100 sinnum Ellý | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    100 sinnum Ellý

    Ellý 1

    Fimmtudagskvöldið 14. desember var hunduðasta sýningin á Elly í Borgarleikhúsinu og hafa allar þessar hundrað sýningar verið fyrir fullum sal. Elly var frumsýnd á Nýja sviðinu laugardaginn 18. mars en var svo færð yfir á Stóra sviðið eftir gríðarlegar vinsældir í vor og sumar. Fyrsta sýningin á Stóra sviðinu var fimmtudaginn 31. ágúst.

    Sem fyrr segir hefur þessi sýning, sem er samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Vesturports, notið mikilla vinsælda og fengið gríðarlega góða umfjöllun frá gestum og gagnrýnendum.

    Hver var hún þessi kona sem heillaði karlmenn á skemmtistöðum, vakti afbrýðisemi kvenna, gekk þrisvar í hjónaband, drakk snákablóð og smyglaði forboðnum apa til Íslands?

    Elly Vilhjálms bjó yfir óræðri dulúð og töfraði marga með söng sínum og leiftrandi persónuleika. Hún var á sínum tíma vinsælasta söngkona þjóðarinnar og það sem hún skilur eftir sig er með því besta sem til er í íslenskri dægurtónlist. Söngurinn var fágaður, túlkunin hógvær og ígrunduð, röddin silkimjúk og hlý.  En líf hennar varð stundum efni í sögusagnir og slúður sem hún hirti lítið um að svara því Elly var dul og forðaðist sviðsljós fjölmiðlanna.

    Borgarleikhúsið setur á svið splunkunýtt leikrit með söngvum um þessa dáðu söngkonu undir stjórn Gísla Arnar Garðarssonar.

    Úrvalslið leikara og tónlistarmanna tekur þátt í sýningunni.

    Í samstarfi við Vesturport

    Úr gagnrýni um sýninguna:

    “Katrín Halldóra lagði salinn að fótum sér”
    MK. Víðsjá.

    “Katla Margrét Þorgeirsdóttir leikur sér auðvitað að því að vinda sér úr einu gervinu í annað”
    MK. Víðsjá.

    “Það er hins vegar Björvin Franz Gíslason sem túlkar m.a. bæði Ragnar Bjarnason og Vilhjálm Vilhjálmsson sem vinnur eftirminnilegan leiksigur”
    MK. Víðsjá.

    “… hreinlega afrek hvað þeim tekst að gera sér mikinn mat úr efniviðnum og skapa lifandi persónur”
    SBH. Morgunblaðið ★ ★ ★ ★

    “Tónlistin er notuð á snilldarlegan hátt til þess að skapa réttu stemmninguna”
    SBH. Morgunblaðið ★ ★ ★ ★

    “Gísli Örn heldur síðan utan um alla þræði af miklu öryggi og sterkri listrænni sýn”
    SBH. Morgunblaðið ★ ★ ★ ★★

    “Hjörtur er góður í hlutverki Svavars, skemmtilega vandræðalegur á sama tíma og hann er launfyndinn”
    SBH. Morgunblaðið ★ ★ ★ ★★

    “Rýnir á hreinlega ekki nógu sterkt orð til að lýsa magnaðri túlkun Katrínar á Elly”
    SBH. Morgunblaðið ★ ★ ★ ★★

    “Silkimjúk, hljómfögur og tær söngrödd Katrínar gefur Elly ekkert eftir”
    SBH. Morgunblaðið ★ ★ ★ ★★

    “Höfundar bregða á það bráðsniðuga ráð að þræða þekktustu lög Ellyjar í gegnum sýninguna og gefa þeimnýja dýpt með því að tengja þau við atburði í lífi hennar”
    SJ. Fréttablaðið ★ ★ ★ ★

    “Búningahönnun Stefaníu Adolfsdóttur er bæði metnaðarfull og einstaklega vel heppnuð”
    SJ. Fréttablaðið ★ ★ ★ ★

    “Nauðsynlegt er líka að hrósa leikgervum Árdísar Bjarnþórsdóttur og þá sérstaklega hárgreiðslum Ellyjar”
    SJ. Fréttablaðið ★ ★ ★ ★

    “Hljóðvinnsla Garðars Borgþórssonar er einnig virkilega vel framkvæmd og mikilvægur þáttur í sýningunni”
    SJ. Fréttablaðið ★ ★ ★ ★

    “Meginstraumsleikhús eins og það gerist best og enginn svikinn af þessari skemmtun”
    BS. Kastljós.

     



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!