyrir Sjálfstætt fólk

í sviðsetningu Þjóðleikhússins

 

Leikkona ársins 2015  í aukahlutverki

Halldóra Geirharðsdóttir

fyrir Billy Elliott

í sviðsetningu Borgarleikhússins

 

Leikmynd ársins 2015 

Ilmur Stefánsdóttir

fyrir Dúkkuheimili

í sviðsetningu Borgarleikhússins

 

Búningar ársins 2015 

Filippía I. Elísdóttir

fyrir Dúkkuheimili

í sviðsetningu Borgarleikhússins

 

Lýsing ársins 2015

Björn Bergsteinn Guðmundsson

fyrir Dúkkuheimili

í sviðsetningu Borgarleikhússins

 

Tónlist ársins 2015 

Ben Frost

fyrir Black Marrow

í sviðsetningu Íslenska dansflokksins

 

Hljóðmynd ársins 2015 

Eggert Pálsson og Kristján Einarsson

fyrir Ofsa

í sviðsetningu Aldrei óstelandi og Þjóðleikhússins

 

Söngvari ársins 2015

Kristinn Sigmundsson

fyrir Don Carlo

í sviðsetningu Íslensku óperunnar

 

Dansari ársins 2015 

Þyri Huld Árnadóttir

fyrir Sin

í sviðsetningu Íslenska dansflokksins

 

Danshöfundur ársins 2015 

Damien Jalet

fyrir Les Médusées

í sviðsetningu Íslenska dansflokksins

 

Útvarpsverk ársins 2015 

Blinda konan og þjónninn

eftir Sigurð Pálsson

Leikstjórn – Kristín Jóhannesdóttir

Í sviðsetningu Útvarpsleikhússins – RÚV

 

Sproti ársins 2015

Tíu fingur

fyrir Lífið – stórskemmtilegt drullumall

eftir Helgu Arnalds, Charlotte Böving, Sólveigu Guðmundsdóttur og Svein Ólaf Gunnarsson

í sviðsetningu leikhússins Tíu fingur

 

Barnasýning ársins 2015

Lífið – stórskemmtilegt drullumall

eftir Helgu Arnalds, Charlotte Böving, Sólveigu Guðmundsdóttur og Svein Ólaf Gunnarsson

í sviðsetningu leikhússins Tíu fingur

 

Heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands 2015

Edda Heiðrún Backman

 

Miðar til sölu á Grímuna!

jún 11, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

gríman storÍ ár er fyrsta skipti hægt að kaupa miða á Grímuna.

Uppskeruhátíð sviðslistanna, Gríman 2015, verður haldin í 13. sinn með pompi og prakt 16. júní nk. á stóra sviði Borgarleikhússins. Mikið verður um dýrðir þetta kvöldið þar sem sviðslistafólk safnast saman til að skemmta sér og öðrum og gleðjast yfir undangengnu leikári.

Kynnar kvöldsins eru þeir bræður Kjartan og Árni Pétur Guðjónsson en þeir munu fá góða gesti á svið til sín og halda uppi stuðinu með gríni og glens. Fjöldi skemmtiatriða er á dagskrá svo ekki missa af þessum einstaka viðburði.

Íslenski dansflokkurinn með 11 tilnefningar

jún 7, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

blæði stór

Íslenski dansflokkurinn hlaut 11 tilnefningar til Grímunnar. Þar ber hæst að nefna tilnefningu dansverksins Black Marrow sem Sýningu ársins en þetta er í fyrsta skiptið sem dansverk er tilnefnt í þeim flokki. Allar tilnefningar flokksins eru þessar:

Sýning ársins:
– Black Marrow eftir Ernu Ómarsdóttur og Damien Jalet

Tónlist ársins:
– Ben Frost fyrir tónlistina í Black Marrow

Danshöfundur ársins:
– Erna Ómarsdóttir og Damien Jalet fyrir Black Marrw
– Damien Jalet fyrir Les Médusées
– Damien Jalet og Sidi Larbi Cherkaoui fyrir Sin
– Ásrún Magnúsdóttir fyrir Stjörnustríð 2

Dansari ársins:
– Einar Aas Nikkerud fyrir Sin
– Halla Þórðardóttir fyrir Les Médusées
– Halla Þórðardóttir fyrir Meadow
– Hjördís Lilja Örnólfsdóttir fyrir Les Médusées
– Þyri Huld Árnadóttir fyrir Sin

Grímutilnefningar

jún 3, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

gríman storTilnefningar til íslensku leiklistarverðlauna Grímunnar 2015 voru opinberaðar við formlega athöfn í forsal Borgarleikhússins í dag. Sýningin Dúkkuheimili sópaði að sér flestum tilnefningum og fékk 11 tilnefningar.

 

Sýning ársins

 

Billy Elliott

eftir Lee Hall og Elton John

í sviðsetningu Borgarleikhússins og Baltasars Kormáks

 

 

Black Marrow

eftir Ernu Ómarsdóttur og Damien Jalet

í sviðsetningu Íslenska dansflokksins

 

Don Carlo

eftir Guiseppe Verdi

í sviðsetningu Íslensku óperunnar

 

Dúkkuheimili

eftir Henrik Ibsen

í sviðsetningu Borgarleikhússins

 

Endatafl

eftir Samuel Beckett

Sviðsetning – Leikhópurinn Svipir og Tjarnarbíó

 

 

Leikrit ársins

 

Er ekki nóg að elska

eftir Birgi Sigurðsson

í sviðsetningu Borgarleikhússins

 

Hystory

eftir Kristínu Eiríksdóttur

í sviðsetningu Sokkabandsins og Borgarleikhússins

 

Konan við 1000°

eftir Hallgrím Helgason

Leikgerð – Hallgrímur Helgason, Símon Birgisson og Una Þorleifsdóttir

í sviðsetningu Þjóðleikhússins

 

Ofsi

eftir Einar Kárason

Leikgerð –  Aldrei óstelandi

Í sviðsetningu Aldrei óstelandi og Þjóðleikhússins

 

Segulsvið

eftir Sigurð Pálsson

í sviðsetningu Þjóðleikhússins

 

 

Leikstjóri ársins

 

Ágústa Skúladóttir

Lína Langsokkur

í sviðsetningu Borgarleikhússins

 

Bergur Þór Ingólfsson

Billy Elliott

í sviðsetningu Borgarleikhússins og Baltasars Kormáks

 

Harpa Arnardóttir

Dúkkuheimili

í sviðsetningu Borgarleikhússins

 

Kristín Jóhannesdóttir

Endatafl

Sviðsetning – Leikhópurinn Svipir og Tjarnarbíó

 

Ólafur Egill Egilsson

Hystory

í sviðsetningu Sokkabandsins og Borgarleikhússins

 

 

Leikari ársins í aðalhlutverki

 

Björn Thors

Kenneth Máni

í sviðsetningu Borgarleikhússins og Sagafilm

 

Hilmir Snær Guðnason

Dúkkuheimili

í sviðsetningu Borgarleikhússins

 

Þorsteinn Bachmann

Endatafl

Sviðsetning – Leikhópurinn Svipir og Tjarnarbíó

 

Þorsteinn Bachmann

Útlenski drengurinn

Sviðsetning – Leikhópurinn Glenna og Tjarnarbíó

 

Þór Tulinius

Endatafl

Sviðsetning – Leikhópurinn Svipir og Tjarnarbíó

 

 

Leikari ársins í aukahlutverki

 

Friðrik Friðriksson

Ofsi

í sviðsetningu Aldrei óstelandi og Þjóðleikhússins

 

Ólafur Egill Egilsson

Sjálfstætt fólk

í sviðsetningu Þjóðleikhússins

 

Stefán Jónsson

Endatafl

Sviðsetning – Leikhópurinn Svipir og Tjarnarbíó

 

Þorsteinn Bachmann

Dúkkuheimili

í sviðsetningu Borgarleikhússins

 

Valur Freyr Einarsson

Dúkkuheimili

í sviðsetningu Borgarleikhússins

 

 

Leikkona ársins í aðalhlutverki

 

Arndís Hrönn Egilsdóttir

Hystory

í sviðsetningu Sokkabandsins og Borgarleikhússins

 

Brynhildur Guðjónsdóttir

Karítas

í sviðsetningu Þjóðleikhússins

 

Guðrún Snæfríður Gísladóttir

Konan við 1000°

í sviðsetningu Þjóðleikhússins

 

Kristín Þóra Haraldsdóttir

Peggy Pickett sér andlit guðs

í sviðsetningu Borgarleikhússins

 

Unnur Ösp Stefánsdóttir

Dúkkuheimili

í sviðsetningu Borgarleikhússins

 

 

Leikkona ársins í aukahlutverki

 

Edda Björg Eyjólfsdóttir

Ofsi

í sviðsetningu Aldrei óstelandi og Þjóðleikhússins

 

Elma Stefanía Ágústsdóttir

Konan við 1000°

í sviðsetningu Þjóðleikhússins

 

Halldóra Geirharðsdóttir

Billy Elliott

í sviðsetningu Borgarleikhússins og Baltasars Kormáks

 

Harpa Arnardóttir

Endatafl

Sviðsetning – Leikhópurinn Svipir og Tjarnarbíó

 

Maríanna Clara Lúthersdóttir

Lína Langsokkur

í sviðsetningu Borgarleikhússins

 

 

Leikmynd ársins

 

Eva Signý Berger

Konan við 1000°

í sviðsetningu Þjóðleikhússins

 

Finnur Arnar Arnarson

Karítas

í sviðsetningu Þjóðleikhússins

 

Ilmur Stefánsdóttir

Dúkkuheimili

í sviðsetningu Borgarleikhússins

 

Petr Hlousék

Billy Elliott

í sviðsetningu Borgarleikhússins og Baltasars Kormáks

 

Þórunn S. Þorgrímsdóttir

Don Carlo

í sviðsetningu Íslensku óperunnar

 

 

Búningar ársins

 

Filippía I. Elísdóttir

Dúkkuheimili

í sviðsetningu Borgarleikhússins

 

Helga I. Stefánsdóttir

Billy Elliott

í sviðsetningu Borgarleikhússins

 

Hildur Yeoman

Svartar fjaðrir

í sviðsetningu Níelsdætra og Þjóðleikhússins

 

Þórunn María Jónsdóttir

Endatafl

Sviðsetning – Leikhópurinn Svipir og Tjarnarbíó

 

Þórunn María Jónsdóttir

Segulsvið

í sviðsetningu Þjóðleikhússins

 

 

Lýsing ársins

 

Björn Bergsteinn Guðmundsson

Dúkkuheimili

í sviðsetningu Borgarleikhússins

 

Halldór Örn Óskarsson

Endatafl

Sviðsetning – Leikhópurinn Svipir og Tjarnarbíó

 

Magnús Arnar Sigurðarson

Konan við 1000°

í sviðsetningu Þjóðleikhússins

 

Páll Ragnarsson

Don Carlo

í sviðsetningu Íslensku óperunnar

 

Þórður Orri Pétursson

Billy Elliott

í sviðsetningu Borgarleikhússins og Baltasars Kormáks

 

 

Tónlist ársins

 

Ben Frost

Black Marrow

í sviðsetningu Íslenska dansflokksins

 

Eggert Pálsson og Oddur Júlíusson

Ofsi

í sviðsetningu Aldrei óstelandi og Þjóðleikhússins

 

Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur G Stephensen

Öldin okkar

í sviðsetningu Hunds í óskilum og Leikfélags Akureyrar

 

Jónas Sen og Valdimar Jóhannsson

Svartar fjaðrir

í sviðsetningu Níelsdætra og Þjóðleikhússins

 

Margrét Kristín Blöndal

Dúkkuheimili

í sviðsetningu Borgarleikhússins

 

 

Hljóðmynd ársins

 

Eggert Pálsson og Kristján Einarsson

Ofsi

í sviðsetningu Aldrei óstelandi og Þjóðleikhússins

 

Garðar Borgþórsson

Dúkkuheimili

í sviðsetningu Borgarleikhússins

 

Gunnar Sigurbjörnsson

Billy Elliott

í sviðsetningu Borgarleikhússins og Baltasars Kormáks

 

Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur G Stephensen

Öldin okkar

í sviðsetningu Hunds í óskilum og Leikfélags Akureyrar

 

Úlfur Eldjárn og Kristján Sigmundur Einarsson

Segulsvið

í sviðsetningu Þjóðleikhússins

 

 

Söngvari ársins 2015

 

Ágústa Eva Erlendsdóttir

Lína Langsokkur

í sviðsetningu Borgarleikhússins

 

Halldóra Geirharðsdóttir

Billy Elliott

í sviðsetningu Borgarleikhússins og Baltasars Kormáks

 

Jóhann Friðgeir Valdimarsson

Don Carlo

í sviðsetningu Íslensku óperunnar

 

Kristinn Sigmundsson

Don Carlo

í sviðsetningu Íslensku óperunnar

 

Oddur Arnþór Jónsson

Don Carlo

í sviðsetningu Íslensku óperunnar

 

 

Barnasýning ársins

 

Bakaraofninn

eftir Gunnar Helgason og Felix Bergsson

í sviðsetningu Gaflaraleikhússins

 

Ég elska Reykjavík

eftir Aude Busson, Sólveigu Guðmundsdóttur og Snæbjörn Brynjarsson

í viðsetningu Aude Busson, Sólveigar Guðmundsdóttur og Snæbjörns Brynjarssonar

 

Kuggur og leikhúsvélin

eftir Sigrúnu Eldjárn

í sviðsetningu Þjóðleikhússins

 

Lífið – stórskemmtilegt drullumall

eftir Helgu Arnalds, Charlotte Böving, Sólveigu Guðmundsdóttur og Svein Ólaf Gunnarsson

í sviðsetningu leikhússins Tíu fingur

 

Lína Langsokkur

eftir Astrid Lindgren

í sviðsetningu Borgarleikhússins

 

 

Dansari ársins

 

Einar Aas Nikkerud

Sin

í sviðsetningu Íslenska dansflokksins

 

Halla Þórðardóttir

Les Médusées

í sviðsetningu Íslenska dansflokksins

 

Halla Þórðardóttir

Meadow

í sviðsetningu Íslenska dansflokksins

 

Hjördís Lilja Örnólfsdóttir

Les Médusées

í sviðsetningu Íslenska dansflokksins

 

Þyrí Huld Árnadóttir

Sin

í sviðsetningu Íslenska dansflokksins

 

 

Danshöfundur ársins

 

Ásrún Magnúsdóttir

Stjörnustríð 2

í sviðsetningu Íslenska dansflokksins

 

Damien Jalet

Les Médusées

í sviðsetningu Íslenska dansflokksins

 

Damien Jalet og Sidi Larbi Cherkaoui

Sin

í sviðsetningu Íslenska dansflokksins

 

Erna Ómarsdóttir og Damien Jalet

Black Marrow

í sviðsetningu Íslenska dansflokksins

 

Sveinbjörg Þórhallsdóttir og Steinunn Ketilsdóttir

REIÐ

í sviðsetningu Sveinbjargar Þórhallsdóttur og Steinunnar Ketilsdóttur, Borgarleikhússins og Reykjavík Dance Festival

 

 

Útvarpsverk ársins

 

Blinda konan og þjónninn

eftir Sigurð Pálsson

Leikstjórn Kristín Jóhannesdóttir

Í sviðsetningu Útvarpsleikhússins – RÚV

 

…Og svo hætt´ún að dansa

eftir Guðmund Ólafsson

Leikstjórn Erling Jóhannesson

Í sviðsetningu Útvarpsleikhússins – RÚV

 

Rökrásin

eftir Ingibjörgu Magnadóttur

Leikstjórn Harpa Arnardóttir

Í sviðsetningu Útvarpsleikhússins – RÚV

 

 


Sproti ársins

 

Aldrei óstelandi

fyrir Ofsa

í sviðsetningu Aldrei óstelandi og Þjóðleikhússins

 

Frystiklefinn á Rifi – Kári Viðarsson og Hallgrímur Helgason

fyrir Mar

í sviðsetningu Frystiklefans á Rifi

 

Kriðpleir

fyrir Síðbúna rannsókn: endurupptöku á máli Jóns Hreggviðssonar

eftir Bjarna Jónsson

í sviðsetningu Kriðpleirs

 

Kristín Eiríksdóttir og Sokkabandið

fyrir Hystory

í sviðsetningu Sokkabandsins og Borgarleikhússins

 

Sigríður Soffía Níelsdóttir

fyrir Svartar fjaðrir

í sviðsetningu Níelsdætra og Þjóðleikhússins

 

Tíu fingur

fyrir Lífið – stórskemmtilegt drullumall

eftir Helgu Arnalds, Charlotte Böving, Sólveigu Guðmundsdóttur og Svein Ólaf Gunnarsson

í sviðsetningu leikhússins Tíu fingur.

Sviðslistahátíðin MÓTÍF

jún 2, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

motif stórSviðslistahátíðin MÓTÍF mun fara fram í fyrsta skipti helgina 4-6 júní. Sviðslistanemar við Listaháskóla Íslands standa fyrir hátíðinni en dagskráin samanstendur af verkum sem nemendur hafa samið og flutt á námsferli sínum. Einnig verður skemmtidagskrá fyrir börnin og glæsilegt kaffihús starfrækt á meðan sýningum stendur.

DAGSKRÁ

FIMMTUDAGUR 4.júní

18:00 OPNUN + frumsýning á stuttmyndinni SWIM e. Dominique Gyðu Sigrúnardottir – opið fyrir alla (Hrái salur, Sölvhólsgata)

18.45 Hreyfimyndir dansara I (Hrái salur)
inn-lit e. Ingileif Franzdóttur Wechner
Placed e. Sigurður Andrean Sigurgeirsson
Aftur og aftur e. Söru Margréti Ragnarsdóttur
Vör e. Sóley Frostadóttur
7 second window e. Árný Rún Árnadóttur
Peð e. Erlu Rut Mathiesen

19.15 Hreyfimyndir dansara II (Hrái salur)
Time Wasted e. Hebu Eir Kjeld
Dís e. Ernu Guðrúnu Fritzdóttur
Glimpse e. Þórunni Ylfu Brynjólfsdóttur

20.00 Hrikalegir heimildarmynd í fullri lengd um gym í miðbæ Reykjavíkur e. Hauk Valdimar Pálsson (Hrái salur)

– – –

FÖSTUDAGUR 5.júní

18.00 Sviðshöfundavideogjörningar (Hrái salur)

18.45 Leiklestur (Hrái salur)

20.00 Hahaha e. Jóhann Kristófer Stefánsson (Skuggi)

21.00 #PRIVATE PUSSY útskriftarsýning dansara (Smiðjan)

– – –

LAUGARDAGUR 6.júní

14:00 Trúðarnir Aspar og Aðalheiður skemmta börnunum (Sölvhólsgata)

14:30 Danceokie fyrir krakka (Smiðjan)

15.00 Hreyfimyndir dansara I (Hrái salur)
inn-lit e. Ingileif Franzdóttur Wechner
Placed e. Sigurður Andrean Sigurgeirsson
Aftur og aftur e. Söru Margréti Ragnarsdóttur
Vör e. Sóley Frostadóttur
7 second window e. Árný Rún Árnadóttur
Peð e. Erlu Rut Mathiesen

15.30 Hreyfimyndir dansara II (Hrái salur)
Time Wasted e. Hebu Eir Kjeld
Dís e. Ernu Guðrúnu Fritzdóttur
Glimpse e. Þórunni Ylfu Brynjólfsdóttur

16:00 SWIM stuttmynd e. Dominique Gyðu Sigrúnardóttur (Hrái salur)

16:30 Leiklestur (Hrái salur)

19:00 Let’s not barely exist. Dans spunaverk. Una Björg Bjarnadóttir og Áskell Harðarson (Tunglið)

20:00 GESTASÝNING – Improv Ísland – Haraldurinn. Fjáröflunarsýning – 500kr. (Smiðjan)

21:00 Kokteill

14:00-21:00 Dagur í Brussel, lifandi streymi með Ninu Hjálmarsdóttur

——-

Aðgangseyrir er 1000 kr. fyrir hvern dag en hægt verður að fá helgarpassa á 2500 kr.
Haraldurinn verður með gestasýningu til fjáröflunar á laugardeginum og mun kosta 500 kr. inn á hana.

Mikilvægt er að fólk tryggi sér miða á alla viðburði hvort sem það kaupir sig inn á stakan dag eða alla hátíðina.

Miðapantanir fara fram á motifhatid@gmail.com og frá og með 15:00 4.júní á kaffihúsi MÓTÍF á Sölvhólsgötu.

Ath. að á sumar sýningar er takmarkaður sætafjöldi.

Allur ágóði verður nýttur í frekari uppbyggingu á hátíðinni sjálfri og ferðasjóð sem ætlað er að gefa nemendum tækifæri á að fara með verk sín á sviðslistahátíðir erlendis.
 

loading