20 þúsund miðar seldir á Kardemommubæinn | Leikhus.is

Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

Nafn:

Netfang:

Fæðingarár:

Símanúmer:

Kyn: KarlKona
 
Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

Svar:

 
Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015.

Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.
 

20 þúsund miðar seldir á Kardemommubæinn

Nýir miðar gefnir út á alla leikhúsgesti í samræmi við sóttvarnarreglur

Nú þegar hafa 20 þúsund manns keypt miða á Kardemommubæinn og uppselt er á sýninguna út árið 2020. Þjóðleikhúsið leggur allt kapp á að standa fyrir ábyrgu sýningahaldi og tekur öryggismál og sóttvarnir alvarlega. Eftir óvissu undanfarinna mánaða hefur verið tekin ákvörðun um að fjölga sýningum á Kardemommubænum og endurraða gestum í sæti með færri í hverjum sal en venja er. Er þetta gert til þess að mæta samkomutakmörkunum og tilmælum frá sóttvarnaryfirvöldum. Allir keyptir miðar eru tryggir en núverandi miðar falla úr gildi og gefnir verða út nýir miðar og sendir miðaeigendum. Nýir miðar á nýjar dagsetningar og önnur sæti verða sendir miðaeigendum í tölvupósti á næstu vikum. Það þarf enginn að óttast að miðar glatist. Gera má ráð fyrir að allir hafi fengið nýja miða með tölvupósti í síðasta lagi 15. október.

Nýjar sýningar í janúar eru nú þegar komnar í sölu.loading