maí | 2015 | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Archive from maí, 2015

    Svartar fjaðrir

    maí 8, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    svartar fjaðir stór

    Nýtt dansleikhúsverk eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur byggt á ljóðum Davíðs Stefánssonar verður frumsýnt 13. maí næstkomandi.

    Kraftmikil sýning sem skartar dönsurum og leikurum í fremstu röð, ásamt lifandi fuglum. Byggð á nýjustu straumum og stefnum í evrópskum samtímadansi, og kvæðum sem eru með þeim mögnuðustu sem samin hafa verið á íslenska tungu. Oft er talað um að samtímadans og leiklist eigi margt sameiginlegt, en það eiga danslistin og ljóðlistin ekki síður, enda byggja bæði listformin á hughrifum, tilfinningum, hrynjandi og flæði.

    Unnið er með fjölbreytt úrval ljóða eftir Davíð Stefánsson, allt frá einmanalegum og harmþrungnum ljóðum til ástarjátninga og ættjarðarsöngva. Persónur verksins eru byggðar á ljóðum Davíðs, myndlíkingar úr kvæðum hans eru gæddar lífi á sviðinu og hughrifin sem kvæðin vekja líkömnuð af leikhópnum.

    Sigríður Soffía danshöfundur hefur þróað flókið kerfi hreyfinga sem byggt er á lögmálum ljóðlistarinnar, og bygging verksins tekur mið af bragarháttum. Sum ljóðin í sýningunni verða eingöngu túlkuð í dansi, þannig að texta verður breytt í hreyfingu, en önnur verða lesin og leikin.

    Leikarar og dansarar sem taka þátt í sýningunni eru þau Ásgeir Helgi Magnússon, Atli Rafn Sigurðsson, Dóra Jóhannsdóttir, Erna Ómarsdóttir, Hannes Egilsson, Ingvar E. Sigurðsson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Oddur Júlíusson, Saga Garðarsdóttir og Sigríður Soffía Níelsdóttir.

    Spennandi sýning og vandað sjónarspil með söng, leik, dansi og lifandi dúfum!

    Sýningin er styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

    Svartar fjaðrir er opnunarsviðsverk 29. Listahátíðar í Reykjavík 2015.

    Litla gula hænan

    maí 7, 2015   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    litlagulaSumarið 2015

    Litla gula hænan

    Sumarið 2015 mun Leikhópurinn Lotta setja upp leikritið um Litlu gulu hænuna. Í þessu verki hefur höfundurinn, Anna Bergljót Thorarensen, fléttað saman tveimur þekktum ævintýrum. Við erum þá annars vegar að tala um Litlu gulu hænuna og hins vegar Jóa og baunagrasið.

    Baldur Ragnarsson semur söngtexta og mun hann ásamt Birni Thorarensen og Rósu Ásgeirsdóttur semja lögin í sýningunni. Andrea Ösp Karlsdóttir og Sigsteinn Sigurbergsson liggja síðan um þessar mundir yfir leikmyndinni sem eins og gefur að skilja er að valda þeim töluverðum höfuðverk. Hvernig lætur maður baunagras vaxa alla leið upp til skýja þegar maður sýnir undir berum himni?

    Æfingar eru þegar hafnar, nýi diskurinn verður tekinn upp í apríl og þau stefna á að frumsýna meistaraverkið í lok maí.

    Ekki missa af Lottu á ferð og flugi um landið í allt sumar.

    Endilega líttu við á www.facebook.com/leikhopurinnlotta.

    Ásgerður Júlíusdóttir er hardcore steingeit!

    maí 7, 2015   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    VIÐTALIÐ: BAK VIÐ TJÖLDIN

    Hver ert þú og hvað ertu að gera í dag?
    Ég reyni nú yfirleitt bara að vera ég sjálf en hvað það þýðir er eitt gott og konkret svar því miður. Ég er voða margt, móðir, kona, kærasta, nörd, listunnandi, lífskúnstner, líklegast hipster, krútt osfrv. svo kannski bætist eitthvað við á morgun hehehe. Ég vinn sem verkefnisstjóri viðburða hjá EFLU verkfræðistofu.
    Í dag er ég aðallega að undirbúa kosningar í Grímunni sem og Grímuhátíðina sjálfa, en ég er og hef verið verkefnisstjóri Grímunnar undanfarin 2 ár. Þetta er þriðja Grímuhátíðin mín og verður hún haldin 16. júní nk. í Borgarleikhúsinu, svo það styttist óðfluga í þetta.
     
    Í hvaða stjörnumerki ertu?
    Ég er hardcore steingeit.
     
    Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
    Ég held ég hafi ákveðið c.a. 5 ára að verða geimfari en komst svo síðar að því að það væri ef til vill of háleitur draumur fyrir Íslending svo ég færði mig aðeins nær jörðu og ætlaði fram yfir tvítugt að vera flugmaður. Svo tóku örlögin í taumana og ég fór að vinna í leikhús og smitaðist af lista bakteríunni sem engin meðferð vinnur á móti og á endanum lærði ég list – og menningarfræði. Mig langar samt ennþá að verða geimfari bara svo það sé á hreinu.
     
    Hver er þinn helsti kostur og helsti galli?
    Ég er einstök og dýrmæt sköpun svo ég hef fullt af kostum en líka fullt af göllum. Ergo sum fullkomin í ófullkomleika mínum tja eða öfugt 😉
     
    Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
    Flest allur matur sem er grillaður er bara snilld. Elska tapas, ítalskan mat, indverskan, tælenskan en borða alls ekki sushi.
     
    Hvaða sýningu sástu síðast í leikhúsi?
    Ætli það hafi ekki bara verið Billy Elliot, sem var einstakt sjónarspil frá upphafi til enda. Frábær sýning í alla staði og ég tel líklegt að sú sýning muni standa framarlega á næst Grímu en það eru aðeins spekúlasjónir.
     
    Hvaða áhugamál áttu þér?
    Ég er nýfarin að mála aftur eftir langt hlé og líka prjóna smá, ætla ekki að taka fagurfræðilega afstöðu til afurða minna samt sem áður. Ég horfi mikið á sci-fi og hrollvekjur. Ég les aðallega krimma þegar ég nenni að lesa nú og líka bækur um núvitund og hugleiðslu. Elska að ferðast en geri alltof lítið af því. Mér finnst voða gott að vera úti í náttúrunni og skíði eru alveg málið. Ég er alltaf að reyna að vera í jóga en vantar c.a. 10 tíma í viðbót í sólarhringinn til að ná þessu öllu sama.
     
    Hvernig tónlist hlustar þú mest á?
    Ég er voðalega íhaldsöm og gamaldags þegar kemur að tónlist. Hlusta á klassískt rokk eins og Led Zeppelin og Who. Einnig er ég pínu svag fyrir óperum og fæ alltaf gæsahúð þegar ég blasta Bryn Terfel eða Pavarotti.
    Annar sagði einhver einhverntímann þegar viðkomandi fór í gegnum playlistann minn á ipodinum að ég hlyti að vera eitthvað skitsó svo ólík var tónlistin á tækinu.
     
    Hvað fer mest í taugarnar á þér?
    Margt, ansi margt. Aðallega þegar fólk gengur bak orða sinna.
     
    Hver er þinn uppáhaldsstaður á Íslandi?
    Snæfellsnes og Borgarfjörður
     
    Hver er þinn uppáhaldsstaður erlendis?
    Berlin og Nice.
     

    HRAÐASPURNINGAR

    Flytja til London eða New York?
    New York.
     
    Eiga hund eða kött?
    Hund.
     
    Borða heima heima eða úti daglega?
    Úti.
     
    Finnst þér betra að vinna á morgnanna eða kvöldin?
    Kvöldin.
     
    Hvort drekkurðu bjór eða vín með matnum?
    Vín.
     
    Hvort finnst þér skemmtilegra að lesa eða horfa á sjónvarp?
    Sjónvarp.
     
    Hvort manstu betur: Nöfn eða andlit?
    Andlit.
     
    Veldu: Sturtu eða bað?
    Sturtu.
     
    Veldu: RÚV eða Stöð 2?
    Rúv.
     
    Ef þú ættir að lýsa þér í einu orði – hvaða orð væri það?
    Sterk.
     
    Er eitthvað sem þú vilt segja að lokum?
    Þetta leikhúsár er búið að vera frábært, mikið af góðum sýningum á öllum vígstöðvum svo ég hvet fólk eindregið að skella sér í leikhús og fylgjast svo með Grímunni þann 16. júní á RÚV.
     

    Stóra hangikjöts-, Orabauna- og rófumálið

    maí 6, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    hugleikur

    Næsta laugardag, þann 9. maí, lýkur Hugleikur leikárinu með frumsýningu á nýju, hressu verki eftir Unni Guttormsdóttur, Sigrúnu Óskarsdóttur og Önnu Kristínu Kristjánsdóttur og ber það heitið Stóra hangikjöts-, Orabauna- og rófumálið: Taðreyktur sakamálatryllir.

    Leikurinn gerist á hrörlegu veitingahúsi, sem verið er að gera upp. Allt hangikjöt, rófur og Orabaunir hafa horfið af landinu með dularfullum hætti. Eru álfarnir að hefna sín af því að álfabyggð hefur verið raskað, eða eru það strokufangar af Litla-Hrauni sem eru sökudólgarnir? Ólafur rannsóknalögreglumaður heldur að veitingamaðurinn og álfavinurinn Sigmar geymi lykilinn að lausn málsins.

    Leikstjóri er Hrund Ólafsdóttir og Árni Hjartarson semur lög og texta. Alls taka fimm leikarar þátt í sýningu ásamt hljómsveit.

    Sýningar:

    1. sýning laugardaginn 9. maí – Frumsýning
    2. sýning þriðjudaginn 12.maí
    3. sýning föstudaginn 15.maí
    4. sýning sunnudaginn 17.maí
    5. sýning föstudaginn 22.maí – Lokasýning

    Allar sýningar hefjast kl. 20.

    Miðapantanir á hugleikur.is
    Miðaverð kr. 2.000.

    „Upp, upp“ Æskusaga Hallgríms Péturssonar

    maí 5, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    HalliPé (2) stór

    Stoppleikhópurinn kynnir: „Upp, upp“ Æskusaga Hallgríms Péturssonar í Gerðubergi miðvikudaginn 6. maí nk. kl. 19. 

    Ath! Aðeins þessi eina sýning.

    Stoppleikhópurinn sýnir leikritið „Upp,upp“ Æskusögu Hallgríms Péturssonar eftir Valgeir Skagfjörð. Leikritið segir frá uppvaxtarsögu Sr. Hallgríms Péturssonar og var skrifað í tilefni af 400 ára afmæli skáldsins. Verkið byggir að stærstum hluta á bókinni Heimanfylgju eftir Steinunni Jóhannesdóttur sem öðrum fremur hefur gert Hallgrími Péturssyni og konu hans Guðríði Símonardóttur skil í verkum sínum. Verkið er sniðið að ungum áhorfendum og miðar að því að gefa grunnskólabörnum/unglingum innsýn í lífsbaráttu Íslendinga á 17. öld og hvaða merkingu það hafði fyrir ungan dreng eins og Hallgrím Pétursson að alast upp í Skagafirði á þeim tíma. Hvaða áhrif hafði það á hann að dvelja á biskupssetrinu að Hólum í Hjaltadal og ganga í skóla á æðsta menntasetri landsins og kynnast því merka fólki sem þar bjó?

    Stórviðburðir sögunnar á borð við Kötlugos, farsóttir, hamfaraveður, galdrabrennur og Tyrkjaránið settu svip sinn á uppvöxt þessa mesta stórskálds þjóðarinnar. Leiksýningin hefur verið á faraldsfæti í vetur víða um landið og eru sýningar nú orðnar um 30 talsins. Sýningin er ætluð áhorfendum frá 12 ára aldri og uppúr.

    Handritshöfundur og leikstjóri: Valgeir Skagfjörð.
    Leikarar: Eggert A.Kaaber, Katrín Þorkelsdóttir og Valgeir Skagfjörð.
    Leiktjöld: Sigurbjörg A. Eiðsdóttir.
    Aðstoð við búninga: Haraldur Hrafnsson og Jónína Margrét Sævarsdóttir.

    Miðapantanir eru í síma: 898-7205.

    www.stoppleikhopurinn.com

     

    Athyglisverðasta áhugaleiksýningin

    maí 3, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    ronja sstórSýning Leikfélags Mosfellssveitar á Ronju ræningjadóttur var valin Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins 2015 af dómnefnd Þjóðleikhússins. Úrslitin voru kynnt á hátíðarkvöldverði í tengslum við aðalfund BÍL að Melum í Hörgársveit í kvöld.

    Í umsögn dómnefndar segir m.a. um sýninguna:

    „Sýning Leikfélags Mosfellssveitar á Ronju ræningjadóttur er heillandi og fjörug barnasýning þar sem fjölmargir þættir koma saman og mynda áhrifaríka heild. Leikhópurinn er fjölmennur og sterkur, og leikarar í aðalhlutverkum standa sig afar vel. Tónlist er veigamikill þáttur í sýningunni, og söngatriðin vel útfærð. Sviðið er notað á skemmtilegan hátt þar sem hljómsveitin er hluti af sýningunni. Mikil alúð er lögð við útlit sýningarinnar, leikmyndin er hugvitssamleg og búningar og leikgervi vel unnin.“

    Félaginu hefur verið boðið að sýna Ronju í Þjóðleikhúsinu fyrstu helgina í júní.

     

    Spennandi dagskrá hjá Útvarpsleikhúsinu

    maí 3, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    utvarps stór

    Sunnudaginn 3. maí kl. 13:00 verður leikritið …OG SVO HÆTT´ÚN AÐ DANSA eftir Guðmund Ólafsson flutt í útvarpsleikhúsinu. Leikstjóri er Erling Jóhannesson og hljóðvinnslu sér Einar Sigurðsson um.

    Gamall maður glímir við elliglöp þar sem hann reynir að þrauka daginn í íbúð sinni. Skil milli veruleika og ímyndunar, nútíðar og fortíðar eru óljós. Minningar, sumar óþægilegar aðrar hugljúfar, vitja hans, en undir niðri kraumar sífellt hugsunin um að hann hafi brugðist þeim sem stóðu honum næst.

    Persónur og leikendur:
    Gamli:  Guðmundur Ólafsson
    Gamli, yngri: Guðmundur Ólafsson
    Gamli, yngstur:  Sigurður Tómas Víðisson
    Eiginkonan: Halldóra Rósa Björnsdóttir
    Kvenmaðurinn: Sara Marti Guðmundsdóttir

     

    SKAPALÓN

    SKAPALÓN verður á dagskrá Útvarpsleikhússins á sunnudögum frá 10. maí – 14. júní kl. 13:00. Þættirnir eru sex talsins og umsjón sjá þeir Árni Kristjánsson og Magnús Örn Sigurðsson um.

    SKAPALÓN eru þættir þar sem ýmis leikverk leiklistarsögunnar sett í nýtt samhengi. Í hverjum þætti er eitt verk til grundvallar, merking þess og þemu fengin að láni og efniviðurinn notaður til að móta skapalón sem birtir forvitnilega mynd af íslenskum veruleika.

     

    Framundan í Úvarpsleikhúsinu:

    Sunnudagur 10. maí: …og þeir settu handjárn á blómin eftir Fernando Arrabal.

    Sunnudagur 17. maí: Afmælisveislan eftir Harold Pinter.

    Sunnudagur 24. maí: Súldarsker eftir Sölku Guðmundsdóttur.

    Sunnudagur 31. maí: Ríkarður III eftir William Shakespeare.

    Sunnudagur 7. júní: Brúðuheimili eftir Henrik Ibsen.

    Sunnudagur 14. júní: Rómúlus mikli eftir Friedrich Dürrenmatt.

     

     

    Síður:«12
    loading

    Takk fyrir að skrá þig!