janúar | 2015 | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Archive from janúar, 2015

    Lífið

    jan 15, 2015   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    lifidLífið er stórskemmtilegt drullumall á mörkum leikhúss og myndlistar fyrir alla fjölskylduna.

    Leikhúsið 10 fingur, sem stendur að þessari sýningu, setti upp verðlaunasýninguna Skrímslið litla systir mín og hlaut Grímuverðlaunin sem besta barnasýning ársins 2012.

    Leiksýningin Lífið fjallar um sköpunarkraftinn, vináttu og hringrás lífsins, þar sem unnið er með mold.

    Á einu plani er verið að búa til sögu um sköpun heimsins, hvernig landslag breytist í gegnum hamfarir og kraft náttúruafla, hvernig líf kviknar, hvernig fyrstu dýrin skriðu á land og goggunarröðina í náttúrunni – en á öðru plani má lesa úr þessari sömu leiksýningu einfalda sögu af tveimur krökkum að leik. Börnum sem uppgötva skugga sinn og sjálfa sig, finna mold í pokum og fara að drullumalla.

    Gagnrýni

    „Það er allt fallegt við þessa sýningu. Allar stjörnurnar í húsinu!“
    GSE, Djöflaeyjan

    „Fjórar sjörnur! Lífið er yndisleg sýning.“
    SBH, Morgunblaðið

    „Fjórar og hálf stjarna.“
    VG, DV

    „Lífið er uppgötvun, tilraunir og mistök þar sem fátt er um endanleg svör. Leikhúsið 10 fingur og sýningin Lífið nær að fanga þessar hugmyndir á fallegan og frumlegan hátt þar sem áhorfendur geta speglað sjálfa sig í tilburðum veranna tveggja. Þrátt fyrir að sýningin sé stíluð inn á yngstu kynslóðina þá eiga hin eldri fullt erindi á sýninguna.

    Niðurstaða: Frumleg, skemmtileg og myndræn sýning fyrir fólk á öllum aldri.“
    SJ, Fréttablaðið

    Listrænir stjórnendur

    Það eru Charlotte Böving sem leikstýrir, Helga Arnalds hannar myndræna hlið verksins og leikarar eru Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Tónlist semur Margrét Kristín Blöndal og lýsingu hannar Björn Bergsteinn Guðmundsson. Höfundar eru Sveinn Ólafur Gunnarsson og Sólveig Guðmundsdóttir, Charlotte Böving og Helga Arnalds.

    Aukasýningar

    Vegna mikilla vinsælda á Lífinu hefur verið bætt við aukasýningum á verkinu eftirfarandi daga:

    sunnudaginn 18. janúar kl. 13:00
    sunnudaginn 25. janúar kl.13:00
    sunnudaginn 1. febrúar kl. 13:00

    Leikhússpjall eftir sýningu
    Eftir sýningu þann 18. janúar munu leikarar og leikstjórar bjóða upp á spjall eftir sýninguna, þar sem gestum gefst kostur á að ræða við þau um verkið og spyrja spurninga.

    Verkið er styrkt af Leiklistarsjóði og listamannalaunum.

    Kynfræðsla Pörupilta

    jan 15, 2015   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    kynfræðsla

    • Fræðsludeild Borgarleikhússins og Pörupiltar bjóða 10. bekkingum í Reykjavík á kynfræðsluuppistand
    • 1200 unglingar væntanlegir í vikunni
    • Pörupiltar hafa ferðast víða með sýninguna

    Dagana 14-16.janúar sýna Pörupiltar í samstarfi við Borgarleikhúsið Kynfræðslu Pörupilta á Nýja sviði Borgarleikhússins. Pörupiltar eru mættir aftur til leiks en síðasta vetur sýndu þeir uppistand sitt um kynlíf fyrir 10 bekkinga í Reykjavík og nágrenni. Nú hafa þeir hlotið styrk frá Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar til að bjóða aftur 10 bekkingum í Reykjavik að koma á sýninguna.

    Pörupiltarnir eru mættir aftur með kynfræðslu sína sem vakti mikla lukku í fyrra en Kynfræðsla Pörupilta var frumsýnd í febrúar 2014 og sáu þá allir 10 bekkingar í Reykjavík sýninguna. Pörupiltar hafa tvívegis farið norður í Hof og frætt norðlenska unglinga um kynlíf. Einnig hafa Pörupiltar þýtt sýninguna yfir á ensku og sýnt á leiklistarhátíð í Helsinki, Finnlandi. Með húmor og gleði að vopni ræða Pörupiltarnir Nonni Bö, Dóri Maack og Hermann Gunnarsson um allt sem viðkemur kynlífi, kveða niður lífseigar mýtur og hvetja unglingana til að hlusta á eigin hjarta og tilfinningar. Sýningin er í uppistands formi og tekur um 50 mínútur í flutningi. Kynfræðslan var unnin eftir viðtöl og vinnustofur með nemendum úr kynjafræði í Kvennaskólanum og í samstarfi
 við Siggu Dögg kynfræðing. Starfsfólk Landlæknisembættisins kom einnig að gerð handritsins og var ráðgefandi aðili. Marmið sýningarinnar er að brjóta niður mýtur, afhelga og opna umræðuna um kynlíf, styrkja stelpur og fræða stráka.

    Kynfræðsla Pörupilta hlaut tilnefningu til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla 2014.

    Sagan Strákarnir Dóri Maack, Nonni Bö & Hermann Gunnarsson hafa lengi verið á atvinnuleysisbótum en þeir kynntust á sjálfstyrkingarnámskeiði hjá Vinnumálastofnun. Núna eiga þeir á hættu að missa bæturnar nema þeir taki ekki þátt í samfélagslegu verkefni. Eftir stutta yfirlegu ákváðu þeir að tækla kynfræðslu enda hafa þeir reynslu á því sviði, mismikla þó. Þeir hafa miklar væntingar og eru vel undirbúnir en einhverra hluta vegna endar alltaf allt í rugli hjá þeim. Verkefnið er styrkt af Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar.

    Pörupiltar Leikhópurinn Pörupiltar samanstendur af leikkonunum Sólveigu Guðmundsdóttur, Maríu Pálsdóttur og Alexíu Björgu Jóhannesdóttur. Þær hafa síðastliðin 9 ár komið fram undir nafni Pörupilta. Uppistand þeirra Homo Erectus gekk í tvo vetur í Þjóðleikhúskjallaranum við frábærar undirtektir og ferðaðist á leiklistarhátíðir erlendis. Pörupiltar settu upp verkið Beðið eftir Godot í Borgarleikhúsinu árið 2012.

    Gagnrýni um Kynfræðslu Pörupilta

    “Sólveig Guðmundssdóttir, Alexía Björg Jóhannesdóttir og María Pálsdóttir léku karlangana og rúlluðu upp salnum með frammstöðu sinni.“
 E.B. Fréttablaðið.
     
    „ÓBORGANLEGAR” L.P. Rúv

    Aðstandendur Höfundur & Leikstjóri: Leikhópurinn | Leikmynd: Leikhópurinn og Hlynur Páll Pálsson| Búningar: Leikhópurinn og Ólöf Haraldsdóttir| Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson | Hljóð: Garðar Borgþórsson | Leikarar: Alexía Björg Jóhannesdóttir, María Pálsdóttir & Sólveig Guðmundsdóttir

    Stutt og laggott í Þorlákshöfn

    jan 13, 2015   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    lo_logoLangar þig að virkja listræna hæfileika þína? Semja leikrit, leikstýra, leika eða flytja tónlist? Eða kannski allt ofantalið?

    Leikfélag Ölfuss blæs til stuttverkahátíðar sem hefst með höfundakvöldum í janúar, æfingar fara fram á þriðjudagskvöldum í febrúar og um miðjan mars sýnum við afraksturinn. Allir sem hafa áhuga og hafa náð 18 ára aldri eru hvattir til að skrá sig á netfangið oddfreyja@simnet.is

    Höfundakvöldin verða á þriðjudögum í janúar í Bæjarbókasafni Ölfuss kl. 20, frá og með þriðjudeginum 13. janúar.

    Leikfélag Ölfuss

    Ljóðskáldið sem drap menn

    jan 12, 2015   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    egils_saga_0
    Hann var aðeins barn að aldri þegar hann er talinn hafa framið sitt fyrsta dráp – og orti sitt fyrsta ljóð. Hvort sem sagan af honum er sönn eða ei, þá hefur hann orðið eitt nafntogaðasta ljóðskáld Íslands.

    Þetta var Egill Skallagrímsson, víðfrægastur fornkappa Íslands. Útvarpsleikhúsið flytur leikrit um hann, sem byggt er á Egils sögu Skallagrímssonar og heitir leikritið EGILS SAGA og er á nútíma íslensku. Það verður á dagskrá á Rás 1 næstu þrjá sunnudaga kl. 13:00. Fyrsti þátturinn á sunnudaginn kemur, 11. janúar.

    Hér er á ferðinni túlkun höfundar, norska leikskáldsins Mortens Cranner, á þessari frægu Íslendingasögu. Þýðingu leiktexta gerði Ingunn Ásdísardóttir og Þórarinn Eldjárn þýddi ljóðin. Frumsamin tónlist er eftir Hildi Ingveldar- Guðnadóttur, Einar Sigurðsson annaðist hljóðvinnslu og leikstjóri er Erling Jóhannesson.

    Með hlutverk Egils fer Ingvar E. Sigurðsson.

    Egils saga er ein frægust allra Íslendingasagna og mun hún hafa verið rituð á fyrri hluta 13. aldar og hafa menn m.a. nefnt til Snorra Sturluson sem höfund hennar. Ekki eru þó allir á eitt sáttir um það og verður víst seint skorið úr því hver sé höfundur hennar og nákvæmlega hvenær hún var rituð.

    Sögusvið leikritsins Egils sögu er 10.öldin og hefst leikritið með fæðingu Egils og lýkur við lát Böðvars, sonar hans, sem Egill yrkir um hið magnaða sorgarljóð Sonartorrek.

 Egils saga er í stórum dráttum skáldsaga. Miðpunktur leikritsins, líkt og í sögunni er Egill Skallagrímsson. Þá koma einnig við sögu Skallagrímur faðir hans; bróðir Egils, Þórólfur; kona hans, Ásgerður og börn þeirra; sem og ýmsir þeir sem Egill átti samskipti við með einum og öðrum hætti, konungar og aðrir fornkappar.

    Egill Skallagrímsson er enginn hvunndagsmaður. Hann bjó yfir mörgum þeim eiginleikum sem kappar þess tíma þurftu að hafa til að geta kallast hetjur. Fáir ef nokkur stóðst honum snúning að vopnfimi og kröftum; þá var hann áræðinn og óttaðist fátt, og þess utan var hann afbragðs skáld en frægustu kvæði hans, Höfuðlausn og Sonartorrek þykja með því besta í kveðskap sem varðveist hefur frá þessum tíma.

    Persónur og leikendur í 1.hluta, sunnudaginn 11.janúar:
    Egill: Ingvar E. Sigurðsson 

    Bera: Arndís Hrönn Egilsdóttir
    Skallagrímur:
    Jóhann Sigurðarson
    Þórólfur: Hjálmar Hjálmarsson
    Eiríkur Blóðöx: Kristján Franklín Magnús
    Gunnhildur drottning: Harpa Arnardóttir
    Þórir Hersir: Erlendur Eiríksson
    Arinbjörn: Magnús Jónsson.
    Auk þeirra: Víkingur Kristjánsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Sólveig Guðmundsdóttir, Gunnar Hansson, Guðjón Þorsteinn Pálmason, Pétur Einarsson, Edda Arnljótsdóttir og Sigurður Eyberg.

    Persónur og leikendur í 2.hluta, sunnudaginn 18.janúar:
    Egill: Ingvar E. Sigurðsson,
    Þórólfur: Hjálmar Hjálmarsson,
    Ásgerður: Margrét Vilhjálmsdóttir,
    Þórir Hersir: Erlendur Eiríksson,
    Arinbjörn Magnús Jónsson,
    Ölvir: Víkingur Kristjánsson,
    Eiríkur Blóðöx: Kristján Franklín Magnús,
    Gunnhildur drottning: Harpa Arnardóttir,
    Rögnvaldur: Ævar Þór Benediktsson,
    Aðalsteinn konungur: Sigurður Skúlason,
    Aðrir leikendur: Jóhann Gunnar Jóhannsson, Sindri Birgisson, Ólafur Egill Egilsson, Guðjón Þorsteinn Pálmarsson, Jörundur Ragnarsson, Sigurður Karlsson, Sigurður Eyberg, María Pálsdóttir o.fl.

    Persónur og leikendur í 3.hluta, sunnudaginn 25.janúar:
    Egill: Ingvar E. Sigurðsson,
    Bera: Arndís Hrönn Egilsdóttir,
    Skallagrímur: Jóhann Sigurðarson,
    Ásgerður: Margrét Vilhjálmsdóttir,
    Þórdís: Halldóra Líney Finnsdóttir,
    Böðvar: Ásgeir Sigurðsson,
    Þórður: Gunnar Hansson,
    Arinbjörn: Magnús Jónsson,
    Eiríkur Blóðöx: Kristján Franklín Magnús,
    Gunnhildur drottning: Harpa Arnardóttir.
    Aðrir leikendur: Pétur Einarsson, Jörundur Ragnarsson og Guðjón Þorsteinn Pálmason.

    Verkið var styrkt af Menningarsjóði útvarpsstöðva. Áður á dagskrá árið 2012.

    Nýr dramatúrg við Þjóðleikhúsið

    jan 11, 2015   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Símon Birgisson hefur verið ráðinn sem sýningar- og handritsdramatúrg við Þjóðleikhúsið. Símon mun hefja störf í febrúar og bætast í hóp þess einvalaliðs sem undirbýr nú næsta leikár í Þjóðleikhúsinu – það fyrsta undir stjórn nýs þjóðleikhússtjóra, Ara Matthíassonar. Markmiðið með ráðningunni er að efla dramatúrgíska vinnu við Þjóðleikhúsið og munu nú verða tveir dramatúrgar starfandi við húsið.
     
    Símon mun jöfnum höndum vinna að handritsvinnu og sem sýningardramatúrg. Hann hefur á þessu leikári komið að skrifum þriggja leikgerða sem nú eru á fjölunum í Þjóðleikhúsinu, Konunni við 1000°, Karítas og Sjálfstæðu fólki. Hann fékk Grímuverðlaunin fyrir leikgerð sína upp úr Englum alheimsins og hefur starfað sem dramatúrg við fjölda sýninga í hinum þýskumælandi leikhúsheimi.
     
    ,,Ég er mjög spenntur fyrir að hefja störf í Þjóðleikhúsinu. Þjóðleikhúsið hefur verið leiðandi í frumsköpun og uppsetningu á íslenskum verkum og það verður markmiðið að halda því starfi áfram,” segir Símon.
     
    Símon Birgisson útskrifaðist með BA próf úr fræði og framkvæmd (sviðshöfundabraut) við Listaháskóla Íslands árið 2009. Hann hefur leikstýrt verkum, skrifað eigin leikrit auk þess að vinna að meira en tug uppsetninga í Þýskalandi og Sviss með leikstjóranum Þorleifi Erni Arnarsyni. Símon er einnig þekktur fyrir störf sín á vettvangi fjölmiðla. Hann hefur unnið sem fréttamaður á Stöð 2, DV og Fréttablaðinu. Hann var gagnrýnandi hjá Djöflaeyjunni á Rúv um þriggja ára skeið og menningarritstjóri DV árið 2013.

    Konubörn

    jan 11, 2015   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir


     
    Leikritið Konubörn verður frumsýnt í Gaflaraleikhúsinu í janúar 2015. Leikstjóri Björk Jakobsdóttir.
     
    Við erum yfir okkur spenntar og fullar af ógeðslega góðu gríni sem okkur langar að koma á framfæri og því viljum við kynna til sögunnar…
     
    snapchat: konuborn
     
    Lofum góðu gríni, fyrir alla, konubörn og kalla!
     
    TRYGGIÐ YKKUR MIÐA Í SÍMA 565-5900 eða

    Ávarp Kenneths Mána

    jan 11, 2015   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Nýársávarp fangans Kenneths Mána sem leikinn er af Birni Thors leikara hefur vakið mikla athygli. Ávarpið sem birtist í Kryddsíldinni á Stöð 2 í gærdag hefur notið vinsælda en í því óskar Kenneth landsmönnum gleðilegs nýs árs auk þess sem hann tekur „selfie“ með háborði Kryddsíldarinnar.

    Kenneth lítur yfir atburði ársins og sjón er sögu ríkari.

    Ekki hætta að anda

    jan 9, 2015   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Ekki-hætta-

  • Nýtt leikverk eftir Auði Övu Ólafsdóttur.
  • Fyndið og áleitið verk um fjórar konur, einn mann og flóknar tilfinningar.
  •  
    Fimmtudaginn 15. janúar nk. kl. 20:00 frumsýnir leikhópurinn Háaloftið í samstarfi við Borgarleikhúsið nýtt leikverk eftir Auði Övu Ólafsdóttur. Leikstjóri er Stefán Jónsson.
     
    Sagan
     
    Fjórar konur bregðast við auglýsingu þar sem leitað er að þeim sem hafa þekkt Hákon heitinn náið en honum er lýst sem ,,meðalmanni á hæð með ljósar krullur.” HANN eða hinn látni hefur sjálfur sett saman lagaval fyrir eigin jarðarför, m.a. Don ́t Hold your Breath eða Ekki hætta að anda með Nicole Scherzinger sem veldur mönnum nokkrum heilabrotum. Jafnframt hefur hann óskað sérstaklega eftir að konurnar fjórar flytji íslenska útgáfu af laginu við athöfnina með texta sem þjóni hlutverki minningarorða. Eftir því sem verkinu vindur fram kemur í ljós að það er ýmislegt málum blandið varðandi samband kvennanna við hann.
     
    KONA 2: Maður hélt einhvern veginn að Hákon væri undantekningin…og dæi ekki..
     
    KONA 4: Ótrúlegt, svona maður á besta aldri…Eða þannig séð..
     
    KONA 1: Var þetta brátt andlát eða…?
     
    KONA 2: Brátt og ekki brátt. Það fer eftir því hvernig á það er litið.
     
    Auður Ava Ólafsdóttir hefur áður skrifað þrjú leikrit, Svartur hundur prestsins (2011) og Svanir skilja ekki (2014) sem Þjóðleikhúsið setti upp og útvarpsleikritið Lán til góðverka (2014). Þar að auki er hún höfundur fjögurra skáldsagna og einnar ljóðabókar. Skáldsaga Auðar Övu, Afleggjarinn, hefur verið þýdd á tuttugu og tvö tungumál.
     
    Aðstandendur: Höfundur: Auður Ava Ólafsdóttir | Leikstjóri: Stefán Jónsson | Tónlist: Árni Rúnar Hlöðversson | Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir | Lýsing: Þórður Orri Pétursson | Leikarar: Tinna Hrafnsdóttir, María Heba Þorkelsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Elma Lísa Gunnarsdóttir.

    Síðbúin rannsókn

    jan 7, 2015   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    sidbuinrannsoknDRAP HANN MANN EÐA DRAP HANN EKKI MANN?

    „Síðbúin rannsókn“ í Tjarnarbíói!

    Meðlimir leikhópsins Kriðpleirs hafa haft í bígerð nýja heimildarmynd um Jón Hreggviðsson sem var dæmdur fyrir böðulsmorð fyrir 330 árum. Þeir eiga ýmisskonar efni í handraðanum og geta ekki beðið eftir að kynna það fyrir áhorfendum. Þess vegna er orðinn til gamanleikurinn SÍÐBÚIN RANNSÓKN, bíó, leiksýning og einskonar endurupptaka á máli Jóns Hreggviðssonar.

    Verkið hefur verið sýnt í Bíó Paradís en á nýju ári færist þessi málarekstur Kriðpleirs yfir í Tjarnarbíó.

    Sýningar verða:
    Fimmtudaginn 15. janúar
    Fimmtudaginn 22. janúar
    Sunnudaginn 25. janúar

    „Síðbúin rannsókn“ er þriðja leiksýningin sem leikhópurinn Kriðpleir setur upp. Fyrri sý́ningar hópsins eru „Tiny Guy“ sem sýnd var í Háskóla Íslands, Mengi og á stóra sviði Borgarleikhússins og „Blokkin“ sem sett var upp í 48
    fm íbúð Friðgeirs Einarssonar við Háaleitisbraut.

    Kriðpleir leikhópur: SÍÐBÚIN RANNSÓKN (2014)
    Texti: Bjarni Jónsson
    Á sviði: Ragnar Ísleifur Bragason, Friðgeir Einarsson og Árni Vilhjálmsson
    Umgjörð: Tinna Ottesen
    Myndvinnsla: Janus Bragi Jakobsson
    Tónlist: Árni Vilhjálmsson (+ sígilt stöff)
    Leikstjórn: Friðgeir Einarsson og Bjarni Jónsson
    Framleiðandi: Kriðpleir

    Lengd 85 mínútur
    Miðaverð: 2500.-

    Frekari upplýsingar:
    www.kridpleir.com

    Úr dómum um SÍÐBÚNA RANNSÓKN:

    „5 stjörnur!“
    Valur Grettisson, DV

    „Ég tel að það fari mjög eftir áhorfandanum hvernig hann upplifir sýninguna.
    Ef hann er að koma á kynningarkvöld á heimildarmynd í framleiðslu þá er þetta
    kynningarkvöld hreint út sagt skelfing. Ef hann er að koma að sjá gamanleik þá er
    þetta vissulega fyndið og skemmtilegt en hætt við að hlegið sé á mismunandi stöðum
    eftir áhorfendahópum. En ef maður horfir dýpra þá er verkið með háalvarlegum
    undirtóni – enda viðfangsefnið í sjálfu sér háalvarlegt. Svo verkið er marglaga, hefur
    bæði dýpt og þunga undir grínyfirborðinu. Það vakti að minnsta kosti með mér
    spurningar, gaf tilefni til heilabrota. Sem er gott.“
    Guðmundur Oddsson, starafugl.is

    „Þeir kýta, stela sviðsljósinu hver af öðrum, sættast, bögglast við að taka upp senur
    úti í náttúrunni og fara í fýlu þegar eitthvað gengur illa eða óvæntar uppákomur
    eiga sér stað. Einnig ríkir skemmtileg hagkvæmni í verkinu þar sem útsjónarsamar
    leikhúslausnir gæða sýninguna lífi. Hönnunin á sviðsetningunni er hugvitsamleg og
    tónlistin, sem er í höndum Árna, einkar skemmtileg á köflum.“
    Sigríður Jónsdóttir, Fréttablaðið

    Námskeið fyrir innflytjendur

    jan 7, 2015   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    namskeid2Frá og með 7. janúar heldur listahópurinn „við og við“ leiklistarnámskeið í samstarfi við Borgarleikhúsið. Námskeiðið er á miðvikudagskvöldum og er opið öllum en fer fram á ensku og hentar því innflytjendum vel og öðrum sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Engrar reynslu er krafist nema brennandi áhuga á leiklist og sköpun en fyrsti tíminn verður opinn fyrir þá sem hafa áhuga á að prófa. Á námskeiðunum verður unnið að því að setja upp sviðsverk sem flutt verður á opnu kvöldi í Borgarleikhúsinu í apríl.

    Nánari upplýsingar er að finna á https://www.facebook.com/vidogvid en skráning fer fram í gegnum vidovidklubburinn@gmail.com. Fullt gjald er kr. 15.000 eða um þúsundkall fyrir hvern tíma og innifalið í því gjaldi eru léttar veitingar í kaffipásu. við og við er listahópur sem notar leikhús, performans, dans og kóreógrafíu til að skoða og skerpa á félagslegum, pólitískum og heimspekilegum viðfangsefnum. Kennarar eru Alexander Roberts, leikhúsfræðingur og stjórnandi Reykjavík Dance Festival, Aude Busson, danshöfundur og leikhúslistakona og Sigurður Arent, listamaður.

    Starting January 7th the art collective „við og við” are collaborating with Borgarleikhús (Reykjavik City Theatre) again to provide performing arts workshops for people in the city that wish to learn new approaches to the performing arts in an open-minded environment.
    These workshop might be of special interest to the immigrant population of Iceland, but are open to anyone and everyone to attend.
    The first session will be free to try out!
    When? Wednesday nights every week between 18:00-21:00 from January 7th until April 15th.
    Where? Borgarleikhúsið (enter through the staff entrance). How much? Only 15.000 krónur for the term (~1000kr/class. Included in the participation fee are light refreshments, coffee, tea and biscuits.)
    The workshops will touch on many things but over the whole they will work towards and culminate in two events in Borgarleikhús, largely shaped by the participants, where thegroup share their work with an invited audience.
    No prior experience necessary – and places will be given on a first come first serve basis. If you have an interest in learning more about the performing arts – then this can be the workshop for you! NB! LIMITED SPACES AVAILABLE!

    „við og við” is an art collective consisting of three artists that use theatre, performance, dancing and choreography to address, explore and intensify social, political and philosophical questions.

    Síður:«123»
    loading

    Takk fyrir að skrá þig!